Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:10 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, telur ólíklegt að til átaka komi en að Kínverjar séu að sýna hernaðarlegan mátt sinn og mikilvægi Taívan í þeirra augum. Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. Óhætt er að segja að spenna á milli Kína og Taívan hafi farið stigvaxandi eftir heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til eyjunnar. Kínverjar hafa haldið úti umfangsmiklum heræfingum við strendur Taívan og taívanski herinn hóf einnig æfingar í nótt. „Taívan skiptir kínverska kommúnistaflokkinn feikilega miklu máli,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, sem bendir á að Kínverjar séu nú að undirstrika það. Í stuttu máli líta Kínverjar á Taívan sem hluta landsins en þar hefur þó verið sjálfstjórn frá árinu 1949 þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. „Taívan er eitur í beinum Kínastjórnar vegna þess að þar er lýðræði og efnahagsleg velmegun. Þar er skýr valkostur við einræðið í Kína og hættuleg fyrirmynd í augum kínverska kommúnistaflokksins,“ segir Albert. „Og síðan tengist Taívan vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna í heiminum. Samkeppni sem á eftir að harðna og verða líklega ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum af því Kína er rísandi stórveldi.“ Kínverskur hermaður flýgur orrustuþotu í grennd við Taívan.vísir/AP Aukinn hernaðarmáttur Kínverja er ein birtingarmynd þeirrar samkeppni. „Flotinn og hátæknivopnin. Þeir eru nú að sýna hann,“ segir Albert. „Og um leið hafa menn auðvitað áhyggjur af því að þarna verði til spennufylltar aðstæður, þar sem hvorki Kína eða Taívan eða Bandaríkin ætla sér í stríð. En spennuþrungnar aðstæður þar sem einhver mistök geta búið til neista sem setur eitthvað bál í gang.“ Átök hefðu gríðarlegar afleiðingar Á þessu stigi sé almennt talið ólíklegt að til átaka komi. Fari svo telur Albert þó líklegt að Bandaríkin dragist þar inn í. „Meðal annars vegna samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða pólitísku og efnahagslegu afleiðingar það hefði í heiminum, stórveldastríð á Kyrrahafi og í Austur Asíu. Og auðvitað er þá hætta á frekari stigmögnun. Bandaríkin og Kína eru auðvitað kjarnavopnaveldi. En eins og ég segi, almennt eru ekki taldar líkur á að það komi til átaka vegna Taívan,“ segir Albert. Kínverjar eigi marga valkosti. „Nú eru þeir að sýna mátt sinn og undirstrika hvað þeir meina og hvernig þeir líta á Taívan. Þeir hafa ýmsa efnahagslega möguleika og þeir gætu hugsanlega króað Taívan af á hafinu og látið reyna á vilja Bandaríkjanna og reynt auðmýkja Bandaríkin. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu en stríð.“ Taívan Kína Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Óhætt er að segja að spenna á milli Kína og Taívan hafi farið stigvaxandi eftir heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til eyjunnar. Kínverjar hafa haldið úti umfangsmiklum heræfingum við strendur Taívan og taívanski herinn hóf einnig æfingar í nótt. „Taívan skiptir kínverska kommúnistaflokkinn feikilega miklu máli,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, sem bendir á að Kínverjar séu nú að undirstrika það. Í stuttu máli líta Kínverjar á Taívan sem hluta landsins en þar hefur þó verið sjálfstjórn frá árinu 1949 þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. „Taívan er eitur í beinum Kínastjórnar vegna þess að þar er lýðræði og efnahagsleg velmegun. Þar er skýr valkostur við einræðið í Kína og hættuleg fyrirmynd í augum kínverska kommúnistaflokksins,“ segir Albert. „Og síðan tengist Taívan vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna í heiminum. Samkeppni sem á eftir að harðna og verða líklega ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum af því Kína er rísandi stórveldi.“ Kínverskur hermaður flýgur orrustuþotu í grennd við Taívan.vísir/AP Aukinn hernaðarmáttur Kínverja er ein birtingarmynd þeirrar samkeppni. „Flotinn og hátæknivopnin. Þeir eru nú að sýna hann,“ segir Albert. „Og um leið hafa menn auðvitað áhyggjur af því að þarna verði til spennufylltar aðstæður, þar sem hvorki Kína eða Taívan eða Bandaríkin ætla sér í stríð. En spennuþrungnar aðstæður þar sem einhver mistök geta búið til neista sem setur eitthvað bál í gang.“ Átök hefðu gríðarlegar afleiðingar Á þessu stigi sé almennt talið ólíklegt að til átaka komi. Fari svo telur Albert þó líklegt að Bandaríkin dragist þar inn í. „Meðal annars vegna samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða pólitísku og efnahagslegu afleiðingar það hefði í heiminum, stórveldastríð á Kyrrahafi og í Austur Asíu. Og auðvitað er þá hætta á frekari stigmögnun. Bandaríkin og Kína eru auðvitað kjarnavopnaveldi. En eins og ég segi, almennt eru ekki taldar líkur á að það komi til átaka vegna Taívan,“ segir Albert. Kínverjar eigi marga valkosti. „Nú eru þeir að sýna mátt sinn og undirstrika hvað þeir meina og hvernig þeir líta á Taívan. Þeir hafa ýmsa efnahagslega möguleika og þeir gætu hugsanlega króað Taívan af á hafinu og látið reyna á vilja Bandaríkjanna og reynt auðmýkja Bandaríkin. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu en stríð.“
Taívan Kína Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira