Fundu mænusótt í skólpi í New York Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2022 15:20 Bólusetningar gegn mænusótt hófust árið 1955. Getty Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. Dr. Mary T. Bassett, yfirmaður heilbrigðissviðs New York-ríkis, sagði í dag að fundur mænusóttar í skólpi borgarinnar sé ekki óvæntur. Hann sé þó áhyggjuefni, samkvæmt ummælum sem AP fréttaveitan hefur eftir henni. „Hættan gegn íbúum New York er raunveruleg en vörnin er svo einföld. Bólusetjið ykkur gegn mænusótt,“ hefur fréttaveitan eftir Dr. Ashwin Vasan, sem stýrir heilbrigðissviði New York-borgar. „Með mænusótt í dreifingu í samfélögum okkar er ekkert mikilvægara en að bólusetja börnin okkar og verja þau gegn þessari veiru. Ef þú ert óbólusettur eða ekki fullbólusettur og fullorðinn, gerðu það láttu bólusetja þig.“ Á vef Landlæknis segir þetta um að mænusótt: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“ Bólusetningar gegn mænusótt hófust árið 1955 og tókst nánast því að útrýma veirunni. Ráðamenn segja mögulegt að hundruð hafi smitast af mænusótt án þess að vita það. Flestir sem smitast sýna engin einkenni en geta dreift veirunni til annarra. Lítill hluti smitaðra sýnir einkenni og um fimm til tíu prósent þeirra geta lamast. Minnst einni íbúi New York hefur lamast vegna veirunnar á undanförnum vikum. Skammt er síðan embættismenn á Bretlandseyjum sögðust hafa fundið ummerki mænusóttar í Lundunum. Hins vegar hefur enginn greinst smitaður þar. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Dr. Mary T. Bassett, yfirmaður heilbrigðissviðs New York-ríkis, sagði í dag að fundur mænusóttar í skólpi borgarinnar sé ekki óvæntur. Hann sé þó áhyggjuefni, samkvæmt ummælum sem AP fréttaveitan hefur eftir henni. „Hættan gegn íbúum New York er raunveruleg en vörnin er svo einföld. Bólusetjið ykkur gegn mænusótt,“ hefur fréttaveitan eftir Dr. Ashwin Vasan, sem stýrir heilbrigðissviði New York-borgar. „Með mænusótt í dreifingu í samfélögum okkar er ekkert mikilvægara en að bólusetja börnin okkar og verja þau gegn þessari veiru. Ef þú ert óbólusettur eða ekki fullbólusettur og fullorðinn, gerðu það láttu bólusetja þig.“ Á vef Landlæknis segir þetta um að mænusótt: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“ Bólusetningar gegn mænusótt hófust árið 1955 og tókst nánast því að útrýma veirunni. Ráðamenn segja mögulegt að hundruð hafi smitast af mænusótt án þess að vita það. Flestir sem smitast sýna engin einkenni en geta dreift veirunni til annarra. Lítill hluti smitaðra sýnir einkenni og um fimm til tíu prósent þeirra geta lamast. Minnst einni íbúi New York hefur lamast vegna veirunnar á undanförnum vikum. Skammt er síðan embættismenn á Bretlandseyjum sögðust hafa fundið ummerki mænusóttar í Lundunum. Hins vegar hefur enginn greinst smitaður þar.
„Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira