„Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Elísabet Hanna skrifar 10. ágúst 2022 11:00 Hjónin fóru á heldur skrautlegt fótboltamót fyrir nokkrum árum. Betri helmingurinn. Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. Kaldhæðnin heillaði Það var á pulsusjoppu á Laugarvatni þar sem hann áttaði sig á því að Matthildur væri konan fyrir sig. Þá skaut hún föstum skotum á Halla sem fékk sér pulsu með engu nema tómatsósu á stefnumótinu og spurði hann: „Hvað ætlarðu svo að fá þér trúðaís á eftir?“ Hér að neðan má heyra hvernig þau náðu saman eftir vinabeiðnina á Facebook „Ég var verkjastillt og mér leiddist, ég sá gaur og adda honum á Facebook,“ sagði Matthildur sem var á þessum tíma að jafna sig eftir veikindi. Í framhaldinu fóru þau að tala saman og á endanum bauð Halli henni í grafið hrossakjöt sem Matthildur lét sig hafa fyrir hann. Klippa: Betri helmingurinn - Hallgrímur Ólafsson (Halli Melló) og Matthildur Magnúsdóttir Halli og Matthildur voru gestir hjá Ásgrími Geir Logasyni í Betri Helmingnum sem heyra má í heild sinni neðst í greininni. Fór í greiningu eftir að hafa gleymt öllu dótinu heima „Ég var margoft búin að segja við hann, því ég upplifði mig alltaf sem einhvern svona tuðara: Værir þú til í að tala við heimilislækninn og aðeins að opna á þetta,“ segir Matthildur um ADHD greiningu Halla. Það var svo á tjaldstæðinu á Sauðarkróki þar sem þau voru stödd með eldri son sinn á fótboltamóti sem hann fékk spark í rassinn og ákvað að gera eitthvað í þessu. Yngri sonurinn var enn á bleiu. „Við vorum í fellihýsi sem að mamma lánaði okkur og við vorum búin að koma því upp. Það var orðið svolítið kalt og ég fer inn í bíl og ætla að ná í úlpuna mína og Matthildur kallar svona: „Halli nennirðu að ná í úlpuna mína?“ Og ég svona: „Já, settirðu hana í skottið eða?“ Þá heyrðist: „Hallgrímur Ólafsson, tókstu ekki dótið okkar niðri í kjallara?“ Þá s.s. tók ég bara föt á mig norður,“ segir Halli sem fær ennþá ónota tilfinningu að rifja upp augnablikið. View this post on Instagram A post shared by Hallgrímur Ólafsson (@halli_mello) Erfitt augnablik í hans lífi Matthildur hafði haft allt dótið til fyrir sig og börnin og það eina sem hann þurfti að gera var að setja það í bílinn. „Það vantaði allt annað, öll föt á börnin og bleiur og allt,“ segir Halli. „Þetta er bara erfiðasta móment sem ég hef átt, ég stóð þarna á tjaldsvæðinu bara: Halli þú ert fáviti,“ segir hann um sína upplifun. „Við vorum þarna inni í þessu fellihýsi, sem eru bara tjöld, það voru engir veggir þannig það er ekki eins og maður gæti verið eitthvað á blístrunni,“ segir Matthildur. View this post on Instagram A post shared by Hallgrímur Ólafsson (@halli_mello) Lásasmiður bjargaði málunum „Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur og við fundum eitt foreldri sem ætlaði að keyra um nóttina,“ segir Halli um lausnina sem þau fundu. Hann segist þó sjálfur hafa verið á leiðinni í það að keyra í bæinn að sækja dótið áður en lausnin kom: „Ég hefði gert það sko, alveg klárt.“ Hann segir lyfin hafa hjálpað sér gríðarlega og finnst magnað að það hafi verið hægt að laga það sem var að trufla hann. Matthildur segir líka finna mikinn mun: „Hann byrjar á einhverju og hann raunverulega klárar það í dag. Það var bara allt hálf unnið heima hjá mér,“ og bætir því við að nú sé hægt að treysta meira á hann. View this post on Instagram A post shared by Hallgrímur Ólafsson (@halli_mello) Skrifaði lista til þess að hjálpa honum Áður fyrr segist hún hafa þurft að skrifa lista fyrir hvern einasta dag sem hún var frá áður en hún gat farið erlendis vegna starfa sinna. Hún segir Halla þó hafa náð að gera gott grín af hennar hæfileikum sem „listamaður“ sem endaði sem vinsæl færsla á Facebook og síðar með útvarpsviðtali. „Það héldu bara allir að ég væri í einhverju húsmæðraorlofi að hafa það huggulegt og að stjórna honum,“ segir hún um færsluna. Hér má heyra þáttinn í heild sinni: Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35 „Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30 „Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 21. júní 2022 22:00 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Musk æstur í Reðursafnið Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðursafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Kaldhæðnin heillaði Það var á pulsusjoppu á Laugarvatni þar sem hann áttaði sig á því að Matthildur væri konan fyrir sig. Þá skaut hún föstum skotum á Halla sem fékk sér pulsu með engu nema tómatsósu á stefnumótinu og spurði hann: „Hvað ætlarðu svo að fá þér trúðaís á eftir?“ Hér að neðan má heyra hvernig þau náðu saman eftir vinabeiðnina á Facebook „Ég var verkjastillt og mér leiddist, ég sá gaur og adda honum á Facebook,“ sagði Matthildur sem var á þessum tíma að jafna sig eftir veikindi. Í framhaldinu fóru þau að tala saman og á endanum bauð Halli henni í grafið hrossakjöt sem Matthildur lét sig hafa fyrir hann. Klippa: Betri helmingurinn - Hallgrímur Ólafsson (Halli Melló) og Matthildur Magnúsdóttir Halli og Matthildur voru gestir hjá Ásgrími Geir Logasyni í Betri Helmingnum sem heyra má í heild sinni neðst í greininni. Fór í greiningu eftir að hafa gleymt öllu dótinu heima „Ég var margoft búin að segja við hann, því ég upplifði mig alltaf sem einhvern svona tuðara: Værir þú til í að tala við heimilislækninn og aðeins að opna á þetta,“ segir Matthildur um ADHD greiningu Halla. Það var svo á tjaldstæðinu á Sauðarkróki þar sem þau voru stödd með eldri son sinn á fótboltamóti sem hann fékk spark í rassinn og ákvað að gera eitthvað í þessu. Yngri sonurinn var enn á bleiu. „Við vorum í fellihýsi sem að mamma lánaði okkur og við vorum búin að koma því upp. Það var orðið svolítið kalt og ég fer inn í bíl og ætla að ná í úlpuna mína og Matthildur kallar svona: „Halli nennirðu að ná í úlpuna mína?“ Og ég svona: „Já, settirðu hana í skottið eða?“ Þá heyrðist: „Hallgrímur Ólafsson, tókstu ekki dótið okkar niðri í kjallara?“ Þá s.s. tók ég bara föt á mig norður,“ segir Halli sem fær ennþá ónota tilfinningu að rifja upp augnablikið. View this post on Instagram A post shared by Hallgrímur Ólafsson (@halli_mello) Erfitt augnablik í hans lífi Matthildur hafði haft allt dótið til fyrir sig og börnin og það eina sem hann þurfti að gera var að setja það í bílinn. „Það vantaði allt annað, öll föt á börnin og bleiur og allt,“ segir Halli. „Þetta er bara erfiðasta móment sem ég hef átt, ég stóð þarna á tjaldsvæðinu bara: Halli þú ert fáviti,“ segir hann um sína upplifun. „Við vorum þarna inni í þessu fellihýsi, sem eru bara tjöld, það voru engir veggir þannig það er ekki eins og maður gæti verið eitthvað á blístrunni,“ segir Matthildur. View this post on Instagram A post shared by Hallgrímur Ólafsson (@halli_mello) Lásasmiður bjargaði málunum „Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur og við fundum eitt foreldri sem ætlaði að keyra um nóttina,“ segir Halli um lausnina sem þau fundu. Hann segist þó sjálfur hafa verið á leiðinni í það að keyra í bæinn að sækja dótið áður en lausnin kom: „Ég hefði gert það sko, alveg klárt.“ Hann segir lyfin hafa hjálpað sér gríðarlega og finnst magnað að það hafi verið hægt að laga það sem var að trufla hann. Matthildur segir líka finna mikinn mun: „Hann byrjar á einhverju og hann raunverulega klárar það í dag. Það var bara allt hálf unnið heima hjá mér,“ og bætir því við að nú sé hægt að treysta meira á hann. View this post on Instagram A post shared by Hallgrímur Ólafsson (@halli_mello) Skrifaði lista til þess að hjálpa honum Áður fyrr segist hún hafa þurft að skrifa lista fyrir hvern einasta dag sem hún var frá áður en hún gat farið erlendis vegna starfa sinna. Hún segir Halla þó hafa náð að gera gott grín af hennar hæfileikum sem „listamaður“ sem endaði sem vinsæl færsla á Facebook og síðar með útvarpsviðtali. „Það héldu bara allir að ég væri í einhverju húsmæðraorlofi að hafa það huggulegt og að stjórna honum,“ segir hún um færsluna. Hér má heyra þáttinn í heild sinni:
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35 „Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30 „Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 21. júní 2022 22:00 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Musk æstur í Reðursafnið Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðursafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
„Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35
„Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30
„Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 21. júní 2022 22:00
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”