Elín Metta: Vorkenni Pétri að þurfa að velja liðið Atli Arason skrifar 9. ágúst 2022 22:30 Elín Metta, leikmaður Vals. Vísir/Vilhelm Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen minnti heldur betur á sig þegar hún skoraði þriðja mark Vals í 0-5 sigri í Keflavík. Markið skoraði Elin eftir að hafa verið inn á leikvellinum í rétt rúma mínútu. Elín Metta byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 63. mínútu leiksins og skoraði á þeirri 64. Elín er að komast aftur í sitt besta form eftir meiðsli og veikindi en hún finnur til með Pétri þjálfara. „Pétur ákveður hvernig liðið er. Við erum með fáránlega marga góða leikmenn þannig ég vorkenni honum að þurfa að velja liðið,“ sagði Elín Metta í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér finnst ég vera í góðu formi, það er gaman að geta komið inn á og hjálpað liðinu þannig. svo þegar ég er tilbúin í meira þá verð ég alveg klár fyrir það,“ bætti hún við. Þriðja mark Vals sem Elín skoraði var afar laglegt en Elín skoraði það með sínum fyrstu snertingum í leiknum. „Lára spilaði frekar góðum bolta inn í gegn á mig og ég náði að koma boltanum í netið. Ég tók smá séns með því að vippa boltanum yfir markvörðinn, ég fékk fyrst smá í magan en hann fór sem betur fer í netið,“ sagði Elín með stórt bros á vör. Eins og stundum áður þá var hávaðarok í Keflavík sem hafði töluvert áhrif á leikinn en Elín gat alls ekki kvartað. „þetta er uppáhalds veðrið mitt að spila fótbolta í. Smá rigning og svona baráttu vindur þar sem maður þarf að hafa fyrir hlutunum, það er skemmtilegt.“ „Það hjálpaði að byrja leikinn með vindinn í bakið. Við náðum yfirhöndinni frekar fljótlega og gott að ná inn mörkum strax í fyrri hálfleik. Svo vorum við með góðar skiptingar og héldum áfram að skora sem er frábært.“ „Þetta var geggjaður sigur. Mér fannst við allar standa okkur vel í dag, bæði þær sem byrjuðu leikinn og þær sem komu inn á,“ sagði Elín Metta Jensen, leikmaður Vals. Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Elín Metta byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 63. mínútu leiksins og skoraði á þeirri 64. Elín er að komast aftur í sitt besta form eftir meiðsli og veikindi en hún finnur til með Pétri þjálfara. „Pétur ákveður hvernig liðið er. Við erum með fáránlega marga góða leikmenn þannig ég vorkenni honum að þurfa að velja liðið,“ sagði Elín Metta í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér finnst ég vera í góðu formi, það er gaman að geta komið inn á og hjálpað liðinu þannig. svo þegar ég er tilbúin í meira þá verð ég alveg klár fyrir það,“ bætti hún við. Þriðja mark Vals sem Elín skoraði var afar laglegt en Elín skoraði það með sínum fyrstu snertingum í leiknum. „Lára spilaði frekar góðum bolta inn í gegn á mig og ég náði að koma boltanum í netið. Ég tók smá séns með því að vippa boltanum yfir markvörðinn, ég fékk fyrst smá í magan en hann fór sem betur fer í netið,“ sagði Elín með stórt bros á vör. Eins og stundum áður þá var hávaðarok í Keflavík sem hafði töluvert áhrif á leikinn en Elín gat alls ekki kvartað. „þetta er uppáhalds veðrið mitt að spila fótbolta í. Smá rigning og svona baráttu vindur þar sem maður þarf að hafa fyrir hlutunum, það er skemmtilegt.“ „Það hjálpaði að byrja leikinn með vindinn í bakið. Við náðum yfirhöndinni frekar fljótlega og gott að ná inn mörkum strax í fyrri hálfleik. Svo vorum við með góðar skiptingar og héldum áfram að skora sem er frábært.“ „Þetta var geggjaður sigur. Mér fannst við allar standa okkur vel í dag, bæði þær sem byrjuðu leikinn og þær sem komu inn á,“ sagði Elín Metta Jensen, leikmaður Vals.
Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03