Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2022 10:01 Andri Þór Helgason lék einkar vel seinni hluta síðasta tímabils. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið endi því í sama sæti þriðja árið í röð. Síðan Grótta kom aftur upp í Olís-deildina hefur liðið haldið sér sannfærandi uppi og á síðasta tímabili voru Seltirningar hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Skömmu eftir að síðasta tímabili lauk hætti Arnar Daði Arnarsson óvænt sem þjálfari Gróttu eftir þriggja ára starf. Við af honum tók Róbert Gunnarsson. Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarf silfurdrengsins og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum reiðir af í því. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Gróttu í sumar. Ólafur Brim Stefánsson skilur eftir sig stórt skarð í vörn og sókn en tveir bestu menn Seltirninga á síðasta tímabili verða áfram hjá liðinu; markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson og Birgir Steinn Jónsson sem var einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar. Birgir er upphaf og endir alls í sóknarleik Seltirninga en vonandi fyrir þá getur Theis Koch Søndergård, sem Grótta fékk á láni frá Álaborg, létt aðeins undir með honum. Grótta ætti að geta gert atlögu að sæti í úrslitakeppninni og það er væntanlega markmiðið eftir að hafa fest sig í sessi í deild þeirra bestu. Líklega er þó öruggast að setja aurinn sinn á að Seltirningar endi í 10. sætinu sínu. Gengi Gróttu undanfarinn áratug 2021-22: 10. sæti 2020-21: 10. sæti 2019-20: 3. sæti (B-deild) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti) Lykilmaðurinn Birgir Steinn Jónsson var besti leikmaður Gróttu á síðasta tímabili, bæði í vörn og sókn.vísir/hulda margrét Ein bestu félagaskipti síðustu ára í íslenskum handbolta voru þegar Grótta fékk Birgi Stein Jónsson fyrir tveimur árum. Hann hefur fengið mikla ábyrgð á Nesinu sem hefur heldur betur valdeflt hann. Birgir var meðal hæstu manna í mörkum og stoðsendingum á síðasta tímabili og besti varnarmaður Olís-deildarinnar samkvæmt tölfræði HB Statz. Grótta heldur honum ekki endalaust og verður að reyna að hámarka árangur sinn meðan Birgir er í bláu treyjunni. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Theis Koch Søndergård frá Álaborg (á láni) Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Val Elvar Otri Hjálmarsson frá Fjölni Jóel Bernburg frá Val (á láni) Farnir: Ívar Logi Styrmisson til Fram Ólafur Brim Stefánsson til Fram Sveinn Brynjar Agnarsson til ÍR (úr láni) Igor Mrsulja til Víkings Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Grótta spilaði ekki með örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan á síðasta tímabili og þótt Daníel Örn Griffin sé kominn aftur úr erfiðum meiðslum er hægri skyttustaðan sú veikasta hjá Gróttu. Þótt Halldór Ingólfsson sé þekktastur fyrir afrek sín með Haukum er hann uppalinn á Nesinu og myndi eflaust nýtast þessu Gróttuliði stórvel. Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið endi því í sama sæti þriðja árið í röð. Síðan Grótta kom aftur upp í Olís-deildina hefur liðið haldið sér sannfærandi uppi og á síðasta tímabili voru Seltirningar hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Skömmu eftir að síðasta tímabili lauk hætti Arnar Daði Arnarsson óvænt sem þjálfari Gróttu eftir þriggja ára starf. Við af honum tók Róbert Gunnarsson. Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarf silfurdrengsins og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum reiðir af í því. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Gróttu í sumar. Ólafur Brim Stefánsson skilur eftir sig stórt skarð í vörn og sókn en tveir bestu menn Seltirninga á síðasta tímabili verða áfram hjá liðinu; markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson og Birgir Steinn Jónsson sem var einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar. Birgir er upphaf og endir alls í sóknarleik Seltirninga en vonandi fyrir þá getur Theis Koch Søndergård, sem Grótta fékk á láni frá Álaborg, létt aðeins undir með honum. Grótta ætti að geta gert atlögu að sæti í úrslitakeppninni og það er væntanlega markmiðið eftir að hafa fest sig í sessi í deild þeirra bestu. Líklega er þó öruggast að setja aurinn sinn á að Seltirningar endi í 10. sætinu sínu. Gengi Gróttu undanfarinn áratug 2021-22: 10. sæti 2020-21: 10. sæti 2019-20: 3. sæti (B-deild) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti) Lykilmaðurinn Birgir Steinn Jónsson var besti leikmaður Gróttu á síðasta tímabili, bæði í vörn og sókn.vísir/hulda margrét Ein bestu félagaskipti síðustu ára í íslenskum handbolta voru þegar Grótta fékk Birgi Stein Jónsson fyrir tveimur árum. Hann hefur fengið mikla ábyrgð á Nesinu sem hefur heldur betur valdeflt hann. Birgir var meðal hæstu manna í mörkum og stoðsendingum á síðasta tímabili og besti varnarmaður Olís-deildarinnar samkvæmt tölfræði HB Statz. Grótta heldur honum ekki endalaust og verður að reyna að hámarka árangur sinn meðan Birgir er í bláu treyjunni. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Theis Koch Søndergård frá Álaborg (á láni) Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Val Elvar Otri Hjálmarsson frá Fjölni Jóel Bernburg frá Val (á láni) Farnir: Ívar Logi Styrmisson til Fram Ólafur Brim Stefánsson til Fram Sveinn Brynjar Agnarsson til ÍR (úr láni) Igor Mrsulja til Víkings Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Grótta spilaði ekki með örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan á síðasta tímabili og þótt Daníel Örn Griffin sé kominn aftur úr erfiðum meiðslum er hægri skyttustaðan sú veikasta hjá Gróttu. Þótt Halldór Ingólfsson sé þekktastur fyrir afrek sín með Haukum er hann uppalinn á Nesinu og myndi eflaust nýtast þessu Gróttuliði stórvel.
2021-22: 10. sæti 2020-21: 10. sæti 2019-20: 3. sæti (B-deild) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti)
Komnir: Theis Koch Søndergård frá Álaborg (á láni) Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Val Elvar Otri Hjálmarsson frá Fjölni Jóel Bernburg frá Val (á láni) Farnir: Ívar Logi Styrmisson til Fram Ólafur Brim Stefánsson til Fram Sveinn Brynjar Agnarsson til ÍR (úr láni) Igor Mrsulja til Víkings Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00