Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 07:31 Ryan Giggs mætir til réttarhaldanna í Manchester Crown réttinum en skuggi hefur fallið á ímynd hans þessa fyrstu þrjá daga. Getty/Christopher Furlong Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. Það hefur ekki verið máluð falleg mynd af Giggs á þessum þremur fyrstu dögum réttahaldsins. Í gær var annar dagurinn í röð þar sem Kate Greville sagði sína hlið á ofbeldinu sem hún kærir Giggs fyrir. Ryan Giggs' ex-girlfriend says she became slave to his demandshttps://t.co/KgRAI0CewS— BBC News (UK) (@BBCNews) August 10, 2022 Á þriðjudeginum sagði hún frá hótunum, framhjáhaldi, afbrýðisemi og ofbeldi að hálfu Giggs. Giggs hefur aldrei neitað öllum þessum ásökunum og talaði um að sannleikurinn kæmi í ljós fyrir rétti. Hingað til hefur það verið hver hryllingssagan á fætur annarri um illkvittna og ofbeldisfulla framkomu hans við konu sem sagðist elska hann og var af þeim sökum tilbúin að láta margt ganga yfir sig. Kate sagði Giggs hafa nýtt sér það hversu berskjölduð hún var og í hve viðkvæmri stöðu hún var í. „Hann lét mér líða eins og ég þyrfti að gera allt sem hann sagði því annars yrðu afleiðingar fyrir mig. Ég var eins og þræll að sinna öllum hans þörfum og skipunum,“ sagði Kate Greville meðal annars. Today Ryan Giggs ex-girlfriend told the court she believed he suffered from narcissistic personality disorder.But it was also the day that Kate Greville was asked whether she was telling a pack of lies about the former footballer. @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 10, 2022 Hún sagði líka frá kynlífs marblettum sem hún reyndi að fela með brúnkukremi en það var ljóst að hún reyndi allt til að gera Giggs ánægðan. Hann skiptist síðan á því að sýna henni mikla hörku og að vera fullur iðrunar og biðja hana afsökunar. Giggs var handtekinn í nóvember 2020 eftir að hafa skallað og sparkað í Greville en á einnig að hafa beitt yngri systur hennar ofbeldi sama kvöld. Það er búist við því að réttarhöldin standi yfir í tvær vikur og Giggs á það á hættu að vera dæmdur í fimm ára fangelsi. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Það hefur ekki verið máluð falleg mynd af Giggs á þessum þremur fyrstu dögum réttahaldsins. Í gær var annar dagurinn í röð þar sem Kate Greville sagði sína hlið á ofbeldinu sem hún kærir Giggs fyrir. Ryan Giggs' ex-girlfriend says she became slave to his demandshttps://t.co/KgRAI0CewS— BBC News (UK) (@BBCNews) August 10, 2022 Á þriðjudeginum sagði hún frá hótunum, framhjáhaldi, afbrýðisemi og ofbeldi að hálfu Giggs. Giggs hefur aldrei neitað öllum þessum ásökunum og talaði um að sannleikurinn kæmi í ljós fyrir rétti. Hingað til hefur það verið hver hryllingssagan á fætur annarri um illkvittna og ofbeldisfulla framkomu hans við konu sem sagðist elska hann og var af þeim sökum tilbúin að láta margt ganga yfir sig. Kate sagði Giggs hafa nýtt sér það hversu berskjölduð hún var og í hve viðkvæmri stöðu hún var í. „Hann lét mér líða eins og ég þyrfti að gera allt sem hann sagði því annars yrðu afleiðingar fyrir mig. Ég var eins og þræll að sinna öllum hans þörfum og skipunum,“ sagði Kate Greville meðal annars. Today Ryan Giggs ex-girlfriend told the court she believed he suffered from narcissistic personality disorder.But it was also the day that Kate Greville was asked whether she was telling a pack of lies about the former footballer. @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 10, 2022 Hún sagði líka frá kynlífs marblettum sem hún reyndi að fela með brúnkukremi en það var ljóst að hún reyndi allt til að gera Giggs ánægðan. Hann skiptist síðan á því að sýna henni mikla hörku og að vera fullur iðrunar og biðja hana afsökunar. Giggs var handtekinn í nóvember 2020 eftir að hafa skallað og sparkað í Greville en á einnig að hafa beitt yngri systur hennar ofbeldi sama kvöld. Það er búist við því að réttarhöldin standi yfir í tvær vikur og Giggs á það á hættu að vera dæmdur í fimm ára fangelsi.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira