Farið yfir sumarið á Selfossi: „Lið búin að lesa það og loka á þá tvennu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 10:01 Hólmfríður Magnúsdóttir kom óvænt aftur inn í liðið eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Vísir/Hulda Margrét „Undirbúningurinn var ekki góður, þær voru ekki komnar með mannskapinn sinn og það gekk ekki vel. Náðu ekki að vera komnar í stand þegar mótið byrjar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir um stöðu mála á Selfossi en liðið er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með aðeins 15 stig þegar 12 umferðum er lokið. Selfoss heimsótti Þrótt Reykjavík í 12. umferð Bestu deildarinnar og unnu heimakonur 3-0 sigur. Lið gestanna hefur valdið vonbrigðum í sumar en undirbúningur liðsins í aðdraganda mótsins var ekki góður. Var farið stöðu mála í Bestu mörkunum að leik loknum. „Svo byrjar mótið, þær fá inn Brennu (Lovera) og Miröndu (Nild). Þær tikka vel saman en svo nú eru lið búin að lesa það og loka á þá tvennu, mér finnst kannski vanta hvað Selfoss ætlar að gera þá ef það er búið að taka þær tvær út. Hvað er þá plan B,“ spurði sérfræðingurinn Harpa en ásamt henni voru Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Margrét Lára Viðarsdóttir í settinu. Sú síðastnefnda tók undir orð Hörpu. „Sér í lagi þegar Barbára (Sól Gísladóttir) og Magdalena (Reimus) eru frá. Þær eru öflugar í þeirra sóknarleik. Það er alveg rétt sem þú segir Harpa, kannski hefur vantað fjölbreytileika í þeirra sóknaraðgerðir.“ „Það var áberandi í byrjun, það var mikið leitað að Brennu. Ég er sammála þessu,“ skaut Helena inn í áður en Margrét Lára fékk orðið upp á nýtt. „Þær héngu svolítið á því að Brenna var mjög heit í upphafi móts, hún var að skora þessi mörk fyrir þær og þær voru að halda markinu sínu alla jafna hreinu eða voru að fá mjög fá mörk á sig. Það hélt mjög vel en nú er liðið að fá á sig aðeins fleiri mörk og Brenna ekki eins heit. Miranda ekki með og þá er kannski farið að lesa sóknarleikinn örlítið meira.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Selfoss „Þá dettur takturinn svolítið úr þessu en það er nóg eftir af þessu móti og Björn (Sigurbjörnsson) hefur aldrei verið með yfirlýsingar um að hann ætli að vinna þetta mót eða vera í einhverri toppbaráttu. Auðvitað fara samt örugglega allir inn í mót til að vera í einhverskonar toppbaráttu.“ „Hann er með ungt lið en hann er líka með fullt af reynslumiklum og góðum leikmönnum sem hafa spilað í þessari deild í dágóðan tíma. Nú er liðið að fara inn í kafla þar sem þær spila við liðin í kringum sig og aðeins lakari lið deildarinnar. Mikilvægt að koma út úr því með sjálfstraust áður en þær fara svo aftur inn í kafla þar sem þær spila við betri lið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Selfoss heimsótti Þrótt Reykjavík í 12. umferð Bestu deildarinnar og unnu heimakonur 3-0 sigur. Lið gestanna hefur valdið vonbrigðum í sumar en undirbúningur liðsins í aðdraganda mótsins var ekki góður. Var farið stöðu mála í Bestu mörkunum að leik loknum. „Svo byrjar mótið, þær fá inn Brennu (Lovera) og Miröndu (Nild). Þær tikka vel saman en svo nú eru lið búin að lesa það og loka á þá tvennu, mér finnst kannski vanta hvað Selfoss ætlar að gera þá ef það er búið að taka þær tvær út. Hvað er þá plan B,“ spurði sérfræðingurinn Harpa en ásamt henni voru Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Margrét Lára Viðarsdóttir í settinu. Sú síðastnefnda tók undir orð Hörpu. „Sér í lagi þegar Barbára (Sól Gísladóttir) og Magdalena (Reimus) eru frá. Þær eru öflugar í þeirra sóknarleik. Það er alveg rétt sem þú segir Harpa, kannski hefur vantað fjölbreytileika í þeirra sóknaraðgerðir.“ „Það var áberandi í byrjun, það var mikið leitað að Brennu. Ég er sammála þessu,“ skaut Helena inn í áður en Margrét Lára fékk orðið upp á nýtt. „Þær héngu svolítið á því að Brenna var mjög heit í upphafi móts, hún var að skora þessi mörk fyrir þær og þær voru að halda markinu sínu alla jafna hreinu eða voru að fá mjög fá mörk á sig. Það hélt mjög vel en nú er liðið að fá á sig aðeins fleiri mörk og Brenna ekki eins heit. Miranda ekki með og þá er kannski farið að lesa sóknarleikinn örlítið meira.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Selfoss „Þá dettur takturinn svolítið úr þessu en það er nóg eftir af þessu móti og Björn (Sigurbjörnsson) hefur aldrei verið með yfirlýsingar um að hann ætli að vinna þetta mót eða vera í einhverri toppbaráttu. Auðvitað fara samt örugglega allir inn í mót til að vera í einhverskonar toppbaráttu.“ „Hann er með ungt lið en hann er líka með fullt af reynslumiklum og góðum leikmönnum sem hafa spilað í þessari deild í dágóðan tíma. Nú er liðið að fara inn í kafla þar sem þær spila við liðin í kringum sig og aðeins lakari lið deildarinnar. Mikilvægt að koma út úr því með sjálfstraust áður en þær fara svo aftur inn í kafla þar sem þær spila við betri lið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti