Þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Hollendingsins Erik ten Hag og ný reynir á hann að snúa við gengi liðsins en ástandið minnir strax mikið á vonbrigðin frá því í fyrravetur.
Lack of self belief cost Man Utd, says Ten Hag https://t.co/DoVNmipWk9 pic.twitter.com/JcdpJW8igt
— Reuters (@Reuters) August 8, 2022
Knattspyrnustjórinn sjálfur talaði um það eftir leikinn að leikmenn liðsins skorti sjálfstraust sem er sérstakt enda á ferðinni margir af launahæstu leikmönnum deildarinnar.
„Við byrjuðum leikinn vel en síðan gáfum við eftir, misstum trúna og gerðum mistök sem mótherjinn okkar refsaði okkur fyrir,“ sagði Erik ten Hag.
Adrien Rabiot joins plus the man to add 'self belief' Manchester United lack in new look line-up under Erik ten Hag #MUFC https://t.co/kk9KzOGItm
— talkSPORT (@talkSPORT) August 9, 2022
„Ég get skilið að liðið skorti sjálfstraust eftir síðasta tímabil en það er algjör óþarfi. Þeir eru góðir leikmenn og sjálfstraust á að koma frá þér sjálfum,“ sagði Ten Hag.
„Ég vissi að þetta gæti gerst en við hefðum átt að gera betur, það er á hreinu. Þetta mun heldur ekki lagast yfir nóttu. Í þessum leik áttum við okkar versta kafla í fyrri hálfleik og við verðum að læra af því. Það er líka á hreinu,“ sagði Ten Hag.