Katrín Tanja ferðaðist yfir öll Bandaríkin eftir neyðarkall frá Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir sagði frá því hvað sérstaklega góður vinur gerir þegar þú þarft á honum að halda. Anníe lýsti viðbrögðum Katrínar Tönju Davíðsdóttur á heimsleikunum í CrossFit. Katrínu Tönju Davíðsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár og var í skoðunarferð við Hollywood merkið í Los Angeles borg þegar heimsleikarnir voru settir í Madison í lok síðasta mánaðar. Glöggir tóku hins vegar eftir því að tvöfaldi heimsmeistarinn var allt í einu mætt til Madison til að hvetja vinkonu sína Anníe Mist Þórisdóttur og lið hennar frá CrossFit Reykjavíkur. Anníe Mist hefur nú sagt frá því af hverju Katrín Tanja birtist þarna á miðjum heimsleikunum. „Ég vona að þú eigir einhvern að í þínu lífi eins og ég hef í Katrínu Tönju,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á samfélagsmiðla sína. „Einhvern sem er tilbúinn að henda öllu frá sér til að hjálpa þér, dag sem nótt eða hvort sem þú hefur rangt eða rétt fyrir þér. Einhvern sem segir þér hlutina eins og þeir eru. Einhver sem færir fjöll til að auðvelda þér ferðalagið. Slík manneskja er Katrín Tanja fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.10 á Austurstrandartíma hringdi ég hana vegna hugsanlegra meiðsla í okkar liði á heimsleikunum. Hún sat þá í Coeur d’Alene með Brooks Laich sínum. Tólf tímum, tveimur flugum og langri bílferð síðar svaf hún í herbergi við hliðina á mínu í Michigan,“ skrifaði Anníe Mist. „Hver gerir slíkt? Jú Katrín Tanja gerir það,“ skrifaði Anníe. „Ég hef þekkt hana í meira en tíu ár og mér líður eins og hún hafi alltaf verið með mér. Við getum eytt klukkutímum í spjall saman talandi um hitt og þetta. Hluti sem skipta máli eða skipta litlu máli. Við getum setið og þagað saman en við getum líka dansað saman alla nóttina,“ skrifaði Anníe en það má lesa allt sem hún skrifaði hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Katrínu Tönju Davíðsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár og var í skoðunarferð við Hollywood merkið í Los Angeles borg þegar heimsleikarnir voru settir í Madison í lok síðasta mánaðar. Glöggir tóku hins vegar eftir því að tvöfaldi heimsmeistarinn var allt í einu mætt til Madison til að hvetja vinkonu sína Anníe Mist Þórisdóttur og lið hennar frá CrossFit Reykjavíkur. Anníe Mist hefur nú sagt frá því af hverju Katrín Tanja birtist þarna á miðjum heimsleikunum. „Ég vona að þú eigir einhvern að í þínu lífi eins og ég hef í Katrínu Tönju,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á samfélagsmiðla sína. „Einhvern sem er tilbúinn að henda öllu frá sér til að hjálpa þér, dag sem nótt eða hvort sem þú hefur rangt eða rétt fyrir þér. Einhvern sem segir þér hlutina eins og þeir eru. Einhver sem færir fjöll til að auðvelda þér ferðalagið. Slík manneskja er Katrín Tanja fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.10 á Austurstrandartíma hringdi ég hana vegna hugsanlegra meiðsla í okkar liði á heimsleikunum. Hún sat þá í Coeur d’Alene með Brooks Laich sínum. Tólf tímum, tveimur flugum og langri bílferð síðar svaf hún í herbergi við hliðina á mínu í Michigan,“ skrifaði Anníe Mist. „Hver gerir slíkt? Jú Katrín Tanja gerir það,“ skrifaði Anníe. „Ég hef þekkt hana í meira en tíu ár og mér líður eins og hún hafi alltaf verið með mér. Við getum eytt klukkutímum í spjall saman talandi um hitt og þetta. Hluti sem skipta máli eða skipta litlu máli. Við getum setið og þagað saman en við getum líka dansað saman alla nóttina,“ skrifaði Anníe en það má lesa allt sem hún skrifaði hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira