Sífellt fleiri reyna að komast til Kanaríeyja og margir hafa dáið Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2022 10:37 Áhafnir björgunarskipa á Kanaríeyjum hafa staðið í ströngu í sumar. EPA/Adriel Perdomo Minnst 9.589 manns hafa flúið frá ríkjum Afríku til Kanaríeyja á þessu ári. Það er aukning um 27 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Leiðin er þó mjög hættulegt og minnst þúsund hafa dáið við að fara hana, samkvæmt hjálparsamtökum sem starfa á svæðinu. Tugir þúsunda evrópskra ferðamanna sem hafa farið til Kanaríeyja eru að mestu ómeðvitaðir um þjáningu flótta- og farandfólks. Reuters fréttaveitan ræddi við fólk sem hefur flúið til Kanaríeyja. Þeirra á meðal var Mohamed Fane. Hann er 33 ára gamall smiður sem ferðaðist frá Senegal til Kanaríeyja. Eftir hættulega ferð og margra mánaða bið í Dakhla í Marokkó smöluðu smyglarar honum og á rúmlega tuttugu öðrum um borð í lítinn trébát og sendu þau af stað til Kanaríeyja. Báturinn varð þó eldsneytislaus langt frá eyjaklasanum og voru þau á reki í þrjá daga í lekum bát. Einn dó en að endingu var þeim bjargað og þau flutt til Gran Canaria. Annar viðmælandi fréttaveitunnar, sem leiðir stuðningssamtök á Tenerife, segir óðagot ríkja á meginlandi Afríku eftir faraldur kórónuveirunnar og vegna stríðsins í Úkraínu og verðbólgu. Hann óttaðist að mun fleiri muni reyna að komast til Kanaríeyja á næstu misserum. Í fyrra bárust fréttir af umfangsmiklu streymi farand- og flóttafólks til Ceuta, sem er yfirráðasvæði Spánar í Norður-Afríku. Her Spánar var sendur á vettvang til að hefta flæðið og þúsundir voru send aftur til Marokkó. Sjá einnig: Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Ráðamenn á Spáni gerðu svo samkomulag við yfirvöld í Marokkó um að stöðva fólk á leið til Ceuta og síðan þá hafa sífellt fleiri lagt leið sína til Kanaríeyja. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í vikunni segir að erfit sé að ná utan um fjölda þeirra sem deyja við að reyna að komast til Kanaríeyja og á öðrum sambærilegum leiðum á sjó. Spánn Flóttamenn Kanaríeyjar Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Tugir þúsunda evrópskra ferðamanna sem hafa farið til Kanaríeyja eru að mestu ómeðvitaðir um þjáningu flótta- og farandfólks. Reuters fréttaveitan ræddi við fólk sem hefur flúið til Kanaríeyja. Þeirra á meðal var Mohamed Fane. Hann er 33 ára gamall smiður sem ferðaðist frá Senegal til Kanaríeyja. Eftir hættulega ferð og margra mánaða bið í Dakhla í Marokkó smöluðu smyglarar honum og á rúmlega tuttugu öðrum um borð í lítinn trébát og sendu þau af stað til Kanaríeyja. Báturinn varð þó eldsneytislaus langt frá eyjaklasanum og voru þau á reki í þrjá daga í lekum bát. Einn dó en að endingu var þeim bjargað og þau flutt til Gran Canaria. Annar viðmælandi fréttaveitunnar, sem leiðir stuðningssamtök á Tenerife, segir óðagot ríkja á meginlandi Afríku eftir faraldur kórónuveirunnar og vegna stríðsins í Úkraínu og verðbólgu. Hann óttaðist að mun fleiri muni reyna að komast til Kanaríeyja á næstu misserum. Í fyrra bárust fréttir af umfangsmiklu streymi farand- og flóttafólks til Ceuta, sem er yfirráðasvæði Spánar í Norður-Afríku. Her Spánar var sendur á vettvang til að hefta flæðið og þúsundir voru send aftur til Marokkó. Sjá einnig: Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Ráðamenn á Spáni gerðu svo samkomulag við yfirvöld í Marokkó um að stöðva fólk á leið til Ceuta og síðan þá hafa sífellt fleiri lagt leið sína til Kanaríeyja. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í vikunni segir að erfit sé að ná utan um fjölda þeirra sem deyja við að reyna að komast til Kanaríeyja og á öðrum sambærilegum leiðum á sjó.
Spánn Flóttamenn Kanaríeyjar Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira