Hugrakkur Evrópumeistari söng „Sweet Caroline“ hátt og skýrt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 12:00 Georgia Stanway fagnar sigurmarki sínu á móti Spáni í átta liða úrslitum EM í Englandi. EPA-EFE/Vince Mignott Íslendingarnir í Bayern München þekkja vel vígsluathöfnina sem allir leikmenn liðsins þurfa að ganga í gegnum. Þær hafa þó sjaldan séð aðra eins kyndingu eins og hjá hinni ensku Georgiu Stanway á dögunum. Georgia Stanway gekk til liðs við Bayern í sumar frá Manchester City þar sem hún hafði spilað undanfarin sjö ár. Hún er 23 ára miðjumaður sem spilaði mjög vel með enska landsliðinu á EM í sumar og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Spán í framlengdum leik í átta liða úrslitum. Stanway og félagar hennar í enska landsliðinu fóru síðan alla leið í keppninni og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Í þýska silfurliðinu í þessum úrslitaleik voru sjö verðandi liðsfélagar Georgiu í Bayern eða þær Lina Magull, Klara Bühl, Giulia Gwinn, Linda Dallmann, Marina Hegering, Lea Schüller og Sydney Lohmann. Eftir hvern sigurleik enska liðsins þá ómaði „Sweet Caroline“ lagið í hátalarakerfinu og flestir áhorfendurnir tóku vel undir. Það varð engin breyting á því eftir úrslitaleikinn á Wembley,. Þegar kom að því að skemmta nýju liðsfélögunum sínum í Bayern á vígsluathöfninni þá sýndi Georgia mikið hugrekki með því að syngja „Sweet Caroline“ hátt og skýrt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Georgia Stanway fái eitthvað boltann á næstunni eftir að hafa hellt úr saltbauknum í sárið. Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir höfðu mjög gaman af skemmtun nýju liðsfélaga sína en það var ekki bara Georgia sem steig upp á „svið“ og söng. Bayern München setti vígsluhátíðina á samfélagsmiðla sína og má sjá stelpurnar skemmta liðsfélögum sínum hér fyrir neðan en hápunkturinn er auðvitað kynding Georgiu Stanway. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira
Georgia Stanway gekk til liðs við Bayern í sumar frá Manchester City þar sem hún hafði spilað undanfarin sjö ár. Hún er 23 ára miðjumaður sem spilaði mjög vel með enska landsliðinu á EM í sumar og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Spán í framlengdum leik í átta liða úrslitum. Stanway og félagar hennar í enska landsliðinu fóru síðan alla leið í keppninni og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Í þýska silfurliðinu í þessum úrslitaleik voru sjö verðandi liðsfélagar Georgiu í Bayern eða þær Lina Magull, Klara Bühl, Giulia Gwinn, Linda Dallmann, Marina Hegering, Lea Schüller og Sydney Lohmann. Eftir hvern sigurleik enska liðsins þá ómaði „Sweet Caroline“ lagið í hátalarakerfinu og flestir áhorfendurnir tóku vel undir. Það varð engin breyting á því eftir úrslitaleikinn á Wembley,. Þegar kom að því að skemmta nýju liðsfélögunum sínum í Bayern á vígsluathöfninni þá sýndi Georgia mikið hugrekki með því að syngja „Sweet Caroline“ hátt og skýrt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Georgia Stanway fái eitthvað boltann á næstunni eftir að hafa hellt úr saltbauknum í sárið. Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir höfðu mjög gaman af skemmtun nýju liðsfélaga sína en það var ekki bara Georgia sem steig upp á „svið“ og söng. Bayern München setti vígsluhátíðina á samfélagsmiðla sína og má sjá stelpurnar skemmta liðsfélögum sínum hér fyrir neðan en hápunkturinn er auðvitað kynding Georgiu Stanway. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira