Eiður Smári: „Það er pressa á okkur öllum“ Atli Arason skrifar 7. ágúst 2022 20:01 Eiður Smári djúpt hugsi á hliðarlínunni í kvöld. Hulda Margrét Eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli eru FH-ingar að stimpla sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar, staða sem Hafnfirðingar eru ekki vanir að sjá. Í sjö leikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen hefur FH einungis safnað 0,43 stigum á leik. Ólafur Jóhannesson stýrði FH á fyrri hluta tímabilsins og var með 0,88 stig á hvern leik áður en honum var vikið úr starfi. Eftir leikslok gegn KA var Eiður Smári spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu sem þjálfari FH. „Er pressa á mér,“ spurði Eiður til baka áður en hann bætti við, „nei, það er pressa á okkur öllum hvort sem það er á liðinu eða þjálfaranum, um leið og við stígum inn á þennan völl. Auðvitað er pressa en við verðum bara að taka á henni og snúa henni við,“ sagði Eiður. Eiði finnst sínir menn vera of fljótir að gefast upp þegar á móti blæs en liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega að hans mati. „Ég verð að koma aftur inn á það sem ég er búinn að vera að segja síðustu vikur, við byrjum leikinn aftur bara fínt. Við sköpum okkur eitt eða tvö góð færi en um leið og þetta gengur ekki upp og við fáum skell með því að fá mark á okkur þá erum við því miður sem lið ekki nógu stórir í okkur til eiga við það. Eftir fyrsta markið var skellurinn kannski ekki það mikill og við héldum áfram að gera það sem við gerum en þegar við fáum á okkur vítið þá var leikurinn bara búinn,“ sagði Eiður Smári og á þar við seinna mark KA sem Nökkvi Þeyr skoraði úr vítaspyrnu. Það var allt annað að sjá til FH-inga undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari. Liðið var andlaust eftir seinna mark KA en í upphafi síðari hálfleiks var kraftur í liðinu og FH-ingar voru framan af mun líklegri til að skora þriðja mark leiksins en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Eiður var því eðlilega spurður af því hvað þjálfarateymið gerði til að kveikja í liðinu í leikhléinu. „Ég reyni að tala endalaust og gerði það enda er ég orðinn vel hás. Það sem ég gerði í hálfleik var bara að stappa í stálið hjá þeim því leikurinn er aldrei búinn fyrr en það er flautað af. Við sýndum ágætis kafla í seinni hálfleik og komum út með smá baráttuanda en það var bara ekki nóg. Þegar maður gerir ekki grunnvinnuna sína sem einstaklingur eða sem lið þá koma gæðin ekki í ljós,“ svaraði Eiður. Að lokinni 16. umferð gæti FH verið í fallsæti, eftir því hvernig leikur Leiknis og Keflavík fer annað kvöld. Eftir miklar væntingar í upphafi móts segir Eiður að FH-ingar verða að átta sig hvaða stöðu þeir eru komnir í og snúa saman bökum til að koma sér upp úr volæðinu. „Við þurfum að átta okkur á því í hvaða stöðu við erum og vera raunsæir með það. Við þurfum að sætta okkur við að við erum í þessari stöðu núna en líka átta okkur á því að þetta er í okkar höndum að koma okkur úr þessari stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH. Besta deild karla FH Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Ólafur Jóhannesson stýrði FH á fyrri hluta tímabilsins og var með 0,88 stig á hvern leik áður en honum var vikið úr starfi. Eftir leikslok gegn KA var Eiður Smári spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu sem þjálfari FH. „Er pressa á mér,“ spurði Eiður til baka áður en hann bætti við, „nei, það er pressa á okkur öllum hvort sem það er á liðinu eða þjálfaranum, um leið og við stígum inn á þennan völl. Auðvitað er pressa en við verðum bara að taka á henni og snúa henni við,“ sagði Eiður. Eiði finnst sínir menn vera of fljótir að gefast upp þegar á móti blæs en liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega að hans mati. „Ég verð að koma aftur inn á það sem ég er búinn að vera að segja síðustu vikur, við byrjum leikinn aftur bara fínt. Við sköpum okkur eitt eða tvö góð færi en um leið og þetta gengur ekki upp og við fáum skell með því að fá mark á okkur þá erum við því miður sem lið ekki nógu stórir í okkur til eiga við það. Eftir fyrsta markið var skellurinn kannski ekki það mikill og við héldum áfram að gera það sem við gerum en þegar við fáum á okkur vítið þá var leikurinn bara búinn,“ sagði Eiður Smári og á þar við seinna mark KA sem Nökkvi Þeyr skoraði úr vítaspyrnu. Það var allt annað að sjá til FH-inga undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari. Liðið var andlaust eftir seinna mark KA en í upphafi síðari hálfleiks var kraftur í liðinu og FH-ingar voru framan af mun líklegri til að skora þriðja mark leiksins en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Eiður var því eðlilega spurður af því hvað þjálfarateymið gerði til að kveikja í liðinu í leikhléinu. „Ég reyni að tala endalaust og gerði það enda er ég orðinn vel hás. Það sem ég gerði í hálfleik var bara að stappa í stálið hjá þeim því leikurinn er aldrei búinn fyrr en það er flautað af. Við sýndum ágætis kafla í seinni hálfleik og komum út með smá baráttuanda en það var bara ekki nóg. Þegar maður gerir ekki grunnvinnuna sína sem einstaklingur eða sem lið þá koma gæðin ekki í ljós,“ svaraði Eiður. Að lokinni 16. umferð gæti FH verið í fallsæti, eftir því hvernig leikur Leiknis og Keflavík fer annað kvöld. Eftir miklar væntingar í upphafi móts segir Eiður að FH-ingar verða að átta sig hvaða stöðu þeir eru komnir í og snúa saman bökum til að koma sér upp úr volæðinu. „Við þurfum að átta okkur á því í hvaða stöðu við erum og vera raunsæir með það. Við þurfum að sætta okkur við að við erum í þessari stöðu núna en líka átta okkur á því að þetta er í okkar höndum að koma okkur úr þessari stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH.
Besta deild karla FH Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00