Stríðið er tapað Lenya Rún Taha Karim skrifar 19. ágúst 2022 12:00 Stríðið gegn vímuefnum er tapað. Það virðist ekki skipta máli hversu miklum peningum og starfskröftum við verjum í það, einhvern veginn standa vímuefnin alltaf upp sem sigurvegarinn. Ekki einu sinni langstærsta haldlagning á kókaíni í sögunni er talin hafa nein teljandi áhrif á vímuefnamarkaðinn. Sölumenn hafa alla vega ekki miklar áhyggjur: „Það er alltaf nóg til af dópi.“ Það er eflaust góður vilji á bakvið það að ráðast í stórar og umfangsmiklar aðgerðir til að gera vímuefni upptæk. Vímuefni geta verið skaðleg og því auðvelt að sjá hvers vegna reynt er að minnka framboðið á þeim. Sú aðferð að verja takmörkuðum tíma og fjármunum lögreglunnar í slíkar aðgerðir virðist þó ekki skila árangri. Þið þurfið ekki að trúa mér fyrir því, lögreglan efast sjálf um það eins og heyra mátti í fréttum í gær. Ef ein aðferð virkar ekki þá hljótum við að þurfa að skoða aðrar. Það er galið að endurtaka sömu leiðina aftur og aftur en búast alltaf við annarri niðurstöðu. Með því að beina sjónum okkar að annars konar nálgun getur ríkið sparað töluvert fjármagn sem annars færi í þessar aðgerðir og hægt væri að nýta til að stuðla að meiri skaðaminnkun. Aðgerðir sem virka Ef stjórnvöld viðurkenna loksins að hvorki framboðið né eftirspurnin eftir vímuefnum fari minnkandi í bráð, þá verður hægt að grípa til annarra aðgerða. Fyrsta skrefið er afglæpavæðing. Með afglæpavæðingu er byrðunum létt af vímuefnaneytendum - neytendum sem eiga heima í heilbrigðiskerfinu en ekki refsivörslukerfinu. Með afglæpavæðingu og skaðaminnkun að leiðarljósi verður hægt að stuðla að meiri fræðslu og forvörnum, í stað þess að nýta fjármagnið í að grípa til aðgerða sem hafa ekki nokkur áhrif á markaðinn. Leggja áherslu á að hjálpa fólki sem vill hætta neyslunni og koma í veg fyrir að fleiri verði háð til að byrja með. Þetta er nálgun sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Nálgunin sem íslensk stjórnvöld hafa hins vegar beitt er einfaldlega ekki að skila árangri. Óskandi væri að vandinn væri ekki svona djúpstæður og teygði sig ekki þvert á heimsálfur og þjóðfélagshópa en nú er komið gott af afneitun og tími til kominn að grípa til aðgerða. Skaðaminnkandi aðgerða. Það gerir ekki gott fyrir neinn, ekki neytendur, lögregluna né samfélagið, að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á hingað til. Flest öll þekkjum við einhvern sem hefur neytt vímuefna, jafnvel verið háður vímuefnum. Þetta vandamál er ekki eins fjarlægt okkur og við höldum heldur er þetta alls staðar, á öllum stigum samfélagsins. Við getum ekki lokað augunum og vonað að vandamálið hverfi heldur þurfum við að sætta okkur við veruleikann og prófa nýja nálgun. Hverju höfum við að tapa? Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Fíkn Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Stríðið gegn vímuefnum er tapað. Það virðist ekki skipta máli hversu miklum peningum og starfskröftum við verjum í það, einhvern veginn standa vímuefnin alltaf upp sem sigurvegarinn. Ekki einu sinni langstærsta haldlagning á kókaíni í sögunni er talin hafa nein teljandi áhrif á vímuefnamarkaðinn. Sölumenn hafa alla vega ekki miklar áhyggjur: „Það er alltaf nóg til af dópi.“ Það er eflaust góður vilji á bakvið það að ráðast í stórar og umfangsmiklar aðgerðir til að gera vímuefni upptæk. Vímuefni geta verið skaðleg og því auðvelt að sjá hvers vegna reynt er að minnka framboðið á þeim. Sú aðferð að verja takmörkuðum tíma og fjármunum lögreglunnar í slíkar aðgerðir virðist þó ekki skila árangri. Þið þurfið ekki að trúa mér fyrir því, lögreglan efast sjálf um það eins og heyra mátti í fréttum í gær. Ef ein aðferð virkar ekki þá hljótum við að þurfa að skoða aðrar. Það er galið að endurtaka sömu leiðina aftur og aftur en búast alltaf við annarri niðurstöðu. Með því að beina sjónum okkar að annars konar nálgun getur ríkið sparað töluvert fjármagn sem annars færi í þessar aðgerðir og hægt væri að nýta til að stuðla að meiri skaðaminnkun. Aðgerðir sem virka Ef stjórnvöld viðurkenna loksins að hvorki framboðið né eftirspurnin eftir vímuefnum fari minnkandi í bráð, þá verður hægt að grípa til annarra aðgerða. Fyrsta skrefið er afglæpavæðing. Með afglæpavæðingu er byrðunum létt af vímuefnaneytendum - neytendum sem eiga heima í heilbrigðiskerfinu en ekki refsivörslukerfinu. Með afglæpavæðingu og skaðaminnkun að leiðarljósi verður hægt að stuðla að meiri fræðslu og forvörnum, í stað þess að nýta fjármagnið í að grípa til aðgerða sem hafa ekki nokkur áhrif á markaðinn. Leggja áherslu á að hjálpa fólki sem vill hætta neyslunni og koma í veg fyrir að fleiri verði háð til að byrja með. Þetta er nálgun sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Nálgunin sem íslensk stjórnvöld hafa hins vegar beitt er einfaldlega ekki að skila árangri. Óskandi væri að vandinn væri ekki svona djúpstæður og teygði sig ekki þvert á heimsálfur og þjóðfélagshópa en nú er komið gott af afneitun og tími til kominn að grípa til aðgerða. Skaðaminnkandi aðgerða. Það gerir ekki gott fyrir neinn, ekki neytendur, lögregluna né samfélagið, að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á hingað til. Flest öll þekkjum við einhvern sem hefur neytt vímuefna, jafnvel verið háður vímuefnum. Þetta vandamál er ekki eins fjarlægt okkur og við höldum heldur er þetta alls staðar, á öllum stigum samfélagsins. Við getum ekki lokað augunum og vonað að vandamálið hverfi heldur þurfum við að sætta okkur við veruleikann og prófa nýja nálgun. Hverju höfum við að tapa? Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun