Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 11:26 Aung San Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar síðan í febrúar 2021. AP Photo Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. Réttarhöldin fóru fram bak við luktar dyr svo hvorki almenningur né fjölmiðlar gátu fylgst með. Þá var lögmönnum hennar bannað af dómnum að tjá sig nokkuð um framvindu málsins. Suu Kyi var ákærð í fjórum liðum, meðal annars fyrir að hafa misnotað stöðu sína til að leigja land í almannaeigu undir markaðsverði og fyrir að hafa byggt sér húsnæði fyrir peninga sem renna áttu til góðgerðamála. Suu Kyi neitaði sök í öllum ákæruliðum og gert er ráð fyrir að lögmenn hennar muni áfrýja málinu. Suu Kyi afplánar þegar fangelsisdóm fyrir uppreisnaráróður, spillingu og aðrar meintar sakagiftir. Hún var sótt til saka fyrir ýmis meint brot eftir að henni og ríkisstjórn hennar var bolað frá völdum af mjanmarska hernum og hún handtekin í febrúar 2021. Sérfræðingar segja að dómsmál gegn henni séu tilraun herforingjastjórnarinnar til að réttlæta valdaránið og til þess að koma í veg fyrir að hún geti tekið áfram þátt í stjórnmálum en herinn hefur heitið því að blása til kosninga frá því að hann tók völd. Suu Kyi og aðrir lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn, sem sóttir hafa verið til saka, hafa neitað sök í öllum þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hendur þeirra. Talið er líklegt að lögmenn þeirra muni áfrýja dómunum á næstu dögum. Mjanmar Tengdar fréttir Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01 Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Réttarhöldin fóru fram bak við luktar dyr svo hvorki almenningur né fjölmiðlar gátu fylgst með. Þá var lögmönnum hennar bannað af dómnum að tjá sig nokkuð um framvindu málsins. Suu Kyi var ákærð í fjórum liðum, meðal annars fyrir að hafa misnotað stöðu sína til að leigja land í almannaeigu undir markaðsverði og fyrir að hafa byggt sér húsnæði fyrir peninga sem renna áttu til góðgerðamála. Suu Kyi neitaði sök í öllum ákæruliðum og gert er ráð fyrir að lögmenn hennar muni áfrýja málinu. Suu Kyi afplánar þegar fangelsisdóm fyrir uppreisnaráróður, spillingu og aðrar meintar sakagiftir. Hún var sótt til saka fyrir ýmis meint brot eftir að henni og ríkisstjórn hennar var bolað frá völdum af mjanmarska hernum og hún handtekin í febrúar 2021. Sérfræðingar segja að dómsmál gegn henni séu tilraun herforingjastjórnarinnar til að réttlæta valdaránið og til þess að koma í veg fyrir að hún geti tekið áfram þátt í stjórnmálum en herinn hefur heitið því að blása til kosninga frá því að hann tók völd. Suu Kyi og aðrir lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn, sem sóttir hafa verið til saka, hafa neitað sök í öllum þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hendur þeirra. Talið er líklegt að lögmenn þeirra muni áfrýja dómunum á næstu dögum.
Mjanmar Tengdar fréttir Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01 Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18
Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01
Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37