Sport

Gott gengi Emmu Radu­canu á enda eftir allt­of mörg mis­tök gegn Jessicu Pegula

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emma Raducanu gat ekki leynt vonbrigðum sínum.
Emma Raducanu gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Robert Prange/Getty Images

Emma Raducanu var á fljúgandi ferð á Southern Open tennismótinu sem fram fer í Cincinnati. Hún sló Serenu Williams og Victoriu Azarenka, sem trónir á toppi heimslistans, úr leik áður hún laut í gras gegn Jessicu Pegula.

Hin 19 ára Emma er ein af helstu vonarstjörnum tennisheimsins en mun ekki sigra Southern Open eftir að gera alltof mörg mistök gegn Pegula. Einvígi þeirra var þó æsispennandi en það fyrra fór alla leið í upphækkun, þar hafði Pegula betur 7-5. Sú síðarnefnda vann einnig síðara settið, 6-4, og er því komin í átta manna úrslit.

Raducanu gerði alls 21 mistök í leiknum og kostaði það hana. Þessi 19 ára vonarstjarna er samt ánægð með að vera komin á fullt á nýjan leik og bíður spennt eftir Opna bandaríska en hún á titil að verja.

„Mér er alveg sama þó ég geri mistök, það er allt í lagi. Ég er stolt af því hvernig ég spilaði í vikunni og ég held að þetta hafi verið risastórt skref fram á við,“ sagði Raducanu að keppni lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×