„Í dag er stóri dagurinn“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2022 11:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík í fyrra. Hinsegin dagar Hin sívinsæla Gleðiganga fer fram í dag á lokadegi Hinsegin daga. Fjölbreytt dagskrá hefur verið víðsvegar um borgina alla vikuna en hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum á Bryggjunni steikhús þar sem stjórnin mun troða upp. Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir alla vikuna en stærsti viðburður vikunnar fer fram í dag, Gleðigangan eina sanna. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, er afar spenntur fyrir göngunni. „Í dag er stóri dagurinn, það fer að líða undir lok á dagskrá Hinsegin daga og komið að Gleðigöngunni, svo verður útihátíð í Hljómskálagarðinum í kjölfarið. Lokaballið er svo í kvöld með Stjórninni,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Gangan hefst klukkan tvö í dag en veðurspáin er með besta móti þrátt fyrir að það líti út fyrir að skýin ætli ekki að forða sér í dag. En hvert er gengið? „Gangan leggur stundvíslega af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og mun liðast niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, Lækjargötu og enda við Hljómskálagarðinn,“ segir Gunnlaugur og hvetur alla til að koma sér fyrir á gönguleiðinni til að fylgjast með. Hann segir fólk mega búast við ýmsu, þó fyrst og fremst gleði. „Það verður litadýrð, það verða læti, það verður gleði, það verður barátta. Mér finnst ekki ólíklegt að það verði pólitísk skilaboð að einhverju leiti, við erum að sjá bakslag hér heima og víða erlendis. Það kæmi mér ekki á óvart þótt það væru nokkur skýr skilaboð í göngunni í dag. Svo auðvitað bara góð skemmtun á sviðinu í Hljómskálagarðinum í kjölfarið,“ segir Gunnlaugur. Í kvöld fer síðan fram lokaball Hinsegin daga á Bryggjunni steikhús. Stjórnin treður þar upp áður en DJ Margrét Maack tekur við og spilar fram á nótt. Hægt er að nálgast miða á vefsíðu Hinsegin daga. Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir alla vikuna en stærsti viðburður vikunnar fer fram í dag, Gleðigangan eina sanna. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, er afar spenntur fyrir göngunni. „Í dag er stóri dagurinn, það fer að líða undir lok á dagskrá Hinsegin daga og komið að Gleðigöngunni, svo verður útihátíð í Hljómskálagarðinum í kjölfarið. Lokaballið er svo í kvöld með Stjórninni,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Gangan hefst klukkan tvö í dag en veðurspáin er með besta móti þrátt fyrir að það líti út fyrir að skýin ætli ekki að forða sér í dag. En hvert er gengið? „Gangan leggur stundvíslega af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og mun liðast niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, Lækjargötu og enda við Hljómskálagarðinn,“ segir Gunnlaugur og hvetur alla til að koma sér fyrir á gönguleiðinni til að fylgjast með. Hann segir fólk mega búast við ýmsu, þó fyrst og fremst gleði. „Það verður litadýrð, það verða læti, það verður gleði, það verður barátta. Mér finnst ekki ólíklegt að það verði pólitísk skilaboð að einhverju leiti, við erum að sjá bakslag hér heima og víða erlendis. Það kæmi mér ekki á óvart þótt það væru nokkur skýr skilaboð í göngunni í dag. Svo auðvitað bara góð skemmtun á sviðinu í Hljómskálagarðinum í kjölfarið,“ segir Gunnlaugur. Í kvöld fer síðan fram lokaball Hinsegin daga á Bryggjunni steikhús. Stjórnin treður þar upp áður en DJ Margrét Maack tekur við og spilar fram á nótt. Hægt er að nálgast miða á vefsíðu Hinsegin daga.
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira