Laxveiðin í fyrra var afar dræm og eru veiðitölur nú skárri en þá sáust. En veiðin veldur engu að síður vonbrigðum. Ljósu punktarnir eru þeir að ár á Norðausturlandi hafa verði að gefa talsvert meira af fiski en í fyrra. Og síðustu vikur hafa komið nokkrar góðar smálaxagöngur í Þistilfirði og Vopnafirði. En annað er ekkert til að hrópa húrra yfir. Vatn hefur verið ágætt í ám en kalt.
Eins og svo oft eru það Rangárnar, Ytri og Hólsá vesturbakki sem og Eystri-Rangá sem tróna á toppi lista. Í Ytri og Hólsá hafa veiðst 1707 laxar en í Eystri 1322. Þverá-Kjarará hafa staðið undir nafni með 992 fiska. Norðurá hefur gefið 930 laxa það sem af er tímabili og Urriðafoss í Þjórsá 798 fiska.
Hér fyrir neðan getur að líta lista yfir topp tíu laxveiðiár landsins það sem af er sumri. Ítarlegan lista yfir veiðina má finna hér.
