Leikmennirnir fjórir eru ekki í framtíðaráformum Conte og hafa þeir þurft að æfa í einrúmi allt frá því að liðið kom til baka af undirbúningstímabili sínu í Suður-Kóreu.
Ndombele var dýrasti leikmaður Tottenham þegar liðið keypti hann frá Lyon árið 2019. Hann er sagður vera á leið til Napoli á meðan Lo Celso gæti verið á leið til Villareal á Spáni.
Óvíst er hvað verður um Winks og Regulión en einhverjir miðlar hafa orðað Winks við Valencia á meðan Regulión gæti farið til Brighton að fylla upp í skarðið sem Marc Cucrella skildi eftir sig þegar Brighton seldi hann til Chelsea á dögunum.
Að öðru leyti er Conte ánægður með leikmannahópinn sinn en hann segir það vera kjánalegt ef Tottenham myndi kaupa fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugganum lokar þann 1. september.