„Snýst um að leyfa andrúmsloftinu ekki að kyrkja okkur til dauða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Arnar segir Víkingsliðið þurfa að mæta með hausinn rétt skrúfaðan á. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í Poznan í Póllandi í gær í aðdraganda síðari leiks Víkings við Lech Poznan í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Síðari leikurinn fer fram í kvöld en Víkingur með 1-0 forystu í einvíginu. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í fyrri viðureigninni í Víkinni fyrir sléttri viku þar sem Víkingur vann frækinn 1-0 sigur gegn afar sterku liði Lech Poznan. Arnar sat fyrir svörum fyrir síðari leikinn sem fer fram í kvöld og var léttur. Aðspurður af pólskum blaðamanni um leikplan Víkinga fyrir leikinn sagði hann: „Ég læt þig bara hafa leikplanið okkar, og þú getur svo sýnt þjálfara Poznan það,“ sagði Arnar og brosti við. Á alvarlegri nótum sagði hann: „Við erum með DNA í okkar liði, við reynum að verjast ofarlega á vellinum, með háa varnarlínu og reynum að stíga upp og pressa með mikla orku í okkar leik,“ „Hafandi sagt það, við munum reyna það á morgun [í dag] en ég held að við munum þurfa að þjást [e. suffer] aðeins meira í leiknum en við gerðum í leiknum í Reykjavík. Þeir eru mjög gott lið og spilandi á heimavelli munu þeir mæta í bullandi sókn frá byrjun og reyna að setja okkur undir pressu. Svo við munum þurfa að þjást, og þjást til fullkomnunar til að eiga möguleika. Vonandi mun það ganga eftir en á sama tíma verðum við að reyna að spila okkar leik,“ segir Arnar. Mikilvægt að halda haus í fjandsamlegu andrúmslofti Arnar segir þá mikilvægast fyrir Víkingana að halda einbeitingu í leiknum, að halda haus og spila sinn leik við erfiðar aðstæður. Hann býst við miklum látum í stuðningsmönnum Poznan en félagið tilkynnti í vikunni að allir ársmiðahafar myndu fá frítt á leikinn, í von um að draga sem flesta á völlinn og mynda sér forskot á Víkinga með tólfta manninum. „Stundum er vandamálið hjá okkur á Íslandi, þar sem ekki allir eru atvinnumenn, að það er skortur á einbeitingu. Ef þú lítur á mörkin sem við höfum fengið á okkur í síðustu leikjum er skorturinn á einbeitingu augljós,“ segir Arnar. „En við höfum tekið einbeitinguna upp á hærra stig í Evrópuleikjunum, þá er einbeitingin á hæsta stigi. Ég held þess vegna að þetta snúist um að takast á við verkefnið. Mér hefur verið sagt að aðdáendurnir hér séu klikkaðir á góðana hátt, þeir eru mjög háværir, svo þetta snýst um að halda taugunum rólegum, vera slakir, spila okkar leik og ekki leyfa andrúmsloftinu að kyrkja okkur til dauða,“ segir Arnar en allan blaðamannafundinn má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik á einnig leik í keppninni í kvöld gegn Istanbul Basaksehir í Tyrklandi. Blikar eru 3-1 undir í einvíginu en leikur liðanna hefst klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. 5. ágúst 2022 11:31 Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. 5. ágúst 2022 07:31 „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. 4. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í fyrri viðureigninni í Víkinni fyrir sléttri viku þar sem Víkingur vann frækinn 1-0 sigur gegn afar sterku liði Lech Poznan. Arnar sat fyrir svörum fyrir síðari leikinn sem fer fram í kvöld og var léttur. Aðspurður af pólskum blaðamanni um leikplan Víkinga fyrir leikinn sagði hann: „Ég læt þig bara hafa leikplanið okkar, og þú getur svo sýnt þjálfara Poznan það,“ sagði Arnar og brosti við. Á alvarlegri nótum sagði hann: „Við erum með DNA í okkar liði, við reynum að verjast ofarlega á vellinum, með háa varnarlínu og reynum að stíga upp og pressa með mikla orku í okkar leik,“ „Hafandi sagt það, við munum reyna það á morgun [í dag] en ég held að við munum þurfa að þjást [e. suffer] aðeins meira í leiknum en við gerðum í leiknum í Reykjavík. Þeir eru mjög gott lið og spilandi á heimavelli munu þeir mæta í bullandi sókn frá byrjun og reyna að setja okkur undir pressu. Svo við munum þurfa að þjást, og þjást til fullkomnunar til að eiga möguleika. Vonandi mun það ganga eftir en á sama tíma verðum við að reyna að spila okkar leik,“ segir Arnar. Mikilvægt að halda haus í fjandsamlegu andrúmslofti Arnar segir þá mikilvægast fyrir Víkingana að halda einbeitingu í leiknum, að halda haus og spila sinn leik við erfiðar aðstæður. Hann býst við miklum látum í stuðningsmönnum Poznan en félagið tilkynnti í vikunni að allir ársmiðahafar myndu fá frítt á leikinn, í von um að draga sem flesta á völlinn og mynda sér forskot á Víkinga með tólfta manninum. „Stundum er vandamálið hjá okkur á Íslandi, þar sem ekki allir eru atvinnumenn, að það er skortur á einbeitingu. Ef þú lítur á mörkin sem við höfum fengið á okkur í síðustu leikjum er skorturinn á einbeitingu augljós,“ segir Arnar. „En við höfum tekið einbeitinguna upp á hærra stig í Evrópuleikjunum, þá er einbeitingin á hæsta stigi. Ég held þess vegna að þetta snúist um að takast á við verkefnið. Mér hefur verið sagt að aðdáendurnir hér séu klikkaðir á góðana hátt, þeir eru mjög háværir, svo þetta snýst um að halda taugunum rólegum, vera slakir, spila okkar leik og ekki leyfa andrúmsloftinu að kyrkja okkur til dauða,“ segir Arnar en allan blaðamannafundinn má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik á einnig leik í keppninni í kvöld gegn Istanbul Basaksehir í Tyrklandi. Blikar eru 3-1 undir í einvíginu en leikur liðanna hefst klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. 5. ágúst 2022 11:31 Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. 5. ágúst 2022 07:31 „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. 4. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. 5. ágúst 2022 11:31
Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. 5. ágúst 2022 07:31
„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42
Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. 4. ágúst 2022 21:25