Tuchel dæmdur í bann en Conte sleppur með sekt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 20:31 Thomas Tuchel og Antonio Conte létu skapið hlaupa með sig í gönur. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Mikill hiti var í leik Chelsea og Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar um seinustu helgi. Eftir að leikurinn var flautaður af lenti þjálfurum liðanna, þeim Thomas Tuchel og Antonio Conte, saman með þeim afleiðingum að báðir fengu að líta rauða spjaldið. Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Tuchel verði dæmdur í eins leiks bann frá hliðarlínunni, ásamt því að þurfa að greiða 35 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæplega sex milljónum króna. Kollegi hans hjá Tottenham, Antonio Conte, sleppur hins vegar við bann, en þarf að greiða 15 þúsund punda sekt sem samsvarar tæplega tveim og hálfri milljón króna. 🚨 BREAKING 🚨⚪️ Antonio Conte has been fined £15,000 following his clash with Tuchel at Stamford Bridge🔵 Thomas Tuchel has been fined £35,000 and receives one-game touchline ban following improper conduct pic.twitter.com/3USKUnEgc3— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann mun Tuchel þó geta verið á hliðarlínunni þegar Chelsea heimsækir Leeds á sunnudaginn. Ástæðan er sú að enska knattspyrnusambandið ákvað að fresta banninu þar til rituð ástæða fyrir ákvörðuninni hefur borist. Tuchel og Conte fengu báðir að líta rauða spjaldið eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik Chelsea og Tottenham eins og áður segir. Þeim hafði lent saman fyrr í leiknum, en eftir að lokaflautið gall tókust þeir í hendur, en Tuchel leyfði kollega sínum ekki að sleppa fyrr en Ítalinn myndi líta í augu hans. Úr varð mikið fjaðrafok og leikmenn og starfsmenn þurftu að hafa sig alla við til að stía stjóranna í sundur. Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25 Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36 Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Tuchel verði dæmdur í eins leiks bann frá hliðarlínunni, ásamt því að þurfa að greiða 35 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæplega sex milljónum króna. Kollegi hans hjá Tottenham, Antonio Conte, sleppur hins vegar við bann, en þarf að greiða 15 þúsund punda sekt sem samsvarar tæplega tveim og hálfri milljón króna. 🚨 BREAKING 🚨⚪️ Antonio Conte has been fined £15,000 following his clash with Tuchel at Stamford Bridge🔵 Thomas Tuchel has been fined £35,000 and receives one-game touchline ban following improper conduct pic.twitter.com/3USKUnEgc3— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann mun Tuchel þó geta verið á hliðarlínunni þegar Chelsea heimsækir Leeds á sunnudaginn. Ástæðan er sú að enska knattspyrnusambandið ákvað að fresta banninu þar til rituð ástæða fyrir ákvörðuninni hefur borist. Tuchel og Conte fengu báðir að líta rauða spjaldið eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik Chelsea og Tottenham eins og áður segir. Þeim hafði lent saman fyrr í leiknum, en eftir að lokaflautið gall tókust þeir í hendur, en Tuchel leyfði kollega sínum ekki að sleppa fyrr en Ítalinn myndi líta í augu hans. Úr varð mikið fjaðrafok og leikmenn og starfsmenn þurftu að hafa sig alla við til að stía stjóranna í sundur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25 Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36 Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25
Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36
Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01