„Áttum að vinna leikinn en heppnin var ekki með okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. ágúst 2022 22:25 Kristján var svekktur með stigið eftir leik Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna hjá sínum konum og var því súr með að hafa aðeins fengið eitt stig gegn Breiðabliki í fjögurra marka jafntefli. „Út frá leiknum sjálfum vorum við með yfirburði og áttum að vinna leikinn en heppnin var ekki með okkur. Við sköpuðum fullt af færum til að skora fleiri mörk en við tökum stigið,“ sagði Kristján Guðmundsson eftir leik. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill og fengu bæði lið fá færi og var staðan markalaus í hálfleik og fannst Kristjáni Stjarnan hafa komið Breiðabliki á óvart. „Mér fannst fyrri hálfleikur allt í lagi. Mér fannst við hafa komið þeim á óvart með öflugum leik og síðan færðum við okkur framar á völlinn í síðari hálfleik sem kom þeim einnig á óvart. Ég vil hrósa leikmönnunum mínum fyrir leikinn og þá sérstaklega síðari hálfleik þar sem við löbbuðum yfir Blikana,“ sagði Kristján og hélt áfram að hrósa sínu liði. „Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur og þar hefðu bæði liðin með heppni getað skorað mark. Við tókum yfir seinni hálfleikinn og þá megum við ekki fá á okkur tvö mörk. Það kom kafli eftir að við komumst yfir sem við vorum titrandi og við hefðum átt að gera betur í að halda forystunni.“ Það er stutt í næsta leik hjá Stjörnunni en næsti leikur Stjörnunnar er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem liðið fær Val í heimsókn næsta föstudag. „Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur eftir þennan leik. Við gerðum jafntefli við Val um daginn og ég vona að heppnin verði með okkur í liði. Ég geri ráð fyrir að við munum halda áfram að spila okkar flotta fótbolta,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum. Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira
„Út frá leiknum sjálfum vorum við með yfirburði og áttum að vinna leikinn en heppnin var ekki með okkur. Við sköpuðum fullt af færum til að skora fleiri mörk en við tökum stigið,“ sagði Kristján Guðmundsson eftir leik. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill og fengu bæði lið fá færi og var staðan markalaus í hálfleik og fannst Kristjáni Stjarnan hafa komið Breiðabliki á óvart. „Mér fannst fyrri hálfleikur allt í lagi. Mér fannst við hafa komið þeim á óvart með öflugum leik og síðan færðum við okkur framar á völlinn í síðari hálfleik sem kom þeim einnig á óvart. Ég vil hrósa leikmönnunum mínum fyrir leikinn og þá sérstaklega síðari hálfleik þar sem við löbbuðum yfir Blikana,“ sagði Kristján og hélt áfram að hrósa sínu liði. „Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur og þar hefðu bæði liðin með heppni getað skorað mark. Við tókum yfir seinni hálfleikinn og þá megum við ekki fá á okkur tvö mörk. Það kom kafli eftir að við komumst yfir sem við vorum titrandi og við hefðum átt að gera betur í að halda forystunni.“ Það er stutt í næsta leik hjá Stjörnunni en næsti leikur Stjörnunnar er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem liðið fær Val í heimsókn næsta föstudag. „Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur eftir þennan leik. Við gerðum jafntefli við Val um daginn og ég vona að heppnin verði með okkur í liði. Ég geri ráð fyrir að við munum halda áfram að spila okkar flotta fótbolta,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum.
Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira