Vilja ekki greiða fyrir notkun ganga sem uppfylla ekki öryggiskröfur Bjarki Sigurðsson og Elísabet I. Sigurðardóttir skrifa 8. ágúst 2022 22:45 Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Stöð 2 Líkt og greint hefur verið frá síðustu vikur stefnir innviðaráðuneytið á að hefja gjaldtöku í öllum göngum landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar setur spurningamerki við aðferðafræðina. Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarbæjar árið 2006. Íbúar sveitarfélagsins treysta á notkun jarðganga til þess að ferðast til annarra sveitarfélaga og á milli þéttbýliskjarna. Héðinsfjarðargöng sameina Ólafsfjörð og Siglufjörð en til að komast til Fjallabyggðar þarf að notast við einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng. Mikið ósætti er meðal íbúa sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra aðgerða innviðaráðuneytisins. „Ég held að fólk sé fyrst og fremst ósátt við það að þurfa að borga fyrir daglegar ferðir sínar á milli byggðakjarna og þjónustukjarna. Hér í utanverðum Eyjafirði erum við í margvíslegu sambandi á milli, bæði innan Fjallabyggðar sem er sjálfsagt, síðan höfum við líka með samstarf við nágranna okkar. Ég held að fólk svíði það að þurfa að borga fyrir það að einfaldlega lifa lífinu,“ segir Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar, í samtali við fréttastofu. Hann segir íbúa alveg gera sér grein fyrir því að ekkert í lífinu sé ókeypis. Þó setji hann spurningarmerki við aðferðarfræðina á bak við gjaldtökuna. „Við þekkjum það kannski betur heldur en margir hversu mikilvægt það er að hafa samgöngur. Við sjáum alveg fyrir okkur að það þurfi að fara í innviðafjárfestingar og við fögnum því mjög að ríkisvaldið sé að fara í þessa átt. […] Eðlilegast væri hreinlega að allir íbúar landsins bæru ábyrgð á samfélagslega verkefninu sem innviðauppbygging er,“ segir Guðjón. Íbúar eru þá einnig ósáttir við það að þurfa að greiða fyrir notkun á göngum sem uppfylla ekki öryggiskröfur. Í Strákagöngum er til dæmis ekki símasamband, göngin eru einbreið líkt og Múlagöng og ekkert eldvarnakerfi er til staðar. Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarbæjar árið 2006. Íbúar sveitarfélagsins treysta á notkun jarðganga til þess að ferðast til annarra sveitarfélaga og á milli þéttbýliskjarna. Héðinsfjarðargöng sameina Ólafsfjörð og Siglufjörð en til að komast til Fjallabyggðar þarf að notast við einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng. Mikið ósætti er meðal íbúa sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra aðgerða innviðaráðuneytisins. „Ég held að fólk sé fyrst og fremst ósátt við það að þurfa að borga fyrir daglegar ferðir sínar á milli byggðakjarna og þjónustukjarna. Hér í utanverðum Eyjafirði erum við í margvíslegu sambandi á milli, bæði innan Fjallabyggðar sem er sjálfsagt, síðan höfum við líka með samstarf við nágranna okkar. Ég held að fólk svíði það að þurfa að borga fyrir það að einfaldlega lifa lífinu,“ segir Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar, í samtali við fréttastofu. Hann segir íbúa alveg gera sér grein fyrir því að ekkert í lífinu sé ókeypis. Þó setji hann spurningarmerki við aðferðarfræðina á bak við gjaldtökuna. „Við þekkjum það kannski betur heldur en margir hversu mikilvægt það er að hafa samgöngur. Við sjáum alveg fyrir okkur að það þurfi að fara í innviðafjárfestingar og við fögnum því mjög að ríkisvaldið sé að fara í þessa átt. […] Eðlilegast væri hreinlega að allir íbúar landsins bæru ábyrgð á samfélagslega verkefninu sem innviðauppbygging er,“ segir Guðjón. Íbúar eru þá einnig ósáttir við það að þurfa að greiða fyrir notkun á göngum sem uppfylla ekki öryggiskröfur. Í Strákagöngum er til dæmis ekki símasamband, göngin eru einbreið líkt og Múlagöng og ekkert eldvarnakerfi er til staðar.
Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10
Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04