Djammmyndbönd af finnska forsætisráðherranum valda fjaðrafoki Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2022 10:34 Hin 36 ára Sanna Marin tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2019. Getty Myndbönd sem sýna finnska forsætisráðherrann dansandi, syngjandi og að skemmta sér hafa valdið nokkru fjaðrafoki í Finnlandi eftir að þau fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og í finnskum fjölmiðlum í gær. Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá árinu 2019, segir leitt að myndböndin hafi farið í dreifingu en að ekkert ólöglegt hafi þar átt sér stað. Hún hafi einungis neytt áfengis og segist ekki vita til þess að fólk á staðnum hafi neytt ólöglegra fíkniefna. Á myndböndunum má sjá Marin dansa með vinum sínum og syngja með þar sem finnsk tónlist er spiluð á háum styrk. Er meðal annars sungið með lögum tónlistarmannanna Petri Nygård og Antti Tuiskun. „Mér þykir leitt að myndböndin hafi farið í opinbera dreifingu. Ég varði þessu kvöldi með vinum. Djammaði, vissulega ansi mikið, jú. Dansaði og söng,“ sagði Marin þegar hún ræddi við fjölmiðla í Kuopio í morgun. Hún segir að vinahópurinn hafi þarna neytt áfengis og segist hún ekki vita til þess að nokkur hafi neytt ólöglegra efna. Finland s Prime Minister @MarinSanna is in the headlines after a video of her partying was leaked today.She has previously been criticized for attending too many music festivals & spending too much on partying instead of ruling.The critics say it s not fitting for a PM. pic.twitter.com/FbOhdTeEGw— Visegrád 24 (@visegrad24) August 17, 2022 Aðspurð um „Mjölgengið“ (f. Jauhojengi), sem minnst er á í einu myndskeiðanna, segist hún ekki þekkja til þess. Hún segir að myndböndin hafi verið tekin upp fyrir nokkrum vikum síðan. Hún segist þó ekki vilja upplýsa hvar myndböndin hafi verið tekin upp, eða þá hver kunni að hafa komið þeim í dreifingu. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins, Antti Lindtman, segir í samtali við finnska fjölmiðla í dag að forsætisráðherrann njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins. Hin 36 ára Marin segir það finnsku þjóðarinnar að ákveða hvað sé æskileg hegðun forsætisráðherra landsins. Hún verji þó, líkt og aðrir á hennar aldri, tíma með vinum sínum og skemmti sér. Hún ætli sér að vera sama manneskja og hún hafi verið til þessa. Finnland Tengdar fréttir Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá árinu 2019, segir leitt að myndböndin hafi farið í dreifingu en að ekkert ólöglegt hafi þar átt sér stað. Hún hafi einungis neytt áfengis og segist ekki vita til þess að fólk á staðnum hafi neytt ólöglegra fíkniefna. Á myndböndunum má sjá Marin dansa með vinum sínum og syngja með þar sem finnsk tónlist er spiluð á háum styrk. Er meðal annars sungið með lögum tónlistarmannanna Petri Nygård og Antti Tuiskun. „Mér þykir leitt að myndböndin hafi farið í opinbera dreifingu. Ég varði þessu kvöldi með vinum. Djammaði, vissulega ansi mikið, jú. Dansaði og söng,“ sagði Marin þegar hún ræddi við fjölmiðla í Kuopio í morgun. Hún segir að vinahópurinn hafi þarna neytt áfengis og segist hún ekki vita til þess að nokkur hafi neytt ólöglegra efna. Finland s Prime Minister @MarinSanna is in the headlines after a video of her partying was leaked today.She has previously been criticized for attending too many music festivals & spending too much on partying instead of ruling.The critics say it s not fitting for a PM. pic.twitter.com/FbOhdTeEGw— Visegrád 24 (@visegrad24) August 17, 2022 Aðspurð um „Mjölgengið“ (f. Jauhojengi), sem minnst er á í einu myndskeiðanna, segist hún ekki þekkja til þess. Hún segir að myndböndin hafi verið tekin upp fyrir nokkrum vikum síðan. Hún segist þó ekki vilja upplýsa hvar myndböndin hafi verið tekin upp, eða þá hver kunni að hafa komið þeim í dreifingu. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins, Antti Lindtman, segir í samtali við finnska fjölmiðla í dag að forsætisráðherrann njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins. Hin 36 ára Marin segir það finnsku þjóðarinnar að ákveða hvað sé æskileg hegðun forsætisráðherra landsins. Hún verji þó, líkt og aðrir á hennar aldri, tíma með vinum sínum og skemmti sér. Hún ætli sér að vera sama manneskja og hún hafi verið til þessa.
Finnland Tengdar fréttir Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00