Heilög á svört vegna skólps og úrgangs Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2022 11:02 Bagmati áin er sú mengaðasta í Nepal en hún er sömuleiðis álitin heilög. Gíurlega mikið rusl og skólp er í ánni. AP/Niranjan Shrestha Hin heilaga Bagmati-á í Nepal hefur lengi verið talin búin þeim mætti að geta hreinsað sálir fólks. Uppruni árinnar er í Himalæjafjöllum og þykir áin einstaklega tær þar. Þegar neðar er komið er áin hins vegar orðin svört á lit og full af skólpi og sorpi. Áin er nú sú mest mengaða í landinu og er mengunin að breyta lifnaðarháttum fólks sem býr nærri henni í Katmandú-dalnum þar sem höfuðborg Nepal má finna. Ekki er hægt að drekka vatn úr ánni eða nota það til hreinsunar. Þegar flæðið í ánni minnkar, ber hræðilega lykt frá henni. Kona biður á bökkum Bagmati í Katmandú.AP/Niranjan Shrestha Hindúar hafa lengi fylkt liði á bökkum Bagmati til að biðja við skríni eða taka þátt í hátíðum. Konur dýfa sér í ánna til að þvo syndir sínar á brott og fjölskyldur hafa lengi þvegið fætur líka fjölskyldumeðlima í ánni. Þau telja að það tryggi leið viðkomandi í himnaríki og líkin eru svo brennd á bökkum árinnar og ösku þeirra kastað útí. Mithu Lama, 59, segir að á árum áður hafi fólk drukkið vatn úr ánni. Það sé ekki lengur hægt og hún býst ekki við að það verði hægt aftur.AP/Niranjan Shrestha Drukku vatnið á árum áður Þetta hefur nú breyst, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fólk kemur enn með lík ástvina sinna og brennir þau enn á bökkum árinnar en þau eru þvegin með hreinsuðu vatni sem selt er í búðum. Ein kona sem blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við hefur búið allt sitt líf á bökkum Bagmati. Hún heitir Lama og sagði frá því að á árum áður hefði fólk notað vatn úr ánni til eldamennsku, baðað sig í því og jafnvel drukkið það. Nú sé búið að dæla skólpi og sorpi í ánna í áratugi og hún býst ekki við að ástandið muni batna á næstunni. Nokkrum sinnum hafi verið farið í átaka til að hreinsa ánna en það hafi aldrei gengið eftir. Of margir væru að menga ánna. „Fólk er vandamálið,“ sagði konan. Fundu lík barns Mala Kharel er kona sem hefur tekið þátt í hreinsunarstarfi í ánni um helgar um nokkuð skeið. Hún er einn af stjórnendum opinberrar nefndar sem fjallar um ánna og segir að mikill árangur hafi náðst í að hreinsa rusl úr ánni. Hundruð manna koma saman til að hreinsa rusl úr ánni um hverja helgi. Í gegnum árin hafa þau fundið allskonar úrgang, eins og dýrshræ og jafnvel lík barna sem hefur verið kastað í ánna. Átak þetta hefur þó ekki skilað nægum árangri samkvæmt frétt AP. Það er að miklu leyti rakið til þess að sorphirða þykir ekki nægjanlega góð í Katmandú og því sé stór hluti íbúa sem kasti sínu sorpi í ánna. Þá hafi þúsundir byggt ólögleg hús og kofa á bökkum árinnar og neita að fara. Hundruð sjálfboðaliða koma reglulega saman til að týna rusl úr Bagmati. Það dugar þó ekki til.AP/Niranjan Shrestha Binda vonir við stíflur Verið er að reisa tvær stíflur ofarlega í ánni sem vonast er til að hægt verði að nota til að safna vatni yfir rigningartímabilið. Það vatn sé svo hægt að nota til að hreinsa árfarveginn þegar þurrt er og rusl hefur safnast saman. Búist er við því að smíði stíflnanna ljúki brátt. Sérfræðingar eru þó ekki sammála um það hvort stíflurnar muni nýtast eins og vonast er til Leiðsla þar sem vatn rennur út í Bagmati.AP/Niranjan Shrestha Yfirvöld í Nepal hafa einnig unnið að gerð skurða og leiðslna sem ætlað er að taka við skólpi og bera það frá ánni. Sú vinna byrjaði árið 2013 en ekki sér fyrir endann á henni enn. Þá er einnig verið að skoða það að reisa hreinsistöð til að hreinsa vatn árinnar. Einn sérfræðingur sem rætt var við segir að ekki sé svo auðvelt að hreinsa náttúrlegan farveg árinnar. Þá sé búið að vinna svo mikinn skaða á ánni að þó að hægt sé að hreinsa hana, þá verði hún aldrei eins og hún var. Við upptök Bagmati rennur hluti árinnar úr líkneski í Shivapuri þjóðgarðinum í Nepal.AP/Niranjan Shrestha Áin nálgast Katmandú og verður fljótt brún.AP/Niranjan Shrestha Bagmati áin er sú mengaðasta í Nepal.AP/Niranjan Shrestha Rusl á bökkum Bagmati í Katmandú.AP/Niranjan Shrestha Skólprör sem leiðir út í Bagmati.AP/Niranjan Shrestha Stúlkur fylgjsat með Bagmati renna í gegnum Katmandú.AP/Niranjan Shrestha Rusl í ánni.AP/Niranjan Shrestha Hindúar flykkjast að bökkum Bagmati.AP/Niranjan Shrestha Karfa full af rusli í ánni í Katmandú.AP/Niranjan Shrestha Kona gengur yfir rör þar sem vatn rennur út í Bagmati-á. Mikið rusl er sýnilegt á myndinni.AP/Niranjan Shrestha Hér má sjá mynd frá Guheswori hreinsistöðinni þar sem vatn úr Bagmati er hreinsað.AP/Niranjan Shrestha Hluti af vatninu í Bagmati er hreinsað í Guheswori, áður en það rennur að Pashupatinath hofi í Katmandú. Brenndum líkamsleifum er reglulega kastað í Bagmati ánna við Pashpupatinath-hofið í Katmandú. Það er á minjaskrá UNESCO.AP/Niranjan Shrestha Maður skoðar mjög mengaða ánna nærri Pashupatinath hofinu í Katmandú.AP/Niranjan Shrestha Vonir eru bundnar við að stíflur muni geta safnað rigningarvatni og notað það seinna meir til að hreinsa árfarveginn.AP/Niranjan Shrestha Þegar Bagmati rennur frá Katmandú er hún orðin svört.AP/Niranjan Shrestha Nepal Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Áin er nú sú mest mengaða í landinu og er mengunin að breyta lifnaðarháttum fólks sem býr nærri henni í Katmandú-dalnum þar sem höfuðborg Nepal má finna. Ekki er hægt að drekka vatn úr ánni eða nota það til hreinsunar. Þegar flæðið í ánni minnkar, ber hræðilega lykt frá henni. Kona biður á bökkum Bagmati í Katmandú.AP/Niranjan Shrestha Hindúar hafa lengi fylkt liði á bökkum Bagmati til að biðja við skríni eða taka þátt í hátíðum. Konur dýfa sér í ánna til að þvo syndir sínar á brott og fjölskyldur hafa lengi þvegið fætur líka fjölskyldumeðlima í ánni. Þau telja að það tryggi leið viðkomandi í himnaríki og líkin eru svo brennd á bökkum árinnar og ösku þeirra kastað útí. Mithu Lama, 59, segir að á árum áður hafi fólk drukkið vatn úr ánni. Það sé ekki lengur hægt og hún býst ekki við að það verði hægt aftur.AP/Niranjan Shrestha Drukku vatnið á árum áður Þetta hefur nú breyst, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fólk kemur enn með lík ástvina sinna og brennir þau enn á bökkum árinnar en þau eru þvegin með hreinsuðu vatni sem selt er í búðum. Ein kona sem blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við hefur búið allt sitt líf á bökkum Bagmati. Hún heitir Lama og sagði frá því að á árum áður hefði fólk notað vatn úr ánni til eldamennsku, baðað sig í því og jafnvel drukkið það. Nú sé búið að dæla skólpi og sorpi í ánna í áratugi og hún býst ekki við að ástandið muni batna á næstunni. Nokkrum sinnum hafi verið farið í átaka til að hreinsa ánna en það hafi aldrei gengið eftir. Of margir væru að menga ánna. „Fólk er vandamálið,“ sagði konan. Fundu lík barns Mala Kharel er kona sem hefur tekið þátt í hreinsunarstarfi í ánni um helgar um nokkuð skeið. Hún er einn af stjórnendum opinberrar nefndar sem fjallar um ánna og segir að mikill árangur hafi náðst í að hreinsa rusl úr ánni. Hundruð manna koma saman til að hreinsa rusl úr ánni um hverja helgi. Í gegnum árin hafa þau fundið allskonar úrgang, eins og dýrshræ og jafnvel lík barna sem hefur verið kastað í ánna. Átak þetta hefur þó ekki skilað nægum árangri samkvæmt frétt AP. Það er að miklu leyti rakið til þess að sorphirða þykir ekki nægjanlega góð í Katmandú og því sé stór hluti íbúa sem kasti sínu sorpi í ánna. Þá hafi þúsundir byggt ólögleg hús og kofa á bökkum árinnar og neita að fara. Hundruð sjálfboðaliða koma reglulega saman til að týna rusl úr Bagmati. Það dugar þó ekki til.AP/Niranjan Shrestha Binda vonir við stíflur Verið er að reisa tvær stíflur ofarlega í ánni sem vonast er til að hægt verði að nota til að safna vatni yfir rigningartímabilið. Það vatn sé svo hægt að nota til að hreinsa árfarveginn þegar þurrt er og rusl hefur safnast saman. Búist er við því að smíði stíflnanna ljúki brátt. Sérfræðingar eru þó ekki sammála um það hvort stíflurnar muni nýtast eins og vonast er til Leiðsla þar sem vatn rennur út í Bagmati.AP/Niranjan Shrestha Yfirvöld í Nepal hafa einnig unnið að gerð skurða og leiðslna sem ætlað er að taka við skólpi og bera það frá ánni. Sú vinna byrjaði árið 2013 en ekki sér fyrir endann á henni enn. Þá er einnig verið að skoða það að reisa hreinsistöð til að hreinsa vatn árinnar. Einn sérfræðingur sem rætt var við segir að ekki sé svo auðvelt að hreinsa náttúrlegan farveg árinnar. Þá sé búið að vinna svo mikinn skaða á ánni að þó að hægt sé að hreinsa hana, þá verði hún aldrei eins og hún var. Við upptök Bagmati rennur hluti árinnar úr líkneski í Shivapuri þjóðgarðinum í Nepal.AP/Niranjan Shrestha Áin nálgast Katmandú og verður fljótt brún.AP/Niranjan Shrestha Bagmati áin er sú mengaðasta í Nepal.AP/Niranjan Shrestha Rusl á bökkum Bagmati í Katmandú.AP/Niranjan Shrestha Skólprör sem leiðir út í Bagmati.AP/Niranjan Shrestha Stúlkur fylgjsat með Bagmati renna í gegnum Katmandú.AP/Niranjan Shrestha Rusl í ánni.AP/Niranjan Shrestha Hindúar flykkjast að bökkum Bagmati.AP/Niranjan Shrestha Karfa full af rusli í ánni í Katmandú.AP/Niranjan Shrestha Kona gengur yfir rör þar sem vatn rennur út í Bagmati-á. Mikið rusl er sýnilegt á myndinni.AP/Niranjan Shrestha Hér má sjá mynd frá Guheswori hreinsistöðinni þar sem vatn úr Bagmati er hreinsað.AP/Niranjan Shrestha Hluti af vatninu í Bagmati er hreinsað í Guheswori, áður en það rennur að Pashupatinath hofi í Katmandú. Brenndum líkamsleifum er reglulega kastað í Bagmati ánna við Pashpupatinath-hofið í Katmandú. Það er á minjaskrá UNESCO.AP/Niranjan Shrestha Maður skoðar mjög mengaða ánna nærri Pashupatinath hofinu í Katmandú.AP/Niranjan Shrestha Vonir eru bundnar við að stíflur muni geta safnað rigningarvatni og notað það seinna meir til að hreinsa árfarveginn.AP/Niranjan Shrestha Þegar Bagmati rennur frá Katmandú er hún orðin svört.AP/Niranjan Shrestha
Nepal Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira