Archer kaupir helming í Jarðborunum Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 09:02 Jarðboranir hf. hafa komið að yfir 300 jarðhitaborholum á síðustu tuttugu árum. Vísir/Vilhelm Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50% hlutafjár í Jarðborunum hf. fyrir 8,25 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 1,13 milljarða íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf. og aðrir innlendir hluthafar. Eftir viðskiptin verða Jarðboranir hf. í jafnri eigu Archer og fjárfestingarfélagsins Kaldbaks ehf., dótturfélags Samherja hf. Jarðboranir hf. hefur meira en sjötíu ára reynslu á sviði borana eftir jarðhita. Salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en þar segir að Archer búi yfir meira en fjögurra áratuga reynslu á sviði borana, þjónustu við olíuleitarfyrirtæki og rannsókna á borholum. Fyrirtækið sé með starfsemi á 45 olíuborpöllum í fjórum heimsálfum og reki 81 færanlegan bor á landi í Suður-Ameríku. Borað yfir 500 borholur hér á landi Fjárfestingu Archer í Jarðborunum hf. er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Níutíu manns starfa hjá Jarðborunum hf. í dag en fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið hafi borað meira en 300 borholur eftir jarðhita á síðustu tuttugu árum og meira en 500 borholur frá árinu 1970. Fyrirtækið, sem er sagt búa að mikilli reynslu við boranir við krefjandi aðstæður á einangruðum svæðum, er nú með starfsemi á Íslandi, Azor-eyjum og Nýja-Sjálandi. Hyggjast nýta færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum Dag Skindlo, forstjóri Archer, segir að jarðvarmi hafi beina skörun og samlegðaráhrif við kjarnaþjónustu Archer. „Jarðvarmamarkaðurinn er hluti af mikilvægustu orkugjöfum framtíðarinnar og á eftir að vaxa verulega á næstu áratugum að mati Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) og annarra sérfræðinga í greininni. Áætlað er að árlegur fjöldi borhola, þar sem borað er eftir jarðhita, muni aukast úr 200 í 700 fyrir árið 2030. Ennfremur mun aukin áhersla á hitaveitur í Evrópu knýja áfram vöxt og tækniframfarir,“ segir Skindlo í tilkynningu. Sérhæfing Archer sé á sviði borana og þjónustu við borholur og hann telji fyrirtækið geta nýtt færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum framtíðarinnar og nýtt alþjóðleg tengsl Archer við vöxt starfsemi á sviði jarðhitaborana. „Við hlökkum til að halda áfram að þróa og stækka Jarðboranir hf. ásamt stjórnendum fyrirtækisins og meðhluthafa okkar, Kaldbaki.“ Vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar við að minnka kolefnislosun Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf., segir það mikla traustsyfirlýsingu fyrir félagið að fá Archer inn í hluthafahópinn. „Við erum ánægð með að Archer, með sína víðtæku reynslu og árangur á alþjóðlega vísu, ætli að styðja okkur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu Jarðborana hf. Samhliða tækniframförum í greininni getum við í sameiningu lagt lóð á vogarskálarnar í að draga úr kolefnislosun. Reynsla Archer og sérþekking mun án nokkurs vafa styrkja Jarðboranir hf.,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu. Kaup og sala fyrirtækja Orkumál Jarðhiti Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Seljendur bréfanna eru SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf. og aðrir innlendir hluthafar. Eftir viðskiptin verða Jarðboranir hf. í jafnri eigu Archer og fjárfestingarfélagsins Kaldbaks ehf., dótturfélags Samherja hf. Jarðboranir hf. hefur meira en sjötíu ára reynslu á sviði borana eftir jarðhita. Salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en þar segir að Archer búi yfir meira en fjögurra áratuga reynslu á sviði borana, þjónustu við olíuleitarfyrirtæki og rannsókna á borholum. Fyrirtækið sé með starfsemi á 45 olíuborpöllum í fjórum heimsálfum og reki 81 færanlegan bor á landi í Suður-Ameríku. Borað yfir 500 borholur hér á landi Fjárfestingu Archer í Jarðborunum hf. er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Níutíu manns starfa hjá Jarðborunum hf. í dag en fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið hafi borað meira en 300 borholur eftir jarðhita á síðustu tuttugu árum og meira en 500 borholur frá árinu 1970. Fyrirtækið, sem er sagt búa að mikilli reynslu við boranir við krefjandi aðstæður á einangruðum svæðum, er nú með starfsemi á Íslandi, Azor-eyjum og Nýja-Sjálandi. Hyggjast nýta færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum Dag Skindlo, forstjóri Archer, segir að jarðvarmi hafi beina skörun og samlegðaráhrif við kjarnaþjónustu Archer. „Jarðvarmamarkaðurinn er hluti af mikilvægustu orkugjöfum framtíðarinnar og á eftir að vaxa verulega á næstu áratugum að mati Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) og annarra sérfræðinga í greininni. Áætlað er að árlegur fjöldi borhola, þar sem borað er eftir jarðhita, muni aukast úr 200 í 700 fyrir árið 2030. Ennfremur mun aukin áhersla á hitaveitur í Evrópu knýja áfram vöxt og tækniframfarir,“ segir Skindlo í tilkynningu. Sérhæfing Archer sé á sviði borana og þjónustu við borholur og hann telji fyrirtækið geta nýtt færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum framtíðarinnar og nýtt alþjóðleg tengsl Archer við vöxt starfsemi á sviði jarðhitaborana. „Við hlökkum til að halda áfram að þróa og stækka Jarðboranir hf. ásamt stjórnendum fyrirtækisins og meðhluthafa okkar, Kaldbaki.“ Vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar við að minnka kolefnislosun Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf., segir það mikla traustsyfirlýsingu fyrir félagið að fá Archer inn í hluthafahópinn. „Við erum ánægð með að Archer, með sína víðtæku reynslu og árangur á alþjóðlega vísu, ætli að styðja okkur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu Jarðborana hf. Samhliða tækniframförum í greininni getum við í sameiningu lagt lóð á vogarskálarnar í að draga úr kolefnislosun. Reynsla Archer og sérþekking mun án nokkurs vafa styrkja Jarðboranir hf.,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu.
Kaup og sala fyrirtækja Orkumál Jarðhiti Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira