Arnar missti sig í kjölfar þess að KA-menn vildu fá vítaspyrnu í uppbótartíma á Atla Sigurjónsson, leikmann KR, sem fór heldur groddaralega í leikmann KA en ekkert var dæmt. Mikið ósætti hafði verið við dómgæsluna beggja megin vallar en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, fékk gult spjald í leiknum.
Arnar fékk að líta rautt spjald eftir ummæli sín um dómgæsluna í kjölfar atviksins innan teigs KR en eftir að rauða spjaldið fór á loft lét hann heldur ljót ummæli falla um Svein Arnarsson, fjórða dómara leiksins.
Um það atvik segir Mikael Nikúlasson: „Þetta er engin ofsafengin framkoma. Þetta er sagt í hverjum einasta leik af öllum.“
„Það er greinilegt af því hvernig hann segir þetta að þetta var ekki besti vinur hans fyrir leik heldur.“ bætti Mikael við.
Því er þá velt upp hvort lengd bannsins stafi af því að Arnar lét Svein aftur heyra það þegar þeir hittust í KA-heimilinu daginn eftir, þar sem Sveinn var að mæta með börn sín á æfingu. Um það segir Kristján Óli Sigurðsson: „Ef þetta bann tengist eitthvað deginum eftir þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf,“
Hlusta má á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má þætti af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.