Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2022 09:28 Rannsóknarskipið Yuan Wang 5 við bryggju í Hambantota í morgun. Skipið er rekið af kínverska hernum og hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. AP/Eranga Jayawardena Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum. Höfnin sjálf var byggð með láni frá Kína, sem hluti af Belti og braut innviðaáætlun kommúnistaríkisins. Höfnin hefur þó verið rekin af Kínverjum frá 2017, þegar ráðamenn í Sri Lanka skrifuðu undir 99 ára leigusamning vegna þess að ríkið réði ekki við af borga af láninu frá Kína. Rannsóknarskipið, Yuan Wang 5, er rekið af kínverska hernum og er hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. Yuan Wang 5 átti fyrst að koma til hafnar þann 11. Ágúst en Yfirvöld í Sri Lanka höfðu meinað áhöfn skipsins að koma að landi í Hambantota. Nú segja yfirvöld að skipið verði við bryggju í þrjá daga, að taka kost og eldsneyti, að sögn Reuters. Kínverjar og Indverjar hafa að undanförnu keppt um áhrif í Sri Lanka og á sama tíma og landið fer í gegnum gríðarlega umfangsmiklar efnahagskrísu. Indverjar, og aðrir, óttast að Kínverjar ætli sér að nota Hambantota sem flotastöð og nota höfnina til að vakta indverska herinn og flota. Indverjar segjast þó ekki hafa þrýst á ráðamenn í Sri Lanka um að meina áhöfn skipsins að leggja því upp að bryggju, samkvæmt frétt DW. Talsverð spenna hefur verið mikilli Indlands og Kína á undanförnum árum. Meðal annars hefur komið til átaka milli hermanna ríkjanna við landamærin í Himalajafjöllum. Sjá einnig: Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Talsmaður starfandi ríkisstjórnar Sri Lanka sagði Rueters að ráðamenn þar væru að leita leiða til að koma í veg fyrir deilur milli ríkja sem væru vinveitt Sri Lanka en mögulega óvinveitt hvert öðru. Skipum frá Bandaríkjunum, Indlandi og öðrum ríkjum sé leyft að koma að landi, eins og skipum frá Kína. Srí Lanka Kína Indland Tengdar fréttir Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01 Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42 Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21 Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Höfnin sjálf var byggð með láni frá Kína, sem hluti af Belti og braut innviðaáætlun kommúnistaríkisins. Höfnin hefur þó verið rekin af Kínverjum frá 2017, þegar ráðamenn í Sri Lanka skrifuðu undir 99 ára leigusamning vegna þess að ríkið réði ekki við af borga af láninu frá Kína. Rannsóknarskipið, Yuan Wang 5, er rekið af kínverska hernum og er hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. Yuan Wang 5 átti fyrst að koma til hafnar þann 11. Ágúst en Yfirvöld í Sri Lanka höfðu meinað áhöfn skipsins að koma að landi í Hambantota. Nú segja yfirvöld að skipið verði við bryggju í þrjá daga, að taka kost og eldsneyti, að sögn Reuters. Kínverjar og Indverjar hafa að undanförnu keppt um áhrif í Sri Lanka og á sama tíma og landið fer í gegnum gríðarlega umfangsmiklar efnahagskrísu. Indverjar, og aðrir, óttast að Kínverjar ætli sér að nota Hambantota sem flotastöð og nota höfnina til að vakta indverska herinn og flota. Indverjar segjast þó ekki hafa þrýst á ráðamenn í Sri Lanka um að meina áhöfn skipsins að leggja því upp að bryggju, samkvæmt frétt DW. Talsverð spenna hefur verið mikilli Indlands og Kína á undanförnum árum. Meðal annars hefur komið til átaka milli hermanna ríkjanna við landamærin í Himalajafjöllum. Sjá einnig: Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Talsmaður starfandi ríkisstjórnar Sri Lanka sagði Rueters að ráðamenn þar væru að leita leiða til að koma í veg fyrir deilur milli ríkja sem væru vinveitt Sri Lanka en mögulega óvinveitt hvert öðru. Skipum frá Bandaríkjunum, Indlandi og öðrum ríkjum sé leyft að koma að landi, eins og skipum frá Kína.
Srí Lanka Kína Indland Tengdar fréttir Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01 Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42 Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21 Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01
Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42
Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21
Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45