Sævar Atli fullkomnaði frábæra endurkomu Lyngby Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 20:01 Sævar Atli kom inn af bekknum og skoraði jöfnunarmark Lyngby. Twitter/@LyngbyBoldklub Íslendingalið Lyngby gerði 3-3 jafntefli á heimavelli við Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Liðið lenti 3-0 undir en kom til baka. Lyngby leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar en félagið er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. Ærið verkefni beið liðsins í kvöld er Midtjylland, sem hlaut silfur í deildinni í fyrra, kom í heimsókn. Midtjylland fór kröftuglega af stað en Sory Kaba koma liðinu yfir eftir fjögurra mínútna leik og Nikolas Dyhr tvöfaldaði forystuna eftir stundarfjórðungsleik. Anders Dreyer skoraði þá þriðja mark gestanna á 32. mínútu en Lasse Emil Nielsen minnkaði muninn fyrir Lyngby skömmu fyrir hlé. Freyr gerði tvær breytingar í hálfleik og þá kom Sævar Atli Magnússon inná á 55. mínútu. Þarnaaa!!! @saevaratli7 með sitt fyrsta danska úrvalsdeildarmark! 3-3 jöfnunarmark eftir að Lyngby lenti 0-3 undir. #SAM #fotboltinet pic.twitter.com/VWiGAnCsK3— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 5, 2022 Um sex mínútum eftir að Sævar Atli kom inn fékk Lyngby víti. Það var Mathias Kristensen sem steig á punktinn og breytti stöðunni í 3-2. Það var svo ekki fyrr en á 87. mínútu sem jöfnunarmarkið kom en þar var Sævar Atli að verki er hann kom boltanum framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni, markverði Midtjylland, sem þurfti að sækja boltann í markið í þriðja sinn. Leiknum lauk því 3-3. Lyngby leitar enn fyrsta sigurs síns á tímabilinu en liðið er með tvö stig eftir fjóra leiki í tíunda sæti. AaB frá Álaborg og OB frá Óðinsvéum eru fyrir neðan Lyngby með eitt stig en eiga leik inni um helgina. Midtjylland er þá með fimm stig eftir fjóra leiki í sjötta sæti. Danski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Lyngby leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar en félagið er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. Ærið verkefni beið liðsins í kvöld er Midtjylland, sem hlaut silfur í deildinni í fyrra, kom í heimsókn. Midtjylland fór kröftuglega af stað en Sory Kaba koma liðinu yfir eftir fjögurra mínútna leik og Nikolas Dyhr tvöfaldaði forystuna eftir stundarfjórðungsleik. Anders Dreyer skoraði þá þriðja mark gestanna á 32. mínútu en Lasse Emil Nielsen minnkaði muninn fyrir Lyngby skömmu fyrir hlé. Freyr gerði tvær breytingar í hálfleik og þá kom Sævar Atli Magnússon inná á 55. mínútu. Þarnaaa!!! @saevaratli7 með sitt fyrsta danska úrvalsdeildarmark! 3-3 jöfnunarmark eftir að Lyngby lenti 0-3 undir. #SAM #fotboltinet pic.twitter.com/VWiGAnCsK3— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 5, 2022 Um sex mínútum eftir að Sævar Atli kom inn fékk Lyngby víti. Það var Mathias Kristensen sem steig á punktinn og breytti stöðunni í 3-2. Það var svo ekki fyrr en á 87. mínútu sem jöfnunarmarkið kom en þar var Sævar Atli að verki er hann kom boltanum framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni, markverði Midtjylland, sem þurfti að sækja boltann í markið í þriðja sinn. Leiknum lauk því 3-3. Lyngby leitar enn fyrsta sigurs síns á tímabilinu en liðið er með tvö stig eftir fjóra leiki í tíunda sæti. AaB frá Álaborg og OB frá Óðinsvéum eru fyrir neðan Lyngby með eitt stig en eiga leik inni um helgina. Midtjylland er þá með fimm stig eftir fjóra leiki í sjötta sæti.
Danski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira