„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2022 22:22 Arnari Gunnlaugssyni fannst Víkingar vera linir í fyrri hálfleiknum gegn Blikum. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira