Þetta staðfesti fyrirtækið í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ástæðan er sögð vera kaup Discovery á Warner Media, sem hafi breytt áherslum og þá sérstaklega með tilliti til streymisveitunnar.
Sameinað fyrirtæki, Warner Bros. Discovery, hyggst þannig á næstu misserum einbeita sér að útgáfu nýrrar og öflugri streymisveitu sem sameinar HBO Max og Discovery plús.
Sú streymisveita er væntanleg hingað 2024, ef allt gengur eftir.