Nunez fékk að líta beint rautt spjald á 57. mínútu leiksins eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og skallað Andersen. Gestirnir í Crystal Palace höfðu þá 0-1 forystu eftir mark frá Wilfried Zaha.
Danski miðvörðurinn hafði allan leikinn verið að gera í því að reyna að pirra úrúgvæskaa framherjann og á endanum missti Nunez hausinn með fyrrgreindum afleiðingum.
Þrátt fyrir að þurfa að spila seinasta hálftíma leiksins manni færri náðu liðsmenn Liverpool að jafna metin og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.
Nunez birti svo fyrr í kvöld skilaboð á Twitter síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni.
Soy consciente de la fea actitud que tuve. Estoy para aprender de mis errores y no volverá a pasar más. 🫡🙏
— Darwin Núñez (@Darwinn99) August 16, 2022
„Ég geri mér grein fyrir ljótri hegðun minni,“ ritaði Nunez. „Ég er hér til að læra af mistökum mínum, þetta kemur ekki fyrir aftur.“
Nunez birti svo aðra færslu nokkrum mínútum síðar þar sem hann bað stuðningsmenn Liverpool sérstaklega afsökunar, vitandi það að hann setti liðið í erfiða stöðu með hegðun sinni í leiknum.
Apologies to Liverpool all ✋🏼
— Darwin Núñez (@Darwinn99) August 16, 2022
I’ll be back 🫡 pic.twitter.com/iszTdSAx2i