Vann tveggja áratuga langt dómsmál vegna 35 króna ofrukkunar Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2022 11:34 Lögmaðurinn var ofrukkaður fyrir miða um borð í lest á Indlandi. Steve Raymer/Getty Indverskur lögmaður vann á dögunum dómsmál sem hann höfðaði fyrir 22 árum. Árið 1999 rukkaði lestarfyrirtæki hann 20 rúpíum, eða um 35 krónum, of mikið og hann fór með málið fyrir dómstóla. Lögmaðurinn Tungnath Chaturvedi gat ekki sætt sig við það þegar indverska ríkislestarfyrirtækið rukkaði hann um níutíu rúpíur í stað þeirra sjötíu sem hann átti að greiða fyrir tvo lestarmiða árið 1999. Hann reyndi án árangurs að fá mismuninn endurgreiddan á staðnum og höfðaði því mál fyrir neytendadómstóli í Mathura á Indlandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Eftir rúmlega eitt hundrað þinghöld er loksins komin niðurstaða í málið. Lestarfyrirtækið hefur verið dæmt til að greiða Chaturvedi fimmtán þúsund rúpíur í bætur og tuttugu rúpíurnar sem hann var ofrukkaður um. Endurgreiðslan ber jafnframt tólf prósent ársvexti frá 1999. Það gerir 271 rúpíu í heildina. Chaturvedi segir bæturnar vera smáaura samanborið við það sem hann lagði á sig til þess að vinna málið. Hann segir málið hafa valdið sér hugarangri í gegnum árin og að fjölskylda hans hafi ítrekað hvatt hann til að falla frá málarekstrinum. „Það er ekki peningurinn sem skiptir mig máli. Þetta var alltaf barátta fyrir réttlæti og gegn spillingu, svo þetta var þess virði,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir honum. Indland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Lögmaðurinn Tungnath Chaturvedi gat ekki sætt sig við það þegar indverska ríkislestarfyrirtækið rukkaði hann um níutíu rúpíur í stað þeirra sjötíu sem hann átti að greiða fyrir tvo lestarmiða árið 1999. Hann reyndi án árangurs að fá mismuninn endurgreiddan á staðnum og höfðaði því mál fyrir neytendadómstóli í Mathura á Indlandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Eftir rúmlega eitt hundrað þinghöld er loksins komin niðurstaða í málið. Lestarfyrirtækið hefur verið dæmt til að greiða Chaturvedi fimmtán þúsund rúpíur í bætur og tuttugu rúpíurnar sem hann var ofrukkaður um. Endurgreiðslan ber jafnframt tólf prósent ársvexti frá 1999. Það gerir 271 rúpíu í heildina. Chaturvedi segir bæturnar vera smáaura samanborið við það sem hann lagði á sig til þess að vinna málið. Hann segir málið hafa valdið sér hugarangri í gegnum árin og að fjölskylda hans hafi ítrekað hvatt hann til að falla frá málarekstrinum. „Það er ekki peningurinn sem skiptir mig máli. Þetta var alltaf barátta fyrir réttlæti og gegn spillingu, svo þetta var þess virði,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir honum.
Indland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira