Luis Suárez varar Darwin Nunez við: Þetta á eftir að verða verra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 10:30 Darwin Nunez gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leik Liverpool og Crystal Palace á Anfield. AP/Jon Super Luis Suárez var frábær í búningi Liverpool en það gekk einnig mikið á hjá honum þann tíma sem hann spilaði á Anfield. Nú var landi hans Darwin Nunez fljótur að koma sér í vandræði. Darwin Nunez missti stjórn á skapi sínu í leiknum á móti Crystal Palace um síðustu helgi og lét reka sig út af. Hann skallaði varnarmann Palace og fékk beint rautt spjald. "It's nothing serious, we've all made a mistake. The problem is that he s only just arrived over there and in England, to put it lightly, they make a big deal out of everything."Luis Suarez on Darwin Nunez.https://t.co/7gfgeDHLPB— Paul Gorst (@ptgorst) August 19, 2022 Nunez missir því af næstu leikjum Liverpool og þarf að hafa sig allan við til að losna við stimpilinn vandræðagemlingur. Það hlutverk þekkir Suárez mjög vel. Það er ógleymanlegt þegar Suárez var uppvís að því að bíta andstæðinga sína þegar hann lék með Liverpool liðinu. Suárez hefur nú varað landa sinn við að hann sé nú kominn með orð á sig í enska fótboltanum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Hér eftir munu þeir leita að þér tvisvar að þrisvar sinnum oftar. Þetta kemur frá vitleysingi sem gerði mistök og upplifði erfiða tíma en það gerði mig bara sterkari að standa aftur upp. Ekki gefa þeim fleiri tækifæri því þetta á eftir að verða verra,“ sagði Luis Suárez. Luis Suárez stóð sig frábærlega með Liverpool og skoraði 82 mörk í 132 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum frá 2011 til 2014. Hann var seldur til Barcelona haustið eftir að hann beit andstæðing í leik með Úrúgvæ á HM. . pic.twitter.com/nEJyo3cvQe— GOAL (@goal) August 16, 2022 Darwin Nunez hafði skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa komið inn á sem varamaður en fyrsti byrjunarleikur hans í ensku úrvalsdeildinni endaði illa. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer hjá þessum rándýra sóknarmanni sem Liverpool borgaði 64 milljónir punda fyrir plús mögulega aðrar tuttugu milljónir punda í árangurtengda bónusa. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira
Darwin Nunez missti stjórn á skapi sínu í leiknum á móti Crystal Palace um síðustu helgi og lét reka sig út af. Hann skallaði varnarmann Palace og fékk beint rautt spjald. "It's nothing serious, we've all made a mistake. The problem is that he s only just arrived over there and in England, to put it lightly, they make a big deal out of everything."Luis Suarez on Darwin Nunez.https://t.co/7gfgeDHLPB— Paul Gorst (@ptgorst) August 19, 2022 Nunez missir því af næstu leikjum Liverpool og þarf að hafa sig allan við til að losna við stimpilinn vandræðagemlingur. Það hlutverk þekkir Suárez mjög vel. Það er ógleymanlegt þegar Suárez var uppvís að því að bíta andstæðinga sína þegar hann lék með Liverpool liðinu. Suárez hefur nú varað landa sinn við að hann sé nú kominn með orð á sig í enska fótboltanum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Hér eftir munu þeir leita að þér tvisvar að þrisvar sinnum oftar. Þetta kemur frá vitleysingi sem gerði mistök og upplifði erfiða tíma en það gerði mig bara sterkari að standa aftur upp. Ekki gefa þeim fleiri tækifæri því þetta á eftir að verða verra,“ sagði Luis Suárez. Luis Suárez stóð sig frábærlega með Liverpool og skoraði 82 mörk í 132 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum frá 2011 til 2014. Hann var seldur til Barcelona haustið eftir að hann beit andstæðing í leik með Úrúgvæ á HM. . pic.twitter.com/nEJyo3cvQe— GOAL (@goal) August 16, 2022 Darwin Nunez hafði skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa komið inn á sem varamaður en fyrsti byrjunarleikur hans í ensku úrvalsdeildinni endaði illa. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer hjá þessum rándýra sóknarmanni sem Liverpool borgaði 64 milljónir punda fyrir plús mögulega aðrar tuttugu milljónir punda í árangurtengda bónusa.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira