Efling búin að greiða skattinn Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2022 23:35 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í skriflegu svari til Ríkisútvarpsins að gjöldin hefðu ekki skilað sér á réttan stað vegna mistaka. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling er búið að skila skattgreiðslum starfsmanna sinna til Skattsins, tveimur mánuðum of seint. Fyrrverandi starfsmaður Eflingar segir málið stangast á við tilgang félagsins. Í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að stéttarfélagið Efling hafi ekki staðið skil á skatt- og lífeyrisgreiðslum starfsmanna sinna síðustu tvo mánuði þrátt fyrir að gjöldin hafi verið dregin af launum starfsfólks. Greiðslur frá núverandi jafnt sem fyrrverandi starfsmönnum félagsins höfðu ekki skilað sér til Skattsins eða lífeyrissjóða. Átti þetta sér stað í kjölfar þess að fjármálastjóri Eflingar hætti störfum í byrjun júní og var verkefnum hans útvistað til bókhaldsfyrirtækis. Þetta uppgötvaðist í gær þegar fyrrverandi starfsmaður Eflingar sem enn fær greiddan uppsagnarfrest fékk ábendingu frá fyrrverandi samstarfsfélaga að ekki væri búið að borga inn á aukalífeyrissparnaðinn hennar. Fljótt að berast á milli manna Fólkið sem starfaði áður hjá Eflingu en var sagt upp í hópuppsögninni stóru í apríl á þessu ári er mjög náið. Fregnirnar voru því fljótar að berast á milli manna og í ljós kom að enginn hafði fengið greitt í lífeyrissjóð sinn og greiðslur af laununum hefðu heldur ekki borist til Skattsins. Starfsmaðurinn fyrrverandi segir þó að nú sé búið að greiða skattinn hennar en hún getur ekki staðfest að búið sé að gera það hjá öllum. Enn ein þversögnin Inga Þóra Haraldsdóttir, einnig fyrrverandi starfsmaður Eflingar, segir þetta mál vera enn ein þversögnin í málefnum Eflingar síðan Sólveig Anna Jónsdóttir tók aftur við sem formaður. Þetta mál gæti þó dregið dilk á eftir sér fyrir starfsfólkið. „Það sem er líka að hafa áhrif á þetta starfsfólk og fyrrverandi starfsfólk er að lífeyrissjóðsgreiðslurnar hafa ekki borist, þá sérstaklega séreignarsparnaðargreiðslurnar, sem hefur auðvitað áhrif á vextina hjá fólki,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Skattar og tollar Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að stéttarfélagið Efling hafi ekki staðið skil á skatt- og lífeyrisgreiðslum starfsmanna sinna síðustu tvo mánuði þrátt fyrir að gjöldin hafi verið dregin af launum starfsfólks. Greiðslur frá núverandi jafnt sem fyrrverandi starfsmönnum félagsins höfðu ekki skilað sér til Skattsins eða lífeyrissjóða. Átti þetta sér stað í kjölfar þess að fjármálastjóri Eflingar hætti störfum í byrjun júní og var verkefnum hans útvistað til bókhaldsfyrirtækis. Þetta uppgötvaðist í gær þegar fyrrverandi starfsmaður Eflingar sem enn fær greiddan uppsagnarfrest fékk ábendingu frá fyrrverandi samstarfsfélaga að ekki væri búið að borga inn á aukalífeyrissparnaðinn hennar. Fljótt að berast á milli manna Fólkið sem starfaði áður hjá Eflingu en var sagt upp í hópuppsögninni stóru í apríl á þessu ári er mjög náið. Fregnirnar voru því fljótar að berast á milli manna og í ljós kom að enginn hafði fengið greitt í lífeyrissjóð sinn og greiðslur af laununum hefðu heldur ekki borist til Skattsins. Starfsmaðurinn fyrrverandi segir þó að nú sé búið að greiða skattinn hennar en hún getur ekki staðfest að búið sé að gera það hjá öllum. Enn ein þversögnin Inga Þóra Haraldsdóttir, einnig fyrrverandi starfsmaður Eflingar, segir þetta mál vera enn ein þversögnin í málefnum Eflingar síðan Sólveig Anna Jónsdóttir tók aftur við sem formaður. Þetta mál gæti þó dregið dilk á eftir sér fyrir starfsfólkið. „Það sem er líka að hafa áhrif á þetta starfsfólk og fyrrverandi starfsfólk er að lífeyrissjóðsgreiðslurnar hafa ekki borist, þá sérstaklega séreignarsparnaðargreiðslurnar, sem hefur auðvitað áhrif á vextina hjá fólki,“ segir Inga í samtali við fréttastofu.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Skattar og tollar Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira