Toomey endaði ferilinn á enn einum titlinum | Björgvin Karl varð níundi Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2022 19:10 Yfirburðaframmistaða, sjötta árið í röð. Robert Cianflone/Getty Images Hin ástralska Tia-Clair Toomey fagnaði sigri á heimsleikunum í Crossfit í sjötta og síðasta sinn en hún hyggst hætta að keppa í Crossfit eftir leikana helgarinnar. Í karlaflokki varði Justin Medeiros titil sinn. Toomey hlaut silfur á leikunum 2015 og 2016, þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir fagnaði sigri bæði árin. Hún hefur síðan unnið keppni kvenna á hverjum einustu leikum frá 2017. Hún fagnaði sigri í sjötta sinn þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta dag. Toomey varð 17. í fyrstu grein dagsins, önnur í annarri greinini og þá varð hún tíunda í lokagreininni. Hún hefur skrifað söguna í íþróttinni en hafði fyrir leikana tilkynnt að þeir yrðu hennar síðustu. Hún hættir því á toppnum, sem sexfaldur meistari. Í viðtali eftir keppnina útilokaði hún þó ekki að snúa aftur, en ef hún er raunverulega hætt er ljóst að aðrar konur fá nú tækifæri til að fagna sigri eftir algjöra yfirburði þeirrar áströlsku síðustu ár. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 20., 23., og 29. sæti í greinunum þremur í dag og lýkur keppni á leikunum í 22. sæti í heildarkeppninni. Sólveig Sigurðardóttir tók ekki þátt í dag og lýkur keppni í 34. sæti. Medeiros varði titilinn og Björgvin Karl varð níundi Ástralinn Ricky Garard var með forystuna á mótinu lengi vel í karlaflokki, þó með Bandaríkjamanninn Justin Medeiros og Rússann Roman Khrennikov andandi niður í hálsmálið á sér. Garard varð sjöundi í fyrstu grein dagsins á meðan Medeiros varð fimmti en Khrennikov vann greinina. Þá varð Garard þrettándi í annarri greininni en Khrennikov sjötti og Medeiros þriðji. Medeiros var þá kominn í forystu og ljóst var að honum dygði níunda sæti eða ofar í lokagreininni til að vinna titilinn, sama hvernig færi hjá öðrum. Khrennikov var annar í greininni á meðan Garard varð átjándi. Medeiros var fjórði að klára hana og tryggði sér því titilinn. Björgvin Karl Guðmundsson varð tólfti í fyrstu grein dagsins, níundi í annarri og áttundi í lokagreininni. Hann lauk keppni í níunda sæti í heildarkeppninni þar sem hann komst upp fyrir Brasilíumanninn Guilherme Malheiros í lokagrein dagsins, en sá varð tíundi, tíu stigum á eftir Björgvini. CrossFit Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Sjá meira
Toomey hlaut silfur á leikunum 2015 og 2016, þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir fagnaði sigri bæði árin. Hún hefur síðan unnið keppni kvenna á hverjum einustu leikum frá 2017. Hún fagnaði sigri í sjötta sinn þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta dag. Toomey varð 17. í fyrstu grein dagsins, önnur í annarri greinini og þá varð hún tíunda í lokagreininni. Hún hefur skrifað söguna í íþróttinni en hafði fyrir leikana tilkynnt að þeir yrðu hennar síðustu. Hún hættir því á toppnum, sem sexfaldur meistari. Í viðtali eftir keppnina útilokaði hún þó ekki að snúa aftur, en ef hún er raunverulega hætt er ljóst að aðrar konur fá nú tækifæri til að fagna sigri eftir algjöra yfirburði þeirrar áströlsku síðustu ár. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 20., 23., og 29. sæti í greinunum þremur í dag og lýkur keppni á leikunum í 22. sæti í heildarkeppninni. Sólveig Sigurðardóttir tók ekki þátt í dag og lýkur keppni í 34. sæti. Medeiros varði titilinn og Björgvin Karl varð níundi Ástralinn Ricky Garard var með forystuna á mótinu lengi vel í karlaflokki, þó með Bandaríkjamanninn Justin Medeiros og Rússann Roman Khrennikov andandi niður í hálsmálið á sér. Garard varð sjöundi í fyrstu grein dagsins á meðan Medeiros varð fimmti en Khrennikov vann greinina. Þá varð Garard þrettándi í annarri greininni en Khrennikov sjötti og Medeiros þriðji. Medeiros var þá kominn í forystu og ljóst var að honum dygði níunda sæti eða ofar í lokagreininni til að vinna titilinn, sama hvernig færi hjá öðrum. Khrennikov var annar í greininni á meðan Garard varð átjándi. Medeiros var fjórði að klára hana og tryggði sér því titilinn. Björgvin Karl Guðmundsson varð tólfti í fyrstu grein dagsins, níundi í annarri og áttundi í lokagreininni. Hann lauk keppni í níunda sæti í heildarkeppninni þar sem hann komst upp fyrir Brasilíumanninn Guilherme Malheiros í lokagrein dagsins, en sá varð tíundi, tíu stigum á eftir Björgvini.
CrossFit Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Sjá meira