Efling búin að greiða skattinn Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2022 23:35 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í skriflegu svari til Ríkisútvarpsins að gjöldin hefðu ekki skilað sér á réttan stað vegna mistaka. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling er búið að skila skattgreiðslum starfsmanna sinna til Skattsins, tveimur mánuðum of seint. Fyrrverandi starfsmaður Eflingar segir málið stangast á við tilgang félagsins. Í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að stéttarfélagið Efling hafi ekki staðið skil á skatt- og lífeyrisgreiðslum starfsmanna sinna síðustu tvo mánuði þrátt fyrir að gjöldin hafi verið dregin af launum starfsfólks. Greiðslur frá núverandi jafnt sem fyrrverandi starfsmönnum félagsins höfðu ekki skilað sér til Skattsins eða lífeyrissjóða. Átti þetta sér stað í kjölfar þess að fjármálastjóri Eflingar hætti störfum í byrjun júní og var verkefnum hans útvistað til bókhaldsfyrirtækis. Þetta uppgötvaðist í gær þegar fyrrverandi starfsmaður Eflingar sem enn fær greiddan uppsagnarfrest fékk ábendingu frá fyrrverandi samstarfsfélaga að ekki væri búið að borga inn á aukalífeyrissparnaðinn hennar. Fljótt að berast á milli manna Fólkið sem starfaði áður hjá Eflingu en var sagt upp í hópuppsögninni stóru í apríl á þessu ári er mjög náið. Fregnirnar voru því fljótar að berast á milli manna og í ljós kom að enginn hafði fengið greitt í lífeyrissjóð sinn og greiðslur af laununum hefðu heldur ekki borist til Skattsins. Starfsmaðurinn fyrrverandi segir þó að nú sé búið að greiða skattinn hennar en hún getur ekki staðfest að búið sé að gera það hjá öllum. Enn ein þversögnin Inga Þóra Haraldsdóttir, einnig fyrrverandi starfsmaður Eflingar, segir þetta mál vera enn ein þversögnin í málefnum Eflingar síðan Sólveig Anna Jónsdóttir tók aftur við sem formaður. Þetta mál gæti þó dregið dilk á eftir sér fyrir starfsfólkið. „Það sem er líka að hafa áhrif á þetta starfsfólk og fyrrverandi starfsfólk er að lífeyrissjóðsgreiðslurnar hafa ekki borist, þá sérstaklega séreignarsparnaðargreiðslurnar, sem hefur auðvitað áhrif á vextina hjá fólki,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Skattar og tollar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að stéttarfélagið Efling hafi ekki staðið skil á skatt- og lífeyrisgreiðslum starfsmanna sinna síðustu tvo mánuði þrátt fyrir að gjöldin hafi verið dregin af launum starfsfólks. Greiðslur frá núverandi jafnt sem fyrrverandi starfsmönnum félagsins höfðu ekki skilað sér til Skattsins eða lífeyrissjóða. Átti þetta sér stað í kjölfar þess að fjármálastjóri Eflingar hætti störfum í byrjun júní og var verkefnum hans útvistað til bókhaldsfyrirtækis. Þetta uppgötvaðist í gær þegar fyrrverandi starfsmaður Eflingar sem enn fær greiddan uppsagnarfrest fékk ábendingu frá fyrrverandi samstarfsfélaga að ekki væri búið að borga inn á aukalífeyrissparnaðinn hennar. Fljótt að berast á milli manna Fólkið sem starfaði áður hjá Eflingu en var sagt upp í hópuppsögninni stóru í apríl á þessu ári er mjög náið. Fregnirnar voru því fljótar að berast á milli manna og í ljós kom að enginn hafði fengið greitt í lífeyrissjóð sinn og greiðslur af laununum hefðu heldur ekki borist til Skattsins. Starfsmaðurinn fyrrverandi segir þó að nú sé búið að greiða skattinn hennar en hún getur ekki staðfest að búið sé að gera það hjá öllum. Enn ein þversögnin Inga Þóra Haraldsdóttir, einnig fyrrverandi starfsmaður Eflingar, segir þetta mál vera enn ein þversögnin í málefnum Eflingar síðan Sólveig Anna Jónsdóttir tók aftur við sem formaður. Þetta mál gæti þó dregið dilk á eftir sér fyrir starfsfólkið. „Það sem er líka að hafa áhrif á þetta starfsfólk og fyrrverandi starfsfólk er að lífeyrissjóðsgreiðslurnar hafa ekki borist, þá sérstaklega séreignarsparnaðargreiðslurnar, sem hefur auðvitað áhrif á vextina hjá fólki,“ segir Inga í samtali við fréttastofu.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Skattar og tollar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira