Sóla um leikana: Eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 08:30 Sólveig Sigurðardóttir er hörð við sig sjálfa eftir heimsleikana um síðustu helgi en ætlar sér um leið að koma sterk til baka á næsta tímabili. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir fer ekkert í felur með það að hún valdið sjálfri sér vonbrigðum með frammistöðunni á heimsleikunum í CrossFit um síðustu helgi. Hún gerði frábærlega með því að tryggja sér sæti á sínum fyrstu heimsleikum en náði þar ekki alveg markmiðum sínum. Sólveig endaði í 34. sæti af 39 keppendum sem kláruðu síðustu grein fyrir niðurskurðinn. Sólveig fékk því ekki að keppa á lokadeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sólveig komst inn á heimsleikana sem einstaklingur og leikarnir voru því mikil reynsla fyrir hana. „Ég hef velt því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um síðustu helgi. Ég hafði ekki í rauninni áttað mig á því hvað ég á að segja eða hvort ég ætti yfir höfuð að skrifa eitthvað. Ég hef því ekki sagt neitt hingað til,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir. „Það eru nokkur atriði sem ég hef lært að lifa með og tvö af þeim eru hreinskilni og varnarleysi. Ég vil ekki fela neitt af því að það er það sem ég býst við að öðrum og veit að það er það sem fólk á skilið frá mér,“ skrifaði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Flestir segja að það sé frábært að komast inn á heimsleikana og ég ætti að vera ánægð með því að vera ein af þeim fjörutíu bestu í heimi. Þannig líður mér þó ekki núna,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi ekki náð mínum markmiðum. Það er staðreynd málsins. Það er erfitt að finna orðin þegar þú stendur þig ekki,“ skrifaði Sólveig en hélt áfram: „Vandræðaleg, pirruð og jafnvel svolítið döpur,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum sem komu alla leið hingað til að styðja við bakið á mér. Mér finnst að ég hafi valdið þeim vonbrigðum sem voru að fylgjast með ferðalagi mínu,“ skrifaði Sólveig. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sviðsmynd sem ég hef búið til í huga mínum og að þetta sé ekki í rauninni ekki svona. Ég hef bara þurft tíma til að ná vopnum mínum,“ skrifaði Sólveig. „Eftir að hafa losað mig við alltaf þetta neikvæða núna og tekið mér tíma í að jafna mig þá ætla ég að koma sterk til baka og ég mun sjá ykkur öll á heimsleikunum á næsta ári,“ skrifaði Sólveig. CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Sólveig endaði í 34. sæti af 39 keppendum sem kláruðu síðustu grein fyrir niðurskurðinn. Sólveig fékk því ekki að keppa á lokadeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sólveig komst inn á heimsleikana sem einstaklingur og leikarnir voru því mikil reynsla fyrir hana. „Ég hef velt því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um síðustu helgi. Ég hafði ekki í rauninni áttað mig á því hvað ég á að segja eða hvort ég ætti yfir höfuð að skrifa eitthvað. Ég hef því ekki sagt neitt hingað til,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir. „Það eru nokkur atriði sem ég hef lært að lifa með og tvö af þeim eru hreinskilni og varnarleysi. Ég vil ekki fela neitt af því að það er það sem ég býst við að öðrum og veit að það er það sem fólk á skilið frá mér,“ skrifaði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Flestir segja að það sé frábært að komast inn á heimsleikana og ég ætti að vera ánægð með því að vera ein af þeim fjörutíu bestu í heimi. Þannig líður mér þó ekki núna,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi ekki náð mínum markmiðum. Það er staðreynd málsins. Það er erfitt að finna orðin þegar þú stendur þig ekki,“ skrifaði Sólveig en hélt áfram: „Vandræðaleg, pirruð og jafnvel svolítið döpur,“ skrifaði Sólveig. „Mér finnst eins og ég hafi valdið vinum mínum og fjölskyldu vonbrigðum sem komu alla leið hingað til að styðja við bakið á mér. Mér finnst að ég hafi valdið þeim vonbrigðum sem voru að fylgjast með ferðalagi mínu,“ skrifaði Sólveig. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sviðsmynd sem ég hef búið til í huga mínum og að þetta sé ekki í rauninni ekki svona. Ég hef bara þurft tíma til að ná vopnum mínum,“ skrifaði Sólveig. „Eftir að hafa losað mig við alltaf þetta neikvæða núna og tekið mér tíma í að jafna mig þá ætla ég að koma sterk til baka og ég mun sjá ykkur öll á heimsleikunum á næsta ári,“ skrifaði Sólveig.
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira