Þessi tilfinning Jódís Skúladóttir skrifar 6. ágúst 2022 11:00 Ótti og skömm í bland við ást, þrá og skilningsleysi. Ég get ekki alveg skilgreint hvernig mér leið sem unglingi og ungri konu. Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi. Ég var svo uppfull af áunninni skömm sem samfélagið nærði með dómhörku sinni, þögn og einsleitum staðalímyndum. Ég upplifði gríðarlega gjá milli mín og annarra því þó að fólk vildi mér vel var mín tilfinning alltaf að ég lifði í lygi. Ef ég segði þeim hver ég raunverulega væri og hvernig mér liði myndi fólk snúa við mér baki. Hinseginleiki var ósýnilegur Það að komast út úr þessum aðstæðum, finna rödd til þess að segja upphátt hver ég er tók mig langan tíma og þó ég vildi geta sagt að öll hafi tekið því vel væri það ekki satt. Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun. Mín leið var að flýja aðstæður, annað hvort inn í óminnisástand áfengisneyslu eða með því að skipta um umhverfi, vinnu, vinahópa. En ég tók sjálfa mig alltaf með hvert sem ég fór og því gat ég ekki annað en horfst í augu við þá staðreynd að þar sem ég gæti ekki breytt mér yrði ég bara að breyta heiminum. Frá þeirri stundu hef ég alltaf og alls staðar reynt að standa með sjálfri mér, hinsegin baráttunni og mannréttindum almennt. Ég var stundum hugsi yfir baráttunni, hvað áttu hommar og lesbíur yfir höfuð sameiginlegt, verandi gjörólíkir hópar með ólíka sýn og menningu? Af hverju ætti gagnkynhneigt fólk að vera skráð í baráttusamtök hinsegin fólks? Eftir því sem árin liðu kynntist ég fólki úr öllum kimum hinsegin samfélagsins og hópunum hefur fjölgað hratt. Sem betur fer lærði ég það á vegferð minni að það er meira sem tengir okkur saman en aðgreinir okkur Við eigum öll að njóta mannréttinda og virðingar í samfélaginu hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Við þurfum sem samfélag öll að taka ábyrgð því þannig vinnast sigrar jaðarsettra hópa. Samfélagið er fullt af jaðarsettu fólki sem náð hefur mislangt í baráttu sinni en þar sem best hefur gengið hefur þjóðin sameinast um að standa með mannréttindum. Það þurfum við núna! Bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks innan lands sem utan er gríðarleg ógn og við verðum að snúa þeirri þróun við og vinna markvist að því að róa í rétta átt. Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi sem við lifum í. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn Það er mikið gleðiefni að Ísland hefur færst upp um fimm sæti á milli ára á regnbogakorti ILGA-Europe og áfram höldum við með aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022–2025 sem forsætisráðherra fékk samþykkta á seinasta þingi og tekur á mikilvægum réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Stóraukið fjármagn til málaflokksins á undanförnum árum hefur líka skipt sköpum. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum, tvö kjörtímabil í röð eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Við viljum gera betur og við höldum áfram að standa með hinsegin samfélaginu. Gleðilega Hinsegin daga Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Hinsegin Vinstri græn Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ótti og skömm í bland við ást, þrá og skilningsleysi. Ég get ekki alveg skilgreint hvernig mér leið sem unglingi og ungri konu. Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi. Ég var svo uppfull af áunninni skömm sem samfélagið nærði með dómhörku sinni, þögn og einsleitum staðalímyndum. Ég upplifði gríðarlega gjá milli mín og annarra því þó að fólk vildi mér vel var mín tilfinning alltaf að ég lifði í lygi. Ef ég segði þeim hver ég raunverulega væri og hvernig mér liði myndi fólk snúa við mér baki. Hinseginleiki var ósýnilegur Það að komast út úr þessum aðstæðum, finna rödd til þess að segja upphátt hver ég er tók mig langan tíma og þó ég vildi geta sagt að öll hafi tekið því vel væri það ekki satt. Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun. Mín leið var að flýja aðstæður, annað hvort inn í óminnisástand áfengisneyslu eða með því að skipta um umhverfi, vinnu, vinahópa. En ég tók sjálfa mig alltaf með hvert sem ég fór og því gat ég ekki annað en horfst í augu við þá staðreynd að þar sem ég gæti ekki breytt mér yrði ég bara að breyta heiminum. Frá þeirri stundu hef ég alltaf og alls staðar reynt að standa með sjálfri mér, hinsegin baráttunni og mannréttindum almennt. Ég var stundum hugsi yfir baráttunni, hvað áttu hommar og lesbíur yfir höfuð sameiginlegt, verandi gjörólíkir hópar með ólíka sýn og menningu? Af hverju ætti gagnkynhneigt fólk að vera skráð í baráttusamtök hinsegin fólks? Eftir því sem árin liðu kynntist ég fólki úr öllum kimum hinsegin samfélagsins og hópunum hefur fjölgað hratt. Sem betur fer lærði ég það á vegferð minni að það er meira sem tengir okkur saman en aðgreinir okkur Við eigum öll að njóta mannréttinda og virðingar í samfélaginu hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Við þurfum sem samfélag öll að taka ábyrgð því þannig vinnast sigrar jaðarsettra hópa. Samfélagið er fullt af jaðarsettu fólki sem náð hefur mislangt í baráttu sinni en þar sem best hefur gengið hefur þjóðin sameinast um að standa með mannréttindum. Það þurfum við núna! Bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks innan lands sem utan er gríðarleg ógn og við verðum að snúa þeirri þróun við og vinna markvist að því að róa í rétta átt. Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi sem við lifum í. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn Það er mikið gleðiefni að Ísland hefur færst upp um fimm sæti á milli ára á regnbogakorti ILGA-Europe og áfram höldum við með aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022–2025 sem forsætisráðherra fékk samþykkta á seinasta þingi og tekur á mikilvægum réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Stóraukið fjármagn til málaflokksins á undanförnum árum hefur líka skipt sköpum. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum, tvö kjörtímabil í röð eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Við viljum gera betur og við höldum áfram að standa með hinsegin samfélaginu. Gleðilega Hinsegin daga Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun