KR-ingar „woke-væðast“ með nýjum söngtexta Jakob Bjarnar skrifar 17. ágúst 2022 14:19 Á engan er hallað þó því sé haldið hér fram að stuðningsmannalag Bubba Morthens, sem hann samdi fyrir liðið sitt KR, sé eitt það allra besta sinnar tegundar. Nú er verið að uppfæra lagið við breyttan texta. Formaður KR segir að Bubbi hafi viljað hafa þetta tveggja kynja lag en ekki eins kynja lag. Bubbi Morthens sá ljósið en nú er verið að gera nýja útgáfu af KR-lagi hans „Allir sem einn“, nýr texti sem ekki hljómar lengur allir sem einn heldur öll sem eitt. Spurst hefur að verið sé að vinna nýja útgáfu af KR-lagi Bubba Morthens. Er á engan hallað þó fullyrt sé að þar sé um að ræða eitt best heppnaða stuðningsmannalag sem um getur. Því þarf ekki að koma á óvart þó einarðir stuðningsmenn KR viðri áhyggjur sínar vegna endurgerðar lagsins „Við erum KR – allir sem einn)“. Daníel Magnús Guðlaugsson er einn þeirra og hann vekur máls á þessu á Facebook-síðu sinni. „Upprunalega lagið fullkomið svo maður áttar sig ekki alveg á þessu,“ segir Daníel Magnús og er leynir hvergi því að honum er ekki um sel. Hann spyr hvernig þetta vildi til, hvort þetta væri samkvæmt vilja Bubba eða hvort KR hafi verið að biðja um þetta? Áfram KR-stelpur og strákar, trans og hán Stórt er spurt en Bubbi Morthens er fljótur til svars sem fyrr. Ekki er annað á rokkkóngi Íslands að heyra en að hann sé afar sáttur við þetta framtak. Hann segir breytta tíma. „Við erum svört, við erum hvít. Nú hafa stelpurnar fengið sitt lag líka og stúkan. Sama lag nema nú syngur Selma Björns með og hópur barna úr yngstu flokkum í kórnum sem og leikmenn í meistara deild,“ segir Bubbi. Hann segir lagið hafa fengið langþráða upplyftingu. „Áfram KR-stelpur og strákar, trans og hán, lifi fjölbreytileikinn,“ segir Bubbi sem er eldheitur KR-ingur og vitnar í sinn eigin texta: Við erum svört og við erum hvít. Ekkert getur stöðvað oss. Og hann bætir því við að stelpurnar hafi alltaf átt að fá sitt lag: „Og ég sá ljósið.“ Eina alvöru stuðningsmannalagið Lúðvík S. Georgsson er formaður KR og breytingarnar leggjast vel í hann. Lúðvík segir að lagið hafi verið tekið upp í breyttri mynd í gær og Bubbi hafi að mörgu leyti átt frumkvæði af því sjálfur. „Hann vildi gera þetta tveggja kynja lag, ekki eins kynja lag,“ segir Lúðvík og telur enga ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu. Grunnurinn sé óbreyttur. En er KR þá að PC-væðast? „Ha, ég veit það ekki? Áttu við tölvur?“ segir Lúðvík sem var við laxveiðar þegar blaðamaður ræddi við hann. Spurður hvenær til standi að kynna afurðina segist Lúðvík ekki vita það nákvæmlega, þetta verkefni sé ekki á hans höndum. Við erum svört og við erum hvít, og stöndum saman öll sem eitt.Vísir/Bára Dröfn „En ef upptakan hefur heppnast er KR-dagur í næstu viku og það gæti verið vettvangur fyrir það,“ segir Lúðvík án ábyrgðar. En hann er ekki í vafa um gæði KR-lagsins. „Þetta er besta stuðningsmannalag landsins, eina alvöru lagið. Þarf ekki að vera tengt fótbolta, þó það sé geirneglt sem slíkt, en gæti staðið sem popplag þar fyrir utan. Þegar Bubbi tekur sig til þá er von á góðu,“ segir Lúðvík. KR-lagið bara fyrir kalla eða alla? Hér neðar má sjá fyrri texta Bubba við stuðningsmannalag sitt og geta menn velt því fyrir sér merkingarfræðinni, hvort þarna sé aðeins verið að tala um karla eða hvort textinn geti átt við um alla KR-inga, hvernig svo sem þeir skilgreina sig, ef að er gáð? Ef marka má Bubba þá hafði hann aðeins karlmenn í huga þegar hann skrúfaði texta sinn saman en hugarfar höfundar þarf ekki nauðsynlega að breyta merkingu orðanna. Allir sem einn Við stöndum saman allir sem einn uppgjöf þekkir enginn hér Við erum harðir allir sem einn öflug liðsheild sem fórnar sér. Við erum KR – KR og berum höfuð hátt Við erum svartir, við erum hvítir enginn getur stöðvað oss Við eigum viljann, við eigum úthald við eigum styrk á við hvaða foss. Við erum KR – KR og berum höfuð hátt Mótlæti er til að sigrast á sameinaðir við sigrum þá Við þekkjum bæði gleði og tár titillinn er okkar í ár. KR Tónlist Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Sjá meira
Spurst hefur að verið sé að vinna nýja útgáfu af KR-lagi Bubba Morthens. Er á engan hallað þó fullyrt sé að þar sé um að ræða eitt best heppnaða stuðningsmannalag sem um getur. Því þarf ekki að koma á óvart þó einarðir stuðningsmenn KR viðri áhyggjur sínar vegna endurgerðar lagsins „Við erum KR – allir sem einn)“. Daníel Magnús Guðlaugsson er einn þeirra og hann vekur máls á þessu á Facebook-síðu sinni. „Upprunalega lagið fullkomið svo maður áttar sig ekki alveg á þessu,“ segir Daníel Magnús og er leynir hvergi því að honum er ekki um sel. Hann spyr hvernig þetta vildi til, hvort þetta væri samkvæmt vilja Bubba eða hvort KR hafi verið að biðja um þetta? Áfram KR-stelpur og strákar, trans og hán Stórt er spurt en Bubbi Morthens er fljótur til svars sem fyrr. Ekki er annað á rokkkóngi Íslands að heyra en að hann sé afar sáttur við þetta framtak. Hann segir breytta tíma. „Við erum svört, við erum hvít. Nú hafa stelpurnar fengið sitt lag líka og stúkan. Sama lag nema nú syngur Selma Björns með og hópur barna úr yngstu flokkum í kórnum sem og leikmenn í meistara deild,“ segir Bubbi. Hann segir lagið hafa fengið langþráða upplyftingu. „Áfram KR-stelpur og strákar, trans og hán, lifi fjölbreytileikinn,“ segir Bubbi sem er eldheitur KR-ingur og vitnar í sinn eigin texta: Við erum svört og við erum hvít. Ekkert getur stöðvað oss. Og hann bætir því við að stelpurnar hafi alltaf átt að fá sitt lag: „Og ég sá ljósið.“ Eina alvöru stuðningsmannalagið Lúðvík S. Georgsson er formaður KR og breytingarnar leggjast vel í hann. Lúðvík segir að lagið hafi verið tekið upp í breyttri mynd í gær og Bubbi hafi að mörgu leyti átt frumkvæði af því sjálfur. „Hann vildi gera þetta tveggja kynja lag, ekki eins kynja lag,“ segir Lúðvík og telur enga ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu. Grunnurinn sé óbreyttur. En er KR þá að PC-væðast? „Ha, ég veit það ekki? Áttu við tölvur?“ segir Lúðvík sem var við laxveiðar þegar blaðamaður ræddi við hann. Spurður hvenær til standi að kynna afurðina segist Lúðvík ekki vita það nákvæmlega, þetta verkefni sé ekki á hans höndum. Við erum svört og við erum hvít, og stöndum saman öll sem eitt.Vísir/Bára Dröfn „En ef upptakan hefur heppnast er KR-dagur í næstu viku og það gæti verið vettvangur fyrir það,“ segir Lúðvík án ábyrgðar. En hann er ekki í vafa um gæði KR-lagsins. „Þetta er besta stuðningsmannalag landsins, eina alvöru lagið. Þarf ekki að vera tengt fótbolta, þó það sé geirneglt sem slíkt, en gæti staðið sem popplag þar fyrir utan. Þegar Bubbi tekur sig til þá er von á góðu,“ segir Lúðvík. KR-lagið bara fyrir kalla eða alla? Hér neðar má sjá fyrri texta Bubba við stuðningsmannalag sitt og geta menn velt því fyrir sér merkingarfræðinni, hvort þarna sé aðeins verið að tala um karla eða hvort textinn geti átt við um alla KR-inga, hvernig svo sem þeir skilgreina sig, ef að er gáð? Ef marka má Bubba þá hafði hann aðeins karlmenn í huga þegar hann skrúfaði texta sinn saman en hugarfar höfundar þarf ekki nauðsynlega að breyta merkingu orðanna. Allir sem einn Við stöndum saman allir sem einn uppgjöf þekkir enginn hér Við erum harðir allir sem einn öflug liðsheild sem fórnar sér. Við erum KR – KR og berum höfuð hátt Við erum svartir, við erum hvítir enginn getur stöðvað oss Við eigum viljann, við eigum úthald við eigum styrk á við hvaða foss. Við erum KR – KR og berum höfuð hátt Mótlæti er til að sigrast á sameinaðir við sigrum þá Við þekkjum bæði gleði og tár titillinn er okkar í ár.
KR Tónlist Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Sjá meira