Merkingarnar verði notendum Twitter sýnilegar á nokkrum tungumálum til þess að fólk sé meðvitað um rangfærslur. Dæmi um slíkar séu yfirlýsingar um það að óöruggara sé að senda atkvæði sín inn með pósti en að mæta á kjörstað en Twitter muni einnig beina notendum að traustverðugum upplýsingum um kosningarnar. CNN greinir frá þessu.
Þessar merkingar Twitter eru þó ekki nýjar af nálinni en þær hafi einnig verið notaðar fyrir bandarísku forsetakosningarnar árið 2020. Merkingunum hafi þó verið hætt í mars 2021.
Samfélagsmiðillinn hafi einnig hafið notkun á merkingum sem þessum til þess að koma í veg fyrir dreifingu á röngum og misvísandi upplýsingum sem geti leitt af sér skaða. Séu tíst metin sem slíkt verði ekki hægt að líka við eða deila þeim.