Eins og venjan er hjá skíðagöngufólki á sumri þá æfa þau á hjólaskautum þegar enginn er snjórinn.

Jamnik var á ferðinni á hjólaskautum þegar hún varð fyrir vörubíl í Botshei göngunum.
Botshei göngin eru í Strand héraði norður af Stavanger í suðvestur Noregi.
Mazi var flutt með þyrlu á sjúkrahúsið í Stavanger en þar tókst ekki að bjarga lífi hennar. Slóvenska skíðasambandið staðfesti andlát hennar.
Ökumaður vörubílsins hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en heldur sakleysi sínu fram og segir að þetta hafi verið slys.
Jamnik keppti á Blinkfestivalen í Noregi um síðustu helgi og varð þar í átjánda sæti.
Hún var ein efnilegasta skíðagöngukona Slóveníu og hafði unnið sér sæti í slóvenska skíðalandsliðinu fyrir heimsmeistaramótið í Planica á næsta ári.
Hana hefur keppt á mörgum heimsmeistaramótum unglinga og varð heimsmeistari unglinga á hjólaskautum árið 2021.