Sport

Keypti hjólið sem hún keppti á þegar hún tók þátt í heimsleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þuríður Erla Helgadóttir á hjólinu sem er nú komið alla leið til Sviss þar sem hún hefur aðsetur.
Þuríður Erla Helgadóttir á hjólinu sem er nú komið alla leið til Sviss þar sem hún hefur aðsetur. Instagram/@crossfitgames

Þuríður Erla Helgadóttir er besta CrossFit kona landsins í ár en hún náði bestum árangri íslensku stelpnanna á heimsleikunum í CrossFit í Madison.

Þuríður Erla hefur oft verið í skugganum á Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur en að þessu sinni var hún sú dóttir sem endaði efst á leikunum.

Þuríður Erla náði 22. sætinu sem er þó níu sætum neðar hjá henni en í fyrra. Þetta eru aftur á móti fimmtu heimsleikarnir þar sem hún er meðal 25 bestu kvenna í CrossFit heiminum.

Þuríður Erla er staðráðin að halda áfram á fullri ferð og verkefnið meðal annars er að verða betri á hjólinu.

Hún sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hefði nýtt sér þann möguleika að kaupa hjólið sem hún notaði í hjólagreinum heimsleikanna.

„Ég er svo spennt fyrir því að bæta mig á hjólinu. Ég ákvað því að taka hjólið með mér heim. Flott að við gátum keyptu hjólin sem við notuðum á heimsleikunum,“ skrifaði Þuríður Erla Helgadóttir eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×