Sextán ára munaðarlausri stúlku gert að fæða barn vegna þroskaleysis Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2022 16:10 Bandarísk kona mótmælir hertum lögum gegn þungunarrofi. Getty/Mark Rightmire Bandarískir dómarar í Flórída komust að þeirri niðurstöðu í mánuðinum að sextán ára munaðarlaus stúlka sé ekki „nægilega þroskuð“ til að taka ákvörðun um að fara í þungunarrof. Hún verði að eignast barnið. Stúlkan hefur sagst vilja í þungunarrof og segist ekki tilbúin til að ala barn né hafa burði til þess. Í dómskjölum er hún einungis nefnd sem Jane Doe en stúlkan hafði áfrýjað ákvörðun dómarans Jennifer J. Frydrychowicz, frá 10. ágúst. Þá var stúlkan komin tíu vikur á leið. Stúlkan býr með ættingja sínum en ríkið hefur skipað henni forráðamann, samkvæmt frétt Miami Herald, og fer ríkið með forsjá hennar. Þessi forráðamaður, sem er ekki nafngreindur í dómskjölum, studdi kröfu stúlkunnar um undanþágu frá lögum Flórída um þungunarrof, á þeim grundvelli að hún væri einungis sextán ára gömul. Í upprunalegum úrskurði sínum skrifaði Frydrychowicz að stúlkan væri ekki nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun og það væri skilyrði fyrir því að fá undanþágu. Hún skrifaði þó að stúlkan vær itrúverðug og einlæg er þær ræddu saman og sömuleiðis að stúlkan hefði á tímum sýnst nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun. Þrátt fyrir það sagði Frydrychowicz að stúlkan hefði ekki greint kosti og galla ákvörðunar hennar nægilega vel. Þrír áfrýjunardómarar staðfestu upprunalega úrskurðinn í gær. She s known Jane Doe 22-BShe s 16 & pregnant. But she s parentless & wants an abortionFlorida courts ruled she s not mature enough to decide whether to have an abortion sans parental consentSo she s therefore mature enough to have to give birthhttps://t.co/doHoi7Is9m— Marc Caputo (@MarcACaputo) August 17, 2022 Stúlkan gæti reynt að fá dómarann til að skipta um skoðun en það gæti þó reynst henni erfitt. Eins og áður segir var stúlkan gengin tíu vikur þann 10. ágúst. Eftir fimmtán vikna meðgöngu mun hún ekki lengur eiga fræðilegan möguleika á undanþágu frá lögum Flórída. Sömuleiðis er óljóst hvort henni verði leyft að fara frá Flórída til að fara í aðgerð annarsstaðar, þar sem hún er undir forsjá Flórída-ríkis. Einn viðmælandi Miami Herald, sem var áður barnaverndardómari í Miami, sagði málið sláandi. Verið væri að þvinga tæplega sautján ára stúlku sem hefði orðið fyrir áfalli í lífinu til að eignast barn sem hún hvorki vildi né hefði efni á að eiga. Ríkið væri að valda henni öðru áfalli. Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í sumar úr gildi það dómafordæmi sem hefur í áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs og síðan þá hafa mörg ríki Bandaríkjanna hert lög varðandi þungunarrof gífurlega. Aðgerðin hefur jafnvel verið alfarið bönnuð í nokkrum ríkjum. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Í dómskjölum er hún einungis nefnd sem Jane Doe en stúlkan hafði áfrýjað ákvörðun dómarans Jennifer J. Frydrychowicz, frá 10. ágúst. Þá var stúlkan komin tíu vikur á leið. Stúlkan býr með ættingja sínum en ríkið hefur skipað henni forráðamann, samkvæmt frétt Miami Herald, og fer ríkið með forsjá hennar. Þessi forráðamaður, sem er ekki nafngreindur í dómskjölum, studdi kröfu stúlkunnar um undanþágu frá lögum Flórída um þungunarrof, á þeim grundvelli að hún væri einungis sextán ára gömul. Í upprunalegum úrskurði sínum skrifaði Frydrychowicz að stúlkan væri ekki nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun og það væri skilyrði fyrir því að fá undanþágu. Hún skrifaði þó að stúlkan vær itrúverðug og einlæg er þær ræddu saman og sömuleiðis að stúlkan hefði á tímum sýnst nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun. Þrátt fyrir það sagði Frydrychowicz að stúlkan hefði ekki greint kosti og galla ákvörðunar hennar nægilega vel. Þrír áfrýjunardómarar staðfestu upprunalega úrskurðinn í gær. She s known Jane Doe 22-BShe s 16 & pregnant. But she s parentless & wants an abortionFlorida courts ruled she s not mature enough to decide whether to have an abortion sans parental consentSo she s therefore mature enough to have to give birthhttps://t.co/doHoi7Is9m— Marc Caputo (@MarcACaputo) August 17, 2022 Stúlkan gæti reynt að fá dómarann til að skipta um skoðun en það gæti þó reynst henni erfitt. Eins og áður segir var stúlkan gengin tíu vikur þann 10. ágúst. Eftir fimmtán vikna meðgöngu mun hún ekki lengur eiga fræðilegan möguleika á undanþágu frá lögum Flórída. Sömuleiðis er óljóst hvort henni verði leyft að fara frá Flórída til að fara í aðgerð annarsstaðar, þar sem hún er undir forsjá Flórída-ríkis. Einn viðmælandi Miami Herald, sem var áður barnaverndardómari í Miami, sagði málið sláandi. Verið væri að þvinga tæplega sautján ára stúlku sem hefði orðið fyrir áfalli í lífinu til að eignast barn sem hún hvorki vildi né hefði efni á að eiga. Ríkið væri að valda henni öðru áfalli. Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í sumar úr gildi það dómafordæmi sem hefur í áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs og síðan þá hafa mörg ríki Bandaríkjanna hert lög varðandi þungunarrof gífurlega. Aðgerðin hefur jafnvel verið alfarið bönnuð í nokkrum ríkjum.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira