Fékk heilblóðfall á heimsleikunum í CrossFit en vill keppa á næstu leikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 08:30 Dave Rempel annars vegar á sjúkrahúsinu og svo nokkrum dögum fyrr í myndatöku fyrir heimsleikana í CrossFit. Instagram/@rem_fitdave Morning Chalk Up vefurinn fjallar um örlög eins keppandans á heimsleikunum CrossFit í ár en sem betur fer lítur út fyrir það að sagan ætli að enda mun betur en á horfðist. Kanadamaðurinn Dave Rempel var að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á dögunum þar sem hann tók þátt í einum öldungaflokknum. Hann var hins vegar hætt kominn á fyrsta degi. Rempel, sem er 51 árs gamall, keppti í flokki 50 til 54 ára. Hann gerði mjög vel í annarri grein keppninnar þar sem hann varð annar. Næst á dagskrá var opnunarhátíðin en svo var komið að þriðju grein. Rempel sagði að hann hafi byrjað að hita upp fyrir næstu grein en að honum hafi liðið eitthvað undarlega. „Ég hugsaði að kannski hefði hádegismaturinn eitthvað farið illa í mig. Ég tók því rólega, fékk mér nokkra endurheimtardrykki, reyndi að drekka vatn og koma næringarefnum í mig,“ sagði Dave Rempel í viðtalinu við Morning Chalk Up. „Hlaupin og kaðlarnir reyndu mikið á mig. Ég tók sippubandið mitt til að byrja upphitun af því að það var sippað í næstu grein. Á leiðinni þangað þá datt bandið úr hendi minni. Ég hugsaði: Hvernig missti ég bandið? Svo gerðist það aftur,“ sagði Rempel. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þegar við vorum á leiðinni á staðinn þá sá ég að annar helmingur líkama hans var alveg máttlaus. Ég man eftir því að ég horfði á hina strákana og það var eins og við vissum allir hvað væri að gerast. Mér datt ekkert annað í hug en að hann væri að fá heilablóðfall,“ sagði Ernie Stewart, þjálfari Rempel. Þjálfarinn kallaði á sjúkraliða og lækna á mótsvæðinu sem voru fljótir að aðstoða og nokkrum mínútum síðar var Rempel á leiðinni á sjúkrahús. Læknum tókst að losa blóðtappann með skurðaðgerð og bjarga honum frá alvarlegum afleiðingum. Það skipti miklu máli í hversu góðu formi Rempel var sem og að það liðu aðeins sautján mínútur frá atvikinu þar til að hann var komin á skurðarborðið. Stewart segir að það sé engin uppgjafartónn í sínum manni þegar kemur að CrossFit. „Ég ætla að ná mér hundrað prósent, koma aftur og vinna heimsleikana,“ sagði Ernie Stewart að Rempel hefði sagt við sig. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig líkaminn hans kemur út úr þessu áfalli. Rempel varð eftir í Madison á meðan hann var jafna sig en snéri síðan svo til baka til Kanada. Hann ætlar að taka næstu skref á CrossFit ferlinum í samráði við lækna og í góðum bandi við þjálfara sinn. View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Kanadamaðurinn Dave Rempel var að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á dögunum þar sem hann tók þátt í einum öldungaflokknum. Hann var hins vegar hætt kominn á fyrsta degi. Rempel, sem er 51 árs gamall, keppti í flokki 50 til 54 ára. Hann gerði mjög vel í annarri grein keppninnar þar sem hann varð annar. Næst á dagskrá var opnunarhátíðin en svo var komið að þriðju grein. Rempel sagði að hann hafi byrjað að hita upp fyrir næstu grein en að honum hafi liðið eitthvað undarlega. „Ég hugsaði að kannski hefði hádegismaturinn eitthvað farið illa í mig. Ég tók því rólega, fékk mér nokkra endurheimtardrykki, reyndi að drekka vatn og koma næringarefnum í mig,“ sagði Dave Rempel í viðtalinu við Morning Chalk Up. „Hlaupin og kaðlarnir reyndu mikið á mig. Ég tók sippubandið mitt til að byrja upphitun af því að það var sippað í næstu grein. Á leiðinni þangað þá datt bandið úr hendi minni. Ég hugsaði: Hvernig missti ég bandið? Svo gerðist það aftur,“ sagði Rempel. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þegar við vorum á leiðinni á staðinn þá sá ég að annar helmingur líkama hans var alveg máttlaus. Ég man eftir því að ég horfði á hina strákana og það var eins og við vissum allir hvað væri að gerast. Mér datt ekkert annað í hug en að hann væri að fá heilablóðfall,“ sagði Ernie Stewart, þjálfari Rempel. Þjálfarinn kallaði á sjúkraliða og lækna á mótsvæðinu sem voru fljótir að aðstoða og nokkrum mínútum síðar var Rempel á leiðinni á sjúkrahús. Læknum tókst að losa blóðtappann með skurðaðgerð og bjarga honum frá alvarlegum afleiðingum. Það skipti miklu máli í hversu góðu formi Rempel var sem og að það liðu aðeins sautján mínútur frá atvikinu þar til að hann var komin á skurðarborðið. Stewart segir að það sé engin uppgjafartónn í sínum manni þegar kemur að CrossFit. „Ég ætla að ná mér hundrað prósent, koma aftur og vinna heimsleikana,“ sagði Ernie Stewart að Rempel hefði sagt við sig. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig líkaminn hans kemur út úr þessu áfalli. Rempel varð eftir í Madison á meðan hann var jafna sig en snéri síðan svo til baka til Kanada. Hann ætlar að taka næstu skref á CrossFit ferlinum í samráði við lækna og í góðum bandi við þjálfara sinn. View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave)
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira