Meðal þeirra sem greina frá þessu eru Sky Sports og félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano, en þessi þrítugi miðjumaður á þó eftir að semja við félagið um kaup og kjör áður en kaupin ganga í gegn. Samkvæmt heimildum Sky Sports styttist þó í það að samningar milli leikmannsins og félagsins séu í höfn.
Búist er við því að Casemiro lendi á Bretlandseyjum einhverntíman á næstu tveimur sólarhringum til að gangast undir læknisskoðun og skrifa svo í kjölfarið undir fjögurra ára samning við United, með möguleika á eins árs framlengingu.
Casemiro to Man United, here we go! Real Madrid accepted all details of the bid, clubs preparing contracts right now. €60m fixed fee, €10m add-ons 🚨🔴🇧🇷 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2022
Casemiro has full agreement on four year deal, option until 2027.
Medical and then visa to be sorted during weekend. pic.twitter.com/tiuAdkCR81
Casemiro hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2013, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann var á láni hjá Porto. Hann hefur leikið 336 leiki fyrir félagið, skorað í þeim 31 mark og lagt upp önnur 29 fyrir liðsfélaga sína.
Hjá Real Madrid hefur Casemiro unnið allt sem hægt er að vinna í félagsliðafótbolta, en hann á einnig að baki 65 leiki fyrir brasilíska landsliðið
Uppfært: Bæði Real Madrid og Manchester United hafa birt færslur á heimasíðum sínum þar sem félögin staðfesta að samkomulag um félagsskiptin sé í höfn.
We are delighted to have reached an agreement in principle for the transfer of @Casemiro 🇧🇷#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) August 19, 2022