Veggjald í jarðgöngum, hvenær og hvenær ekki? Eða eru þau öll eins? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 9. ágúst 2022 14:00 Segjum sem svo að yfirvöld myndu ákveða að setja vissa upphæð í jarðgangagerð á ári hverju. Gefum okkur að þessi upphæð nægði til að grafa 1 km af jarðgöngum ár hvert. Á sex ára tímabili væri því hægt að fjármagna 6 km göng og að þeim tíma liðnum væri hægt að snúa sér að næstu göngum. Með þessu fyrirkomulagi myndi ganga heldur hægt að framkvæma allt það sem mikil þörf er fyrir um allt land. Hvaða áhrif myndi það hafa ef lagt væri á hóflegt veggjald þegar ný göng opnuðu og þær tekjur notaðar til frekari gangagerðar? T.d. í 20 ár? Ef slík veggjöld myndu almennt gefa til baka helming framkvæmdakostnaðar þá væri hægt að framkvæma tvöfalt meira í jarðgangagerð. Grafa 2 km af jarðgöngum á ári í stað 1 km. Ef veggjöld gæfu til baka 75% framkvæmdakostnaðar þá væri hægt að fara fjórfalt hraðar, grafa 4 km á ári. 1 km á ári yrði áfram fjármagnaður beint úr ríkissjóði en veggjöld fjármögnuðu 3 km. Með veggjöldum er því hægt að gera miklu meira en ella og bæta aðstæður samfélaga mun fyrr og hraðar en án gjalda. Að tuttugu árum liðnum stæði eftir gjaldfrjálst samgöngumannvirki sem hefði enn meiri jákvæð áhrif á samfélagið en á gjaldtökutímanum. Mannvirki sem hefði tafist um ár og áratugi ef ekki hefði verið tekið veggjald. En er þá hægt að setja á bara eitthvert veggjald í jarðgöngum? Eru öll göng eins hvað gjaldtöku varðar? Má hafa jarðgöng í fyrstu gjaldfrjáls og setja síðan á veggjald mörgum árum eða áratugum seinna? Hér er líka gagnlegt að hafa í huga að sum jarðgöng eru eina leiðin en önnur göng búa til nýjan valkost, þ.e. hægt er að fara áfram gömlu leiðina fyrir þá sem vilja. Má setja gjald í göngum sem eru eina leiðin? Það er vandasamt að ákveða veggjald. Veggjaldið þarf að vera hóflegt, það þarf að vera þannig að meginþorri umferðarinnar sé tilbúinn að greiða það. Það er misskilningur að hærra veggjald gefi í öllum tilfellum meiri tekjur en lægra því við ákveðið gjald eru tekjur í hámarki og ef gjaldið er hækkað eftir það lækka tekjurnar því að færri vilja þá kaupa sig í gegn. Það ætti að vera í lagi að leggja á veggjald í göngum sem eru eina leiðin (gömlu leiðinni lokað) ef nýja leiðin hefur ávinning fyrir vegfarendur, aukið öryggi, vegstyttingu eða styttri ferðatími. Flest jarðgöng á Íslandi falla undir að vera eina leiðin þótt mörkin séu ekki alltaf skýr. Það er þó varla verjandi að hefja gjaldtöku ef mjög langt er síðan göngin voru gerð. Hér má nefna fyrstu göngin í jarðgangaátaki Íslendinga, Múlagöng. Múlagöngin uku öryggi vegfarenda og styttu leiðina aðeins.Líklega hefðu vegfarendur sætt sig við að greiða hæfilegt veggjald frá byrjun. Raunveruleiki vegfarenda var að aka Ólafsfjarðarmúlann og eftirsóknarvert var að komast í göngin í staðinn. En sjálfvirk innheimtutækni var ekki í boði á þessum tíma (1990) og umferð var það lítil að gjaldtakan hefði varla svarað kostnaði. En er í lagi að setja á veggjald nú í Múlagöngum? Raunveruleiki núverandi vegfarenda er að aka einbreið Múlagöng, stundum yfirfull af bílum með tilheyrandi töfum. Gamli vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er ekki lengur til og flestum núverandi vegfarendum ókunnur. Ef vegfarandi væri spurður nú hvort hann væri ekki til í að borga smá veggjald væri svarið ekki: jú því göngin eru betri en gamli Ólafsfjarðarmúlinn. Svarið væri miklu heldur: minn raunveruleiki er að aka þessa leið gjaldfrjálst, ég þekki ekkert annað, lífskjör mín versna ef gjald er sett á, ef það væri gjaldtaka ætti ég líklega ekki einu sinni heima hér.Af þessum sökum er varla réttlætanlegt að setja nú á veggjald í Múlagöngum. Múlagöng eru auk þess orðin úrelt mannvirki og af þeirri ástæðu einni er vandséð að forsvaranlegt sé að taka í þeim veggjald. Það væri eins og að taka upp veggjald á 30 ára einbreiðri brú.Sama á meira og minna við varðandi Breiðadals- og Botnsheiðargöng. Í öðrum jarðgöngum á Íslandi sem eru yngri, tvíbreið og góð mannvirki mætti taka eitthvert veggjald í samræmi við breytinguna sem jarðgöngin ollu. Auðvitað mun slík gjaldtaka valda gremju á viðkomandi stöðum, því meiri sem lengra er um liðið síðan göngin komust í gagnið. Það er skiljanlegt af þeim ástæðum sem hér að ofan voru nefndar, fólk er löngu búið að stilla lífs sitt miðað við gjaldfrjáls göng. Því þarf sérstaklega að huga að hófsemd í slíkri gjaldtöku og því meiri hófsemd sem lengra er frá opnun ganganna. Almannaskarðsgöngin voru fyrstu jarðgöngin sem opnuðu á nýrri öld. Þau eru búin að vera gjaldfrjáls síðan 2005. Göngin styttu leiðina nánast ekkert en leystu af hættulegan veg með 17% brekku. Göngin bættu því óneitanlega aðstæður vegfarenda. En með hliðsjón af lítilli vegstyttingu og 17 árum án gjaldtöku er varla hægt að rökstyðja veggjald nú í þessum göngum nema það sé mjög lágt, 100-200 kr. Það er því spurning hvort það taki því að vera með gjaldtöku í Almannaskarðsgöngum. Fáskrúðsfjarðargöng opnuðu einnig 2005, þau styttu leiðina um 34 km (30 km frá Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar). Við opnun hefði verið hægt að taka töluvert veggjald en það var ekki gert. Það er hægt að hefja gjaldtöku í þessum göngum.Vegstyttingin gefur tilefni til 1.500 – 2.500 kr veggjalds á fólksbíla. En þar sem langt er síðan þau voru gerð þarf að gæta hófs eins og áður var nefnt og væri því helmingi lægri tala meira við hæfi, jafnvel enn lægri. Styttra er síðan flest önnur göng opnuðu og þar væri hægt að taka hóflegt veggjald en í öllum tilfellum má gjaldið ekki vera hærra en svo að vegfarendur hafi ávinning af því að greiða það í stað þess að fara gömlu leiðina. Hvalfjarðargöng eru sérstakt tilfelli þegar rætt er um víðtæka gjaldtöku í öllum jarðgöngum.Eins og alþjóð veit eru vegfarendur þegar búnir að greiða fyrir þau göng. Því er varla réttlætanlegt að láta þá greiða meira, eða hvað? Einu rökin sem í fljótu bragði er hægt að finna til að réttlæta gjaldtöku á ný í Hvalfjarðargöngum er að enn er eftir að endurgreiða skattgreiðendum vegina sem voru gerðir gagngert fyrir göngin. Þeir voru gerðir af ríkinu og kostuðu um 900 Mkr á sínum tíma sem samsvarar um 2,5 Gkr á núverandi verðlagi. Í Vaðlaheiðargöngum var kostnaður við vegagerð inni í heildarkostnaðinum sem veggjald átti að greiða til baka. Veggjald í Hvalfirði yrði þó fljótt að greiða upp þessa upphæð.Hins vegar liggur fyrir að á einhverjum tímapunkti þarf að tvöfalda Hvalfjarðargöng og þá liggur beint við að taka gjaldtöku upp aftur. Í mögulegri gjaldtöku í göngum sem þegar hafa verið opnuð er því hófsemd lykilatriði sem og að horfa til hverra ganga fyrir sig. Þau eru eins ólík eins og þau eru mörg. Höfundur er lektor við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Byggðamál Vegagerð Vegtollar Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Segjum sem svo að yfirvöld myndu ákveða að setja vissa upphæð í jarðgangagerð á ári hverju. Gefum okkur að þessi upphæð nægði til að grafa 1 km af jarðgöngum ár hvert. Á sex ára tímabili væri því hægt að fjármagna 6 km göng og að þeim tíma liðnum væri hægt að snúa sér að næstu göngum. Með þessu fyrirkomulagi myndi ganga heldur hægt að framkvæma allt það sem mikil þörf er fyrir um allt land. Hvaða áhrif myndi það hafa ef lagt væri á hóflegt veggjald þegar ný göng opnuðu og þær tekjur notaðar til frekari gangagerðar? T.d. í 20 ár? Ef slík veggjöld myndu almennt gefa til baka helming framkvæmdakostnaðar þá væri hægt að framkvæma tvöfalt meira í jarðgangagerð. Grafa 2 km af jarðgöngum á ári í stað 1 km. Ef veggjöld gæfu til baka 75% framkvæmdakostnaðar þá væri hægt að fara fjórfalt hraðar, grafa 4 km á ári. 1 km á ári yrði áfram fjármagnaður beint úr ríkissjóði en veggjöld fjármögnuðu 3 km. Með veggjöldum er því hægt að gera miklu meira en ella og bæta aðstæður samfélaga mun fyrr og hraðar en án gjalda. Að tuttugu árum liðnum stæði eftir gjaldfrjálst samgöngumannvirki sem hefði enn meiri jákvæð áhrif á samfélagið en á gjaldtökutímanum. Mannvirki sem hefði tafist um ár og áratugi ef ekki hefði verið tekið veggjald. En er þá hægt að setja á bara eitthvert veggjald í jarðgöngum? Eru öll göng eins hvað gjaldtöku varðar? Má hafa jarðgöng í fyrstu gjaldfrjáls og setja síðan á veggjald mörgum árum eða áratugum seinna? Hér er líka gagnlegt að hafa í huga að sum jarðgöng eru eina leiðin en önnur göng búa til nýjan valkost, þ.e. hægt er að fara áfram gömlu leiðina fyrir þá sem vilja. Má setja gjald í göngum sem eru eina leiðin? Það er vandasamt að ákveða veggjald. Veggjaldið þarf að vera hóflegt, það þarf að vera þannig að meginþorri umferðarinnar sé tilbúinn að greiða það. Það er misskilningur að hærra veggjald gefi í öllum tilfellum meiri tekjur en lægra því við ákveðið gjald eru tekjur í hámarki og ef gjaldið er hækkað eftir það lækka tekjurnar því að færri vilja þá kaupa sig í gegn. Það ætti að vera í lagi að leggja á veggjald í göngum sem eru eina leiðin (gömlu leiðinni lokað) ef nýja leiðin hefur ávinning fyrir vegfarendur, aukið öryggi, vegstyttingu eða styttri ferðatími. Flest jarðgöng á Íslandi falla undir að vera eina leiðin þótt mörkin séu ekki alltaf skýr. Það er þó varla verjandi að hefja gjaldtöku ef mjög langt er síðan göngin voru gerð. Hér má nefna fyrstu göngin í jarðgangaátaki Íslendinga, Múlagöng. Múlagöngin uku öryggi vegfarenda og styttu leiðina aðeins.Líklega hefðu vegfarendur sætt sig við að greiða hæfilegt veggjald frá byrjun. Raunveruleiki vegfarenda var að aka Ólafsfjarðarmúlann og eftirsóknarvert var að komast í göngin í staðinn. En sjálfvirk innheimtutækni var ekki í boði á þessum tíma (1990) og umferð var það lítil að gjaldtakan hefði varla svarað kostnaði. En er í lagi að setja á veggjald nú í Múlagöngum? Raunveruleiki núverandi vegfarenda er að aka einbreið Múlagöng, stundum yfirfull af bílum með tilheyrandi töfum. Gamli vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er ekki lengur til og flestum núverandi vegfarendum ókunnur. Ef vegfarandi væri spurður nú hvort hann væri ekki til í að borga smá veggjald væri svarið ekki: jú því göngin eru betri en gamli Ólafsfjarðarmúlinn. Svarið væri miklu heldur: minn raunveruleiki er að aka þessa leið gjaldfrjálst, ég þekki ekkert annað, lífskjör mín versna ef gjald er sett á, ef það væri gjaldtaka ætti ég líklega ekki einu sinni heima hér.Af þessum sökum er varla réttlætanlegt að setja nú á veggjald í Múlagöngum. Múlagöng eru auk þess orðin úrelt mannvirki og af þeirri ástæðu einni er vandséð að forsvaranlegt sé að taka í þeim veggjald. Það væri eins og að taka upp veggjald á 30 ára einbreiðri brú.Sama á meira og minna við varðandi Breiðadals- og Botnsheiðargöng. Í öðrum jarðgöngum á Íslandi sem eru yngri, tvíbreið og góð mannvirki mætti taka eitthvert veggjald í samræmi við breytinguna sem jarðgöngin ollu. Auðvitað mun slík gjaldtaka valda gremju á viðkomandi stöðum, því meiri sem lengra er um liðið síðan göngin komust í gagnið. Það er skiljanlegt af þeim ástæðum sem hér að ofan voru nefndar, fólk er löngu búið að stilla lífs sitt miðað við gjaldfrjáls göng. Því þarf sérstaklega að huga að hófsemd í slíkri gjaldtöku og því meiri hófsemd sem lengra er frá opnun ganganna. Almannaskarðsgöngin voru fyrstu jarðgöngin sem opnuðu á nýrri öld. Þau eru búin að vera gjaldfrjáls síðan 2005. Göngin styttu leiðina nánast ekkert en leystu af hættulegan veg með 17% brekku. Göngin bættu því óneitanlega aðstæður vegfarenda. En með hliðsjón af lítilli vegstyttingu og 17 árum án gjaldtöku er varla hægt að rökstyðja veggjald nú í þessum göngum nema það sé mjög lágt, 100-200 kr. Það er því spurning hvort það taki því að vera með gjaldtöku í Almannaskarðsgöngum. Fáskrúðsfjarðargöng opnuðu einnig 2005, þau styttu leiðina um 34 km (30 km frá Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar). Við opnun hefði verið hægt að taka töluvert veggjald en það var ekki gert. Það er hægt að hefja gjaldtöku í þessum göngum.Vegstyttingin gefur tilefni til 1.500 – 2.500 kr veggjalds á fólksbíla. En þar sem langt er síðan þau voru gerð þarf að gæta hófs eins og áður var nefnt og væri því helmingi lægri tala meira við hæfi, jafnvel enn lægri. Styttra er síðan flest önnur göng opnuðu og þar væri hægt að taka hóflegt veggjald en í öllum tilfellum má gjaldið ekki vera hærra en svo að vegfarendur hafi ávinning af því að greiða það í stað þess að fara gömlu leiðina. Hvalfjarðargöng eru sérstakt tilfelli þegar rætt er um víðtæka gjaldtöku í öllum jarðgöngum.Eins og alþjóð veit eru vegfarendur þegar búnir að greiða fyrir þau göng. Því er varla réttlætanlegt að láta þá greiða meira, eða hvað? Einu rökin sem í fljótu bragði er hægt að finna til að réttlæta gjaldtöku á ný í Hvalfjarðargöngum er að enn er eftir að endurgreiða skattgreiðendum vegina sem voru gerðir gagngert fyrir göngin. Þeir voru gerðir af ríkinu og kostuðu um 900 Mkr á sínum tíma sem samsvarar um 2,5 Gkr á núverandi verðlagi. Í Vaðlaheiðargöngum var kostnaður við vegagerð inni í heildarkostnaðinum sem veggjald átti að greiða til baka. Veggjald í Hvalfirði yrði þó fljótt að greiða upp þessa upphæð.Hins vegar liggur fyrir að á einhverjum tímapunkti þarf að tvöfalda Hvalfjarðargöng og þá liggur beint við að taka gjaldtöku upp aftur. Í mögulegri gjaldtöku í göngum sem þegar hafa verið opnuð er því hófsemd lykilatriði sem og að horfa til hverra ganga fyrir sig. Þau eru eins ólík eins og þau eru mörg. Höfundur er lektor við HA.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun