Sjö bítast um fimm sæti í stjórn Sýnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 10:52 Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Útlit er fyrir að ný stjórn verði kjörin á hluthafafundi í lok mánaðrins eftir miklar vendingar í hluthafahóp félagsins. Vísir/Vilhelm Tilnefningarnefnd Sýnar vegna yfirvofandi stjórnarkjörs í félaginu metur það svo að þeir sjö frambjóðendur sem vilja komast í stjórn félagsins. séu allir hæfir til stjórnarsetu. Stjórnarformaður Sýnar sækist ekki eftir endurkjöri. Boðað var til hluthafafundar í félaginu að að kröfu Gavia Invest ehf., sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Á dagskrá fundarins er tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör. Tilnefningarnefnd félagsins hefur nú skilað skýrslu um störf sín, sem fól í sér að meta hæfi þeirra sem skiluðu inn framboði til stjórnar. Í skýrslunni kemur fram að fjórir af fimm af núverandi stjórnarmönnum sækist eftir endurkjöri. Þau eru eftirfarandi: Jóhann Hjartarson Páll Gíslason Petrea Ingileif Guðmundsdóttir Sesselía Birgisdóttir Í skýrslunni kemur fram að Hjörleifur Pálsson, núverandi stjórnarformaður sækist ekki eftir endurkjöri. Tilnefninganefndin metur þau fjögur hæf til að taka sæti í stjórn. Þrír einkafjárfestar vilja inn Þá sækjast þrír einkafjárfestar einnig eftir sæti í stjórninni. Það eru Hilmar Þór Kristinson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi félagsins Fasta sem á beint eða óbeint stóran hlut í Sýn. Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest., sækist einnig eftir kjöri í stjórn Sýnar, auk Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, en greint hefur verið frá því að hann sé stærsti eigandi Gavia Invest, sem er stærsti eigandi Sýnar, eftir að Heiðar Guðjónsson, ákvað að hætta sem forstjóri og selja allan hlut sinn í félaginu. Tilnefningarnefndin metur þá þrjá einnig hæfa til að sitja í stjórn félagsins. Nefndin bendir á tvær konur séu í framboði og fimm karlar og að líta þurfi til laga um kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja, við niðurstöður kosninga. Samkvæmt þarf að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn Sýnar sé ekki lægra en fjörutíu prósent. Lesa má skýrslu tilnefningarnefndarinnar hér. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sýn Tengdar fréttir Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53 Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36 Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Boðað var til hluthafafundar í félaginu að að kröfu Gavia Invest ehf., sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Á dagskrá fundarins er tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör. Tilnefningarnefnd félagsins hefur nú skilað skýrslu um störf sín, sem fól í sér að meta hæfi þeirra sem skiluðu inn framboði til stjórnar. Í skýrslunni kemur fram að fjórir af fimm af núverandi stjórnarmönnum sækist eftir endurkjöri. Þau eru eftirfarandi: Jóhann Hjartarson Páll Gíslason Petrea Ingileif Guðmundsdóttir Sesselía Birgisdóttir Í skýrslunni kemur fram að Hjörleifur Pálsson, núverandi stjórnarformaður sækist ekki eftir endurkjöri. Tilnefninganefndin metur þau fjögur hæf til að taka sæti í stjórn. Þrír einkafjárfestar vilja inn Þá sækjast þrír einkafjárfestar einnig eftir sæti í stjórninni. Það eru Hilmar Þór Kristinson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi félagsins Fasta sem á beint eða óbeint stóran hlut í Sýn. Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest., sækist einnig eftir kjöri í stjórn Sýnar, auk Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, en greint hefur verið frá því að hann sé stærsti eigandi Gavia Invest, sem er stærsti eigandi Sýnar, eftir að Heiðar Guðjónsson, ákvað að hætta sem forstjóri og selja allan hlut sinn í félaginu. Tilnefningarnefndin metur þá þrjá einnig hæfa til að sitja í stjórn félagsins. Nefndin bendir á tvær konur séu í framboði og fimm karlar og að líta þurfi til laga um kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja, við niðurstöður kosninga. Samkvæmt þarf að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn Sýnar sé ekki lægra en fjörutíu prósent. Lesa má skýrslu tilnefningarnefndarinnar hér. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sýn Tengdar fréttir Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53 Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36 Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53
Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36
Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15