Davíð Örn frá næstu vikurnar: „Nárinn fór“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 15:31 Davíð Örn Atlason var borinn af velli í fyrri hálfleik. Vísir/Hulda Margrét Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, þurfti að fara af velli í stórleik Bestu deildar karla í gærkvöld eftir að meiðast á nára í fyrri hálfleik. Hann bíður nú eftir að komast í ómskoðun til að fá nánari greiningu á meiðslunum. Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deildinni í fótbolta á mánudagskvöld. Bæði lið hafa spilað þétt og virðist það vera að koma í bakið á þeim. Davíð Örn og Logi Tómasson fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik hjá Víkingum. Sömu sögu er að segja af Kristni Steindórssyni í liði Breiðabliks og þá fór Davíð Ingvarsson meiddur af velli í hálfleik. Fyrir voru menn á borð við Ísak Snæ Þorvaldsson, Nikolaj Hansen og Halldór Smára Sigurðsson á meiðslalista liðanna. Davíð Örn meiddist snemma leiks er hann stökk upp í skallabolta. Er hann lenti var strax ljóst að hann gæti ekki haldið leik áfram. „Davíð er borinn af velli. Vonandi er þetta ekki jafn alvarlegt og þetta lítur út fyrir að vera,“ segir í lýsingu Vísis úr leiknum. Davíð Örn staðfesti svo í stuttu spjalli við íþróttadeild að um nárameiðsli væri að ræða. „Já nárinn fór bara þarna þegar ég var að spyrna mér upp til að hoppa í skallabolta. Veit meira þegar ég er búinn í segulómun.“ Meiðslin litu ekki vel út en Davíð Örn fór í aðgerð vegna kviðslits á síðasta ári. Hvort meiðslin nú séu jafn alvarleg er alls óvíst en það má allavega bóka það að bakvörðurinn öflugi spili ekki meira í ágústmánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Víkinga sem dreymir um að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitil sinn. Liðið mætir KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn kemur en liðin mættust einnig á síðustu leiktíð. Þar unnu Víkingar öruggan sigur og ætla lærisveinar Rúnars Kristinssonar eflaust að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deildinni í fótbolta á mánudagskvöld. Bæði lið hafa spilað þétt og virðist það vera að koma í bakið á þeim. Davíð Örn og Logi Tómasson fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik hjá Víkingum. Sömu sögu er að segja af Kristni Steindórssyni í liði Breiðabliks og þá fór Davíð Ingvarsson meiddur af velli í hálfleik. Fyrir voru menn á borð við Ísak Snæ Þorvaldsson, Nikolaj Hansen og Halldór Smára Sigurðsson á meiðslalista liðanna. Davíð Örn meiddist snemma leiks er hann stökk upp í skallabolta. Er hann lenti var strax ljóst að hann gæti ekki haldið leik áfram. „Davíð er borinn af velli. Vonandi er þetta ekki jafn alvarlegt og þetta lítur út fyrir að vera,“ segir í lýsingu Vísis úr leiknum. Davíð Örn staðfesti svo í stuttu spjalli við íþróttadeild að um nárameiðsli væri að ræða. „Já nárinn fór bara þarna þegar ég var að spyrna mér upp til að hoppa í skallabolta. Veit meira þegar ég er búinn í segulómun.“ Meiðslin litu ekki vel út en Davíð Örn fór í aðgerð vegna kviðslits á síðasta ári. Hvort meiðslin nú séu jafn alvarleg er alls óvíst en það má allavega bóka það að bakvörðurinn öflugi spili ekki meira í ágústmánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Víkinga sem dreymir um að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitil sinn. Liðið mætir KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn kemur en liðin mættust einnig á síðustu leiktíð. Þar unnu Víkingar öruggan sigur og ætla lærisveinar Rúnars Kristinssonar eflaust að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30
Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00
„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22
„Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07