Anníe Mist verður alltaf veik eftir heimsleikana: „Mikið veik núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir sagði aðdáendum sínum frá því hvað tekur alltaf við hjá henni strax eftir heimsleikana í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Það tekur mikið á að taka þátt í heimsleikunum í CrossFit. Keppendur hafa verið mörg ár að undirbúa sig og eru í frábæru formi en leikarnir eru alltaf alvöru próf sem taka mikla orku frá öllum. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það manna best enda nýkomin heim af sínum tólftu heimsleikum sem voru þó aðeins öðruvísi þar sem hún tók þátt í liðakeppninni að þessu sinn. Anníe gaf aðdáendum sínum smá innsýn í það sem hún hefur verið að ganga í gegnum eftir að keppnin kláraðist í Madison. „Áhugaverð staðreynd um mig. Nánast eftir alla heimsleika þá veikist ég,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í myndbandi sem hún setti inn á samfélagsmiðla sína. „Þessir heimsleikar reyndu ekki það mikið á mig en eftir allt andlega stressið og það sem gekk á í aðdraganda leikanna þá fer líkaminn í ferli þar sem hann finnur leið til að komast í gegnum þetta álag,“ sagði Anníe Mist. „Það er enginn tími til að veikjast og líkaminn finnur út úr þessu. Þegar heimsleikarnir eru að baki og þú færð tækifæri til að slaka á þá er eins og líkaminn minn hrynji,“ sagði Anníe Mist. „Ég varð mjög veik í þetta skiptið og þið heyrið það kannski á röddinni minni því ég er enn smá hás og með hósta. Nú er samt liðin ein vika frá leikunum og ég var að klára mitt fyrsta útihlaup eftir leikana,“ sagði Anníe. „Þetta var bara auðvelt hjá mér í dag því ég veit að má ekki keyra þetta of hratt í gang aftur en mér líður rosalega vel á eftir. Nú er ég orðin spennt að byrja aftur og vil líka fara að borða hollari mat. Fólk er hannað til að hreyfa sig,“ sagði Anníe. Hún var þá stödd í Kaupmannahöfn að ná sér niður eftir heimsleikana sem fóru fram í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Það má sjá myndbandið hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það manna best enda nýkomin heim af sínum tólftu heimsleikum sem voru þó aðeins öðruvísi þar sem hún tók þátt í liðakeppninni að þessu sinn. Anníe gaf aðdáendum sínum smá innsýn í það sem hún hefur verið að ganga í gegnum eftir að keppnin kláraðist í Madison. „Áhugaverð staðreynd um mig. Nánast eftir alla heimsleika þá veikist ég,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í myndbandi sem hún setti inn á samfélagsmiðla sína. „Þessir heimsleikar reyndu ekki það mikið á mig en eftir allt andlega stressið og það sem gekk á í aðdraganda leikanna þá fer líkaminn í ferli þar sem hann finnur leið til að komast í gegnum þetta álag,“ sagði Anníe Mist. „Það er enginn tími til að veikjast og líkaminn finnur út úr þessu. Þegar heimsleikarnir eru að baki og þú færð tækifæri til að slaka á þá er eins og líkaminn minn hrynji,“ sagði Anníe Mist. „Ég varð mjög veik í þetta skiptið og þið heyrið það kannski á röddinni minni því ég er enn smá hás og með hósta. Nú er samt liðin ein vika frá leikunum og ég var að klára mitt fyrsta útihlaup eftir leikana,“ sagði Anníe. „Þetta var bara auðvelt hjá mér í dag því ég veit að má ekki keyra þetta of hratt í gang aftur en mér líður rosalega vel á eftir. Nú er ég orðin spennt að byrja aftur og vil líka fara að borða hollari mat. Fólk er hannað til að hreyfa sig,“ sagði Anníe. Hún var þá stödd í Kaupmannahöfn að ná sér niður eftir heimsleikana sem fóru fram í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Það má sjá myndbandið hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira