„Ég geri ráð fyrir að fyrirtæki munu, allavega einhver þeirra, nýta myndir og annað eins og þau gerðu í fyrra gosinu. Margir minnast stórrar auglýsingar Icelandair á Times Square í því samhengi svo mörg fyrirtæki munu eflaust nýta sér eitthvað slíkt.“
„Það er hins vegar spurning hvað það er mikið af framboði sem við getum fært yfir á þennan viðburð, það er mikið í gangi í bransanum akkúrat núna.“
Jóhannes Þór segir að nú þegar sé mikil eftirspurn til staðar og búið að binda mikið af fólki, bílum, þyrlum og öðru í vörur sem búið var að selja.
„Þannig að fyrirtækin eru núna mörg að sjá hvað þau geta gert til að bæta við fólki eða flytja vörur, og hætta að selja ákveðnar vörur annar staðar á landinu til þess að flytja þær þangað svo við verðum að sjá hversu vel þetta gengur.“